Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. 23.6.2024 18:13
Mbl.is liggur niðri eftir tölvuárás Árvakur varð í dag fyrir alvarlegri tölvuárás en af þeim sökum liggur vefur fyrirtækisins, mbl.is og útvarpsstöðin K100 niðri. 23.6.2024 17:01
Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. 23.6.2024 00:29
Þrír látnir og tugir særðir eftir loftárás á Karkív Að minnsta kosti þrír létu lífið eftir rússneska loftárás á borgina Karkív í austurhluta Úkraínu í dag. Þar að auki særðust 52. 22.6.2024 23:30
Gæsluvarðhald fram á föstudag vegna stunguárásarinnar Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní. 22.6.2024 22:05
Húnabyggð og Skagabyggð sameinast Íbúar Húnabyggðar og Skagabyggðar samþykktu í dag að sameinast í eitt sveitarfélag í íbúakosningu sem lauk í kvöld. Niðurstöður kosninganna voru birtar á heimasíðum sveitarfélaganna fyrir stuttu. Sameiningin fer formlega fram fyrsta ágúst. 22.6.2024 20:37
Vann rúmar 55 milljónir í Lottó Einn ljónheppinn miðahafi vann rúmar 55 milljónir króna í Lottó í kvöld. Miðaeigandinn keypti miðann á lotto.is. 22.6.2024 20:13
Ríkisstjórnin hafi séð um það sjálf að stúta eigin málum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir stjórnarandstöðuna hafa fengið verulega samkeppni í stjórnarandstöðu frá þingliði ríkisstjórnarflokkanna. Hún segir ljóst að ríkisstjórnin hefði ekki getað klárað mörg mál án aðstoðar stjórnarandstöðunnar. 22.6.2024 19:44
Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22.6.2024 18:15
Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað. 22.6.2024 18:01