McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28.2.2024 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins virðast í uppnámi. Samninganefnd Eflingar mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun og ræðir nú hvort mögulega verði gripið til verkfallsaðgerða. Við verðum í beinni frá skrifstofu Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins. 28.2.2024 18:01
Óttast um mörgæsir vegna banvænnar fuglaflensu Banvænt afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Suðurskautinu í fyrsta sinn. Vísindamenn óttast um mörgæsir og önnur dýr sem finnast hvergi annars staðar á jörðinni. 27.2.2024 23:35
Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó. 27.2.2024 23:05
Loks sakfelldir fyrir að myrða Jam Master Jay Tveir menn hafa verið sakfelldir fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr hljómsveitinni Run-DMC. Hann var skotinn til bana í upptökuveri sínu í New York árið 2002 en það var ekki fyrr en árið 2020 sem þeir Karl Jordan Jr. og Ronald Washington voru ákærðir fyrir morðið. 27.2.2024 21:59
Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE. 27.2.2024 21:21
Lækkaði um átta prósent eftir mikla hækkun í gær Virði hlutabréfa í Alvotech lækkuðu um 7,76 prósent í dag. Velta dagsins var um 1,3 milljarðar króna. Verð hlutar í félaginu stendur nú í 2.260 krónum og á síðastliðnu ári hefur verðið hækkað um 42,6 prósent. 27.2.2024 20:01
Hagnaður Nova tók stökk Nova Klúbburinn hf. hagnaðist um 729 milljónir á síðasta ári og var það aukning um 35 prósent milli ára. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir þrettán milljarðar og jukust um þær um 2,8 prósent frá 2023. 27.2.2024 18:57
Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. 27.2.2024 18:06
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26.2.2024 22:46