Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Drógu afl­vana bát í land í Nes­kaup­stað

Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var í gær kölluð út vegna aflvana báts sem staddur var um fimmtíu kílómetra norðaustur af Norðfirði. Fjórir voru um borð í fiskibátnum en engin yfirvofandi hætta var á ferð.

Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins

Elon Musk, einn auðugasti maður heims, segist hafa hafnað boði um að fara á einkaeyju barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Auðjöfurinn hefur lýst yfir fordæmingu á þeim sem bendla hann við Epstein eftir að ný skjöl úr dánarbúi Epsteins voru opinberuð.

Á­rásir stóðu yfir í rúma tólf tíma

Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar.

Með bílinn fullan af fíkni­efnum

Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í ökumann í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefnis. Svo reyndist vera en vöknuðu einnig grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í bílnum.

Sigar hernum á „hryðju­verka­menn“ í Portland

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“.

Ráku starfs­menn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd

Yfirmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa rekið um tuttugu starfsmenn sem voru á sínum tíma myndaðir við að fara niður á hné eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum árið 2020. Umfangsmikil mótmæli fóru fram víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar morðsins og beindust þau gegn störfum lögreglunnar og mismunun í garð þeldökkra þar í landi.

Fundu leyni­lega sígarettuverksmiðju í neðan­jarðar­byrgi

Ítalskir lögregluþjónar lögðu á dögunum hald á rúm 150 tonn af sígarettum sem framleiddar voru í ólöglegri og leynilegri verksmiðju sem falin var í neðanjarðarbyrgi. Verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur.

Ræningjar fjöl­menntu með byssur og haka í skartgripabúð

Lögreglan í San Ramon í Kaliforníu í Bandaríkjunum rannsakar nú mjög svo óhefðbundið rán í skartgripaverslun í bænum. Ránið var framið á mánudaginn en þá ruddust á þriðja tug grímuklæddra manna, sumir vopnaðir byssum, aðrir hökum og kylfum og nokkrir eingöngu með innkaupapoka, og létu greipar sópa um verslunina.

Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í gær ný skjöl sem nefndin fékk nýverið frá dánarbúi barnaníðingsins látna, Jeffreys Epstein. Ýmis nöfn koma fram í skjölunum, sem eru meðal annars úr dagbók Epsteins, en þeirra á meðal eru Elon Musk, Peter Thiel, Steve Bannon og Andrés Bretaprins.

Sjá meira