Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson er meðal þeirra sem hafa fengið tölvupóst frá aðila sem girnist óútgefna bók hans. Að sögn útgefanda minna skilaboðin á bókaþjóf sem herjaði á rithöfunda úti um allan heim fyrir nokkrum árum. Kynningarstjóri Forlagsins segir að þjófurinn hefur komist yfir að minnsta kosti tvö óútgefin handrit íslenskra höfunda. 13.10.2025 19:11
Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Leigubílstjóri sem var handtekinn um helgina grunaður um alvarlega líkamsárás var starfsmaður Hreyfils. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. 6.10.2025 22:07
Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. 6.10.2025 21:25
Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. 6.10.2025 20:30
Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Tveir farþegar í rútu sem valt í Seljafirði á norðanverðu Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík. Átta voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Enginn er talinn alvarlega slasaður. 6.10.2025 17:44
Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt að sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum. 6.10.2025 16:41
Innkalla eitrað te Matvælastofnun varar við framleiðslulotu af tei frá vörumerkinu Herbapol vegna náttúrulegra eiturefna í því. Varan hefur verið innkölluð. 6.10.2025 15:22
Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Tæplega þúsund göngugarpar eru innlyksa á tjaldsvæði á Everest-fjalli vegna snjóstorms sem þar geisar. 5.10.2025 17:01
Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5.10.2025 16:01
Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. 5.10.2025 15:39