Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á hybrid grasvelli FH í Kaplakrika í dag, í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. 8.10.2024 13:51
Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Stjarnan hefur fengið hinn 25 ára gamla markvörð Aron Dag Birnuson til sín en hann hefur síðustu fjögur ár varið mark Grindavíkur í Lengjudeildinni. 8.10.2024 13:22
Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins. 8.10.2024 12:59
Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra. 8.10.2024 12:02
Konaté mætti með nýstárlega grímu til æfinga Ibrahima Konaté, miðvörður Liverpool, er greinilega óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í fatavali eins og hann sýndi þegar hann mætti til æfinga með franska landsliðinu í gær. 8.10.2024 09:30
Ótrúlegir vítadómar í Þýskalandi: Tóku boltann upp tvisvar í sama leiknum „Þetta er handboltadeildin,“ grínaðist Gummi Ben á Twitter þegar hann deildi myndbandi af hreint ótrúlegum leik í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Tvö víti voru dæmd í leiknum vegna þess að menn tóku boltann upp með höndum. 8.10.2024 08:29
Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. 8.10.2024 08:02
Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Hin 24 ára gamla Elif Karaarslan og hinn 61 árs gamli Orhan Erdemir eru bæði komin í ævilangt bann frá dómgæslu eftir að kynlífsmyndbandi af þeim var dreift á samfélagsmiðlum. 8.10.2024 07:31
Johan Neeskens fallinn frá Hollenska fótboltagoðsögnin Johan Neeskens er látinn, 73 ára að aldri, en frá þessu greindi hollenska knattspyrnusambandið í dag. 7.10.2024 14:41
Onana haldið oftast hreinu Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu. 7.10.2024 14:01