Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Kallað í Óskar vegna ó­vissu um Kristian

Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal í Noregi, hefur verið kallaður inn í U21-landsliðið í fótbolta fyrir leikina mikilvægu við Litháen og Danmörku í undankeppni EM.

Heimir með O'Shea í að lokka Delap

Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta.

Ís­lenskur HM-fari í Stjörnuna

Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur ákveðið að snúa heim til Íslands, 28 ára gamall, eftir langa veru í atvinnumennsku erlendis. Hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við Stjörnuna.

Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Ras­h­ford

Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða.

Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagn­rýni á leik­menn: „Þekki manninn ekki neitt“

Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans.

Gaz-leikur Pa­vels: Stans­laust djamm gegn bingó­kvöldi

Pavel Ermolinskij ætlar ásamt félögum sínum að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Þeir Helgi Már Magnússon hituðu með hressilegum hætti upp fyrir leik Álftaness og Keflavíkur. Pavel mun svo lýsa honum með Jóni Arnóri Stefánssyni á Stöð 2 BD í kvöld.

Snýr aftur heim í KR

Miðjumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius er snúinn aftur í KR og hefur skrifaði undir samningu við félagið sem gildir til næstu þriggja ára.

Sjá meira