Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport

Nýjustu greinar eftir höfund

Peppaður fyrir réttar­höldum yfir Man. City

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ánægður með það að réttarhöld yfir félaginu geti hafist á mánudaginn, vegna 115 meintra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“

„Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum.

Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar

Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson.

Lést í hlaupi til minningar um systur sína

Bretinn Sam Wealleans hneig niður og lést í Great North hlaupinu í Englandi á sunnudaginn. Hann hljóp til minningar um systur sína og til þess að safna peningum í styrktarsjóð.

Given vor­kennir Heimi

Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson.

Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ung­menna

Kylfingurinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir úrvalslið Evrópu sem átti annars mjög erfitt uppdráttar gegn Bandaríkjunum í Solheim-bikar ungmenna í golfi sem lauk í gær.

Í árs bann vegna kaupa á kókaíni á ÓL

Ástralski bandýlandsliðsmaðurinn Tom Craig hefur verið úrskurðaður í tólf mánaða bann eftir að hann var handtekinn á Ólympíuleikunum í París í sumar, fyrir að kaupa kókaín.

Sjá meira