Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Eftir að hafa bæði verið þjálfarar hjá Chelsea hafa þau Emma Hayes og Mauricio Pochettino nú endurnýjað kynni sín sem landsliðsþjálfarar hjá Bandaríkjunum. 11.9.2024 14:31
Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. 11.9.2024 12:33
„Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9.9.2024 21:21
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9.9.2024 20:40
Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka hefur nú unnið þrjá risatitla í tennis, eftir að hafa unnið Opna bandaríska mótið í fyrsta sinn um helgina. Hún vill halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti með árangri sínum, eftir að hafa misst pabba sinn fyrir fimm árum. 9.9.2024 07:01
Dagskráin í dag: Hvað gera strákarnir okkar í Tyrklandi? Eftir flottan sigur gegn Svartfellingum á föstudagskvöld spilar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gegn Tyrklandi á útivelli í kvöld, í Þjóðadeild UEFA, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 9.9.2024 06:02
Dulbjuggust sem Danir en það var ekki nóg Kvöldið reyndist ansi dýrt fyrir þá 140 Serba sem ætluðu að lauma sér inn á Parken í kvöld, til að horfa á leik Danmerkur og Serbíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. 8.9.2024 22:15
Naut tímamótasigurs rétt eftir að hafa verið hreinsaður af grun Nítján dögum eftir að hafa verið hreinsaður af grun um ólöglega lyfjanotkun náði Ítalinn Jannik Sinner að vinna Opna bandaríska mótið í tennis í kvöld, í fyrsta sinn, með því að leggja heimamanninn Taylor Fritz að velli af öryggi. 8.9.2024 21:31
Ronaldo af bekknum og til bjargar Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. 8.9.2024 20:43
Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi Björn Sigurbjörnsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Selfossi eftir þrjú erfið ár. Hann skilur við liðið eftir fall niður um tvær deildir. 8.9.2024 20:00