„Ég mun líta í kringum mig og sjá Blikastuðningsmennina horfa aðeins á mig“ Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga var byrjaður að hlakka til að tryggja sér Íslandsbikarinn á Kópavogsvelli gegn Blikum á morgun. Svo verður ekki því titillinn er í höfn eftir jafntefli KR og Vals í dag. Valsmenn geta nú ekki lengur náð Víkingum á toppnum. 24.9.2023 18:26
Mikilvæg stig í súginn hjá Valgeiri og félögum Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken töpuðu dýrmætum stigum í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Kalmar í dag. 24.9.2023 17:50
Newcastle niðurlægði strákana frá Sheffield Newcastle United vann í dag 8-0 risasigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn er á meðal þeirra stærstu í sögu deildarinnar. 24.9.2023 17:41
Öruggur sigur hjá liði Tryggva Snæs í fyrsta leik Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Bilbao unnu í dag öruggan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. 24.9.2023 17:29
„Þeir munu standa heiðursvörð á morgun“ Víkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu án þess þó að spila. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir tilfinninguna engu að síður jafn sæta. 24.9.2023 17:11
Haukur skoraði þrjú í sigri Kielce og Óðinn tryggði Kadetten sigur Haukar Þrastarson var í liði Kielce sem vann stórsigur í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þá var Óðinn Þór Ríkharðsson atkvæðamikill í æsispennandi leik Kadetten Schaffhausen. 24.9.2023 16:41
Jafnt í Íslendingaslag og gott gengi Melsungen heldur áfram Íslendingaliðin Leipzig og Magdeburg gerðu jafntefli í spennandi leik í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þá er Melsungen áfram á sigurbraut. 24.9.2023 16:20
Pep ósáttur með Rodri: „Þarf að hafa stjórn á sér“ Manchester City vann 2-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pep Guardiola var ekki ánægður með einn sinn besta leikmann þegar hann mætti í viðtöl eftir leik. 24.9.2023 09:00
Ramsdale gæti yfirgefið Arsenal Aaron Ramsdale er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Arsenal en David Raya hefur byrjað í marki liðsins í síðustu tveimur leikjum. 24.9.2023 08:00
Dagskráin í dag: Besta deildin, NFL og Meistarakeppni KKÍ Það kennir ýmissa grasa þegar litið er yfir lista beinna útsendinga á íþróttarásum Stöðvar 2 Sport í dag. Leikið verður í Bestu deild karla og þá fer fram leikur Tindastóls og Vals í Meistarakeppni KKÍ. 24.9.2023 06:02