Meloni orðin forsætisráðherra Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 21.10.2022 18:18
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20.10.2022 12:15
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20.10.2022 08:50
Stjörnubræður í uppáhaldi hjá íslenskum börnum metnir á fjörutíu milljarða króna Verkahringur Vladislav Vashketov og Nikita Vashketov er ekki ýkja flókinn. Opna umbúðir að leikföngum og leika sér svo með þau á heimili sínu. Þetta gera þeir fyrir framan myndavélina og afurðin eru myndbönd á tíundu vinsælustu YouTube-rás heims, Vlad and Niki. 19.10.2022 21:27
„Leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með opnari hug“ Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, vísar því á bug að horfurnar séu ekki góðar á sviði rafmynta nú um mundir. Virði Bitcoin hefur staðið í stað í um 20.000 Bandaríkjadölum frá því í sumar. 17.10.2022 08:46
„Skýtur skökku við á meðan við erum með flokk í ríkisstjórn sem kallar sig flokk einkaframtaksins“ Íslensk fyrirtæki glíma við mesta skort á starfsfólki frá því fyrir efnahagshrun. Framkvæmdastjóri Sky Lagoon kveðst vera í keppni við önnur fyrirtæki um að halda í starfsfólk. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það ósjálfbært að almenni markaðurinn sé að missa fólk til hins opinbera. 15.10.2022 07:01
Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. 14.10.2022 17:09
„Gerðu ljósið í eldhúsinu rautt”: Tæknin komin mun lengra en fólk heldur Fjallað var um meiriháttar framfarir á sviði íslenskrar máltækni í Íslandi í dag, þar sem tekið var hús á fyrirtækinu Miðeind. Þar er nú hægt að biðja snjalltæki um að slökkva og kveikja ljós, skipta um lag í hátölurum og einnig má leiðrétta ófullkominn texta sjálfvirkt með miklum árangri. Allt á íslensku. 14.10.2022 07:33
„Höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial“ Töluvert misræmi er á leturgerð á götuskiltum Reykjavíkurborgar, sem stingur fólk mismikið í augun. Skrifstofustjóri hjá borginni segir að leturgerð hafi orðið út undan í samræmingarferlum borgarinnar en lofar bót og betrun. 13.10.2022 23:15
Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13.10.2022 10:30