Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs

Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn

Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu.

„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“

Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 

Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel

Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel.

Góður árangur Framsóknar hafi áhrif

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag.

Ólíklegt að allt verði eins og það var

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil.

Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna

Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika.

Sjá meira