„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“ Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda. 10.6.2025 19:09
„Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. 10.6.2025 18:07
Hljóðfæraleikarar að óbreyttu á leið í verkfall Slitnað hefur upp úr viðræðum Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og samninganefndar ríkisins um gerð nýs kjarasamnings. Að óbreyttu munu hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar kjósa um verkfallsaðgerðir í ágúst. 9.6.2025 23:48
Enn fjölgar í Hraðfréttafjölskyldunni Benedikt Valsson, hraðfréttamaður og dagskrárgerðarmaður, og Heiða Björk Ingimarsdóttir dansari og móttökuritari eignuðust sitt þriðja barn þann 30. maí. 9.6.2025 23:36
Keyptu Brauðhúsið til að fara ekki á hausinn Eigandi bakarísins Hygge hefur beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna það á nýjum stað í húsnæði við Barónsstíg 6. Hann kvartar undan óskilvirku kerfi í kringum starfsleyfisveitingar og segist hafa orðið fyrir stórtjóni í hinni löngu bið eftir starfsleyfi. Eigendur neyddust til að kaupa bakarí í Grímsbæ til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. 9.6.2025 23:06
Leita týnds göngumanns Björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins hafa verið kallaðar út til að leita týnds göngumanns við Esju. 9.6.2025 22:34
Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Mörg hundruð landgönguliðar í Kaliforníu hafa verið boðaðir til Los Angeles til að bregðast við mótmælunum sem standa þar yfir. 9.6.2025 20:59
Taka húfurnar úr sölu: Harma að „misheppnað grín“ hafi komið illa við fólk Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að taka umdeildar derhúfur sem á stendur „Make Grindavík Great Again“ úr sölu. Félagið harmar umræðuna sem salan á húfunum hefur skapað og segir um misheppnað grín að ræða. 9.6.2025 20:16
Máli Baldoni vísað frá Dómstóll í New York hefur vísað kæru leikarans Justin Baldoni á hendur leikkonunni Blake Lively, frá. Leikarinn hefur sakað Lively um fjárkúgun og ófrægingarherferð gagnvart sér. 9.6.2025 18:55
Ísland í neðsta og næstneðsta sæti hjá Ísraelum Framlag Íslands hlaut fæst atkvæði í símakosningu Ísraela á úrslitakvöldi Eurovision í maí. Þá setti ísraelska dómnefndin VÆB-bræður í næstneðsta sæti. 9.6.2025 18:07