Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14.11.2023 22:50
Reykræstu á Landspítalanum en fundu engan eld Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum á Landspítalanum við Hringbraut. Reykræst var í loftstokkarými undir gangi í kjallara hússins, en enginn eldur fannst. 14.11.2023 22:37
Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14.11.2023 20:38
„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14.11.2023 19:22
Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. 14.11.2023 18:24
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga heldur áfram í dag, og hefst dagskráin klukkan 9. 14.11.2023 08:30
Vaktin: Grindavík eins og skriðjökull Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14.11.2023 05:40
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13.11.2023 22:28
„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. 13.11.2023 19:00
Vaktin: „Hlýhugur þjóðarinnar til Grindvíkinga gríðarlega mikill“ Skjálftavirkni hefur haldið áfram á Reykjanesskaga í dag. 13.11.2023 08:46