Fréttir Miklar frosthörkur á landinu Kuldatíðin sem verið hefur hefur nú náð hámarki að mati Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðings á Veðurstofu NFS. "Já það eru gríðarmiklir kuldar á landinu og fór frostið síðastliðna nótt niður fyrir 20 stig í Mývatnssveitinni og athygli vekur að kólnað hefur í Reykjavík eftir því sem liðið hefur á morguninn og var frostið kl. 10 um 13 gráður" segir Sigurður. Innlent 18.11.2006 11:10 Búist við stjörnubrúðkaupi í Róm Búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í Róm á Ítalíu í dag. Hjónaleysin blésu til dýrindis veislu í gærkvöldi og hafa verið á ferð og flugi um Ítalíu síðustu daga. Stórstjörnur hafa streymt til Ítalíu í vikunni en búist er við að þau fagni með Cruise og Holmes síðar í dag. Erlent 18.11.2006 10:34 Stal bíl á meðan eigandinn lá inni í húsinu í fastasvefni Þjófur gerðist bíræfinn í nótt þegar hann stal bíl fyrir utan íbúðarhús á meðan eigandinn lá í fastasvefni inni í húsinu. Lögreglunni í Reykjavík berst á ári hverju fjöldi tilkynninga um að bílum hafi verið stolið og er bílum oftar stolið um helgar en á virkum dögum. Innlent 18.11.2006 10:47 Allsherjarþingið álytkar gegn Ísrael Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að hætta hernaðaraðgerðum á Gaza-svæðinu. Boðað var til neyðarfundar vegna málsins í gær og tekist á um ályktunina langt fram eftir degi. Að lokum var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Erlent 18.11.2006 10:05 Sílikonpúðar aftur leyfðir í Bandaríkjunum Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa aftur notkun sílikonpúða til brjóstastækkunar. Púðarnir hafa verið bannaðir í Bandaríkjunum í 14 ár. Deilt hefur verið um það hvort púðarnir valdi brjóstakrabbameini. Erlent 18.11.2006 10:45 Ætla að leysa hnútinn Leiðtogar Asíu- og Kyrrahafsríkja ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þann hnút sem viðræður um alþjóðlegan viðskiptasamning eru komnar í. Þetta kom fram í morgun á leiðtogafundi Samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja sem nú er haldinn í Hanoi í Víetnam. Erlent 18.11.2006 10:00 Ók undir áhrifum á ljósastaur Kona sem ók undir áhrifum á ljósastaur á Reykjanesbraut slapp án meiðsla. Bíllinn skemmdist mikið. Innlent 18.11.2006 09:40 Hlaut höfuðáverka í slagsmálum Maður á þrítugsaldri var fluttur með höfuðáverka eftir líkamsárás við skemmtistaðinn Pakkhúsið á Selfossi í nótt. Innlent 18.11.2006 09:44 Róleg í miðbænum í nótt Fámennt var í miðbæ Reykjavíkur í nótt að sögn lögreglegu og er kuldinn talinn vera ein aðalskýringin. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar. Innlent 18.11.2006 09:55 Netabáti bjargað í innsiglingunni í Sandgerði Björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði tókst á miðnætti að bjarga Ársæli ÁR-66 af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis. Ársæll ÁR, sem er tæplega 200 brúttólesta netabátur hafði siglt af leið í innsiglingunni og strandaði á leið sinni upp í Eyrina við Sandgerði. Innlent 18.11.2006 09:34 Á gjörgæsludeild eftir bílslys Karlmaður var fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir bílslys, við bæinn Breiðumýri í Reykjadal, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Tveir fólksbílar lentu saman og klippa þurfti ökumann annars bílsins út úr bíl sínum en aðra sakaði ekki. Innlent 18.11.2006 09:23 Magnús sigraði í prófkjörinu Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Magnús fékk 883 atkvæði í fyrst sætið. Í öðru sæti varð Herdís Sæmundsdóttir með 979 atkvæði í 1.-2. sætið og í þriðja sæti var þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Innlent 18.11.2006 09:17 Tómur kassi til sölu á Ebay Einn fermeter af úrvals "plássi í kassa" er nú á uppboði á Ebay uppboðsvefnum og getur sá sem sigrar sett hvað sem hann vill í kassann. Kassinn er úr gleri og er á listasafni í London. Erlent 17.11.2006 23:34 Breskum manni sleppt úr fangelsi í Pakistan Breskum ríkisborgara sem hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð sem hann segist ekki hafa framið var sleppt úr fangelsi í Pakistan í dag eftir 18 ára fangelsisdvöl þar í landi. Erlent 17.11.2006 22:57 500 atkvæði talin í prófkjöri Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Eftir að 500 atkvæði hafa verið talin er staðan eftirfarandi: 1. Magnús Stefánsson með 275 atkvæði 1. sæti, Herdís Sæmundardóttir með 290 atkvæði í 1.-2. sæti, Kristinn H. Gunnarsson með 259 atkvæði í 1.-3. sæti, Valdimar Sigurjónsson með 307 atkvæði í 1.-4. sæti og Inga Ósk Jónsdóttir með 366 atkvæði í 1.-5. sæti. Innlent 17.11.2006 22:51 Pólverjar og Evrópusambandið í viðræðum Finnski forsætisráðherran sagði í dag að ekki hefði náðst samkomulag við Pólverja en þeir hóta nú að koma í veg fyrir nýjan samstarfssamning Rússlands og Evrópusambandsins vegna banns sem Rússar hafa sett á innflutning á pólsku kjöti. Erlent 17.11.2006 22:31 Fyrstu tölur í prófkjöri Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Samkvæmt fyrstu tölum leiðir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, listann með 80 atkvæði, í öðru sæti er Herdís Sæmundardóttir með 79 atkvæði, í því þriðja er Kristinn H. Gunnarsson með 80 atkvæði, í fjórða sæti er svo Valdimar Sigurjónsson með 90 atkvæði og í fimmta sæti er Inga Ósk Jónsdóttir með 113 atkvæði. Alls hafa 150 atkvæði verið talin. Innlent 17.11.2006 21:55 Fyrstu tölur væntanlegar í prófkjöri Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Talning atkvæða í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi er nú hafin. Atkvæði voru greidd með pósti og kusu alls 1.666 manns af 2522 sem voru á kjörskrá, eða um 66,6%. Búist er við fyrstu tölum eftir stutta stund eða nú klukkan tíu í kvöld. Innlent 17.11.2006 21:45 Bandaríkin hvetja til refsiaðgerða gegn Íran Bandaríkin hvöttu í kvöld Sameinuðu þjóðirnar til þess að hraða því að refsiaðgerðir verði settar á gegn Íran. Á sama tíma reyndu þau að sannfæra Rússa og Kínverja um að refsiaðgerðirnar myndu ekki verða of miklar. Erlent 17.11.2006 21:16 Elskan...hvar er fjarstýringin ? Hvaða gagn er að sjónvarpi ef það er engin fjarstýring ? Franskur innbrotsþjófur var þeirrar skoðunar að þá væri sjónvarpið gagnslaust. Það varð honum að falli. Erlent 17.11.2006 21:02 Mafían á Ítalíu fælir fjárfesta Mafían á suðurhluta Ítalíu fælir frá fjárfesta í miklu magni. Þetta kom fram í ræðu sem Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt í dag. Hann sagði enn fremur að engin framþróun gæti orðið í landinu þegar mafían væri til staðar. Erlent 17.11.2006 20:53 Playstation 3 komin í búðir í USA Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. Leikjavísir 17.11.2006 20:33 Sparisjóðir Siglufjarðar og Skagafjarðar að sameinast Á stjórnarfundum Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar í dag var samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. Markmið þessarar sameiningar er að efla sjóðina, til að hægt sé að takast á við stærri verkefni. Samrunanefnd verður skipuð af stjórnum beggja sjóðanna. Innlent 17.11.2006 20:17 David Blaine reynir við nýtt töfrabragð Töframaðurinn David Blaine ætlar sér að losa sig úr snúð sem hringsnýst um sjálfan sig allan tímann. Snúðurinn verður í um 10 metra hæð og fær Blaine 3 sólarhringa til þess að losa sig. Hefur verslunin Target í New York lofað því að gefa 100 fjölskyldum sem að hjálpræðisherinn þar velur 30.000 króna gjafakort til þess að versla fyrir jólin. Erlent 17.11.2006 19:54 Þvottavél stolið Nýlegri þvottavél var stolið úr sameign fjölbýlishúss í vesturbænum í gærmorgun. Tjónið er að sjálfsögðu bagalegt en það snertir nokkrar fjölskyldur. Þá var brotist inn í annað hús í vesturbænum og þar var meðal annars tölvubúnaður hafður á brott. Innlent 17.11.2006 19:45 Búrka bannað í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin ákvað í dag að banna alklæðnað múslimakvenna, hið svonefnda Búrka, á almannafæri. Klæðnaðurinn hylur ekki aðeins allan líkama þeirra heldur einni andlit þeirra og skilur aðeins eftir göt fyrir augun. Erlent 17.11.2006 19:36 Írak að sundrast Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Erlent 17.11.2006 18:17 Rúður splundruðust í rokinu Tvær rúður í hurðum, á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu, hafa splundrast í roki og vindhviðum síðustu daga, en erfitt getur verið að hindra að hurðirnar fjúki upp. Innlent 17.11.2006 18:19 Verktakar vilja strangari reglur Talsmenn verktaka segja mikilvægt að allir viðurkenni að ekki hafi verið staðið nógu vel að öryggismálum í tengslum við vegaframkvæmdir. Þeir lýsa sig tilbúna til að gera betur í öryggismálum en segja að fleiri aðilar verði að koma að málum og menn verði að sætta sig við aukinn kostnað vegna öryggismála. Innlent 17.11.2006 18:13 Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga Fjögur álfyrirtæki keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis, sem gætu orðið lykillinn að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Innlent 17.11.2006 18:40 « ‹ 312 313 314 315 316 317 318 319 320 … 334 ›
Miklar frosthörkur á landinu Kuldatíðin sem verið hefur hefur nú náð hámarki að mati Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðings á Veðurstofu NFS. "Já það eru gríðarmiklir kuldar á landinu og fór frostið síðastliðna nótt niður fyrir 20 stig í Mývatnssveitinni og athygli vekur að kólnað hefur í Reykjavík eftir því sem liðið hefur á morguninn og var frostið kl. 10 um 13 gráður" segir Sigurður. Innlent 18.11.2006 11:10
Búist við stjörnubrúðkaupi í Róm Búist er við að Hollywood leikararnir Tom Cruise og Katie Holmes gangi í það heilaga í Róm á Ítalíu í dag. Hjónaleysin blésu til dýrindis veislu í gærkvöldi og hafa verið á ferð og flugi um Ítalíu síðustu daga. Stórstjörnur hafa streymt til Ítalíu í vikunni en búist er við að þau fagni með Cruise og Holmes síðar í dag. Erlent 18.11.2006 10:34
Stal bíl á meðan eigandinn lá inni í húsinu í fastasvefni Þjófur gerðist bíræfinn í nótt þegar hann stal bíl fyrir utan íbúðarhús á meðan eigandinn lá í fastasvefni inni í húsinu. Lögreglunni í Reykjavík berst á ári hverju fjöldi tilkynninga um að bílum hafi verið stolið og er bílum oftar stolið um helgar en á virkum dögum. Innlent 18.11.2006 10:47
Allsherjarþingið álytkar gegn Ísrael Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að hætta hernaðaraðgerðum á Gaza-svæðinu. Boðað var til neyðarfundar vegna málsins í gær og tekist á um ályktunina langt fram eftir degi. Að lokum var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Erlent 18.11.2006 10:05
Sílikonpúðar aftur leyfðir í Bandaríkjunum Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa aftur notkun sílikonpúða til brjóstastækkunar. Púðarnir hafa verið bannaðir í Bandaríkjunum í 14 ár. Deilt hefur verið um það hvort púðarnir valdi brjóstakrabbameini. Erlent 18.11.2006 10:45
Ætla að leysa hnútinn Leiðtogar Asíu- og Kyrrahafsríkja ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þann hnút sem viðræður um alþjóðlegan viðskiptasamning eru komnar í. Þetta kom fram í morgun á leiðtogafundi Samtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja sem nú er haldinn í Hanoi í Víetnam. Erlent 18.11.2006 10:00
Ók undir áhrifum á ljósastaur Kona sem ók undir áhrifum á ljósastaur á Reykjanesbraut slapp án meiðsla. Bíllinn skemmdist mikið. Innlent 18.11.2006 09:40
Hlaut höfuðáverka í slagsmálum Maður á þrítugsaldri var fluttur með höfuðáverka eftir líkamsárás við skemmtistaðinn Pakkhúsið á Selfossi í nótt. Innlent 18.11.2006 09:44
Róleg í miðbænum í nótt Fámennt var í miðbæ Reykjavíkur í nótt að sögn lögreglegu og er kuldinn talinn vera ein aðalskýringin. Fimm líkamsárásir voru tilkynntar. Innlent 18.11.2006 09:55
Netabáti bjargað í innsiglingunni í Sandgerði Björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði tókst á miðnætti að bjarga Ársæli ÁR-66 af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis. Ársæll ÁR, sem er tæplega 200 brúttólesta netabátur hafði siglt af leið í innsiglingunni og strandaði á leið sinni upp í Eyrina við Sandgerði. Innlent 18.11.2006 09:34
Á gjörgæsludeild eftir bílslys Karlmaður var fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir bílslys, við bæinn Breiðumýri í Reykjadal, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Tveir fólksbílar lentu saman og klippa þurfti ökumann annars bílsins út úr bíl sínum en aðra sakaði ekki. Innlent 18.11.2006 09:23
Magnús sigraði í prófkjörinu Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Magnús fékk 883 atkvæði í fyrst sætið. Í öðru sæti varð Herdís Sæmundsdóttir með 979 atkvæði í 1.-2. sætið og í þriðja sæti var þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Innlent 18.11.2006 09:17
Tómur kassi til sölu á Ebay Einn fermeter af úrvals "plássi í kassa" er nú á uppboði á Ebay uppboðsvefnum og getur sá sem sigrar sett hvað sem hann vill í kassann. Kassinn er úr gleri og er á listasafni í London. Erlent 17.11.2006 23:34
Breskum manni sleppt úr fangelsi í Pakistan Breskum ríkisborgara sem hafði verið dæmdur til dauða fyrir morð sem hann segist ekki hafa framið var sleppt úr fangelsi í Pakistan í dag eftir 18 ára fangelsisdvöl þar í landi. Erlent 17.11.2006 22:57
500 atkvæði talin í prófkjöri Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Eftir að 500 atkvæði hafa verið talin er staðan eftirfarandi: 1. Magnús Stefánsson með 275 atkvæði 1. sæti, Herdís Sæmundardóttir með 290 atkvæði í 1.-2. sæti, Kristinn H. Gunnarsson með 259 atkvæði í 1.-3. sæti, Valdimar Sigurjónsson með 307 atkvæði í 1.-4. sæti og Inga Ósk Jónsdóttir með 366 atkvæði í 1.-5. sæti. Innlent 17.11.2006 22:51
Pólverjar og Evrópusambandið í viðræðum Finnski forsætisráðherran sagði í dag að ekki hefði náðst samkomulag við Pólverja en þeir hóta nú að koma í veg fyrir nýjan samstarfssamning Rússlands og Evrópusambandsins vegna banns sem Rússar hafa sett á innflutning á pólsku kjöti. Erlent 17.11.2006 22:31
Fyrstu tölur í prófkjöri Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Samkvæmt fyrstu tölum leiðir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, listann með 80 atkvæði, í öðru sæti er Herdís Sæmundardóttir með 79 atkvæði, í því þriðja er Kristinn H. Gunnarsson með 80 atkvæði, í fjórða sæti er svo Valdimar Sigurjónsson með 90 atkvæði og í fimmta sæti er Inga Ósk Jónsdóttir með 113 atkvæði. Alls hafa 150 atkvæði verið talin. Innlent 17.11.2006 21:55
Fyrstu tölur væntanlegar í prófkjöri Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Talning atkvæða í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi er nú hafin. Atkvæði voru greidd með pósti og kusu alls 1.666 manns af 2522 sem voru á kjörskrá, eða um 66,6%. Búist er við fyrstu tölum eftir stutta stund eða nú klukkan tíu í kvöld. Innlent 17.11.2006 21:45
Bandaríkin hvetja til refsiaðgerða gegn Íran Bandaríkin hvöttu í kvöld Sameinuðu þjóðirnar til þess að hraða því að refsiaðgerðir verði settar á gegn Íran. Á sama tíma reyndu þau að sannfæra Rússa og Kínverja um að refsiaðgerðirnar myndu ekki verða of miklar. Erlent 17.11.2006 21:16
Elskan...hvar er fjarstýringin ? Hvaða gagn er að sjónvarpi ef það er engin fjarstýring ? Franskur innbrotsþjófur var þeirrar skoðunar að þá væri sjónvarpið gagnslaust. Það varð honum að falli. Erlent 17.11.2006 21:02
Mafían á Ítalíu fælir fjárfesta Mafían á suðurhluta Ítalíu fælir frá fjárfesta í miklu magni. Þetta kom fram í ræðu sem Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt í dag. Hann sagði enn fremur að engin framþróun gæti orðið í landinu þegar mafían væri til staðar. Erlent 17.11.2006 20:53
Playstation 3 komin í búðir í USA Þúsundir biðu í röðum fyrir utan búðir í Bandaríkjunum í dag til þess að reyna að tryggja sér eintak af hinni nýju Playstation tölvu en hún er sú þriðja sem er gefin út og gengur jafnan undir nafninu Playstation 3. Ofbeldi setti hins vegar svartan blett á daginn en einn maður var skotinn í röðinni. Leikjavísir 17.11.2006 20:33
Sparisjóðir Siglufjarðar og Skagafjarðar að sameinast Á stjórnarfundum Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar í dag var samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. Markmið þessarar sameiningar er að efla sjóðina, til að hægt sé að takast á við stærri verkefni. Samrunanefnd verður skipuð af stjórnum beggja sjóðanna. Innlent 17.11.2006 20:17
David Blaine reynir við nýtt töfrabragð Töframaðurinn David Blaine ætlar sér að losa sig úr snúð sem hringsnýst um sjálfan sig allan tímann. Snúðurinn verður í um 10 metra hæð og fær Blaine 3 sólarhringa til þess að losa sig. Hefur verslunin Target í New York lofað því að gefa 100 fjölskyldum sem að hjálpræðisherinn þar velur 30.000 króna gjafakort til þess að versla fyrir jólin. Erlent 17.11.2006 19:54
Þvottavél stolið Nýlegri þvottavél var stolið úr sameign fjölbýlishúss í vesturbænum í gærmorgun. Tjónið er að sjálfsögðu bagalegt en það snertir nokkrar fjölskyldur. Þá var brotist inn í annað hús í vesturbænum og þar var meðal annars tölvubúnaður hafður á brott. Innlent 17.11.2006 19:45
Búrka bannað í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin ákvað í dag að banna alklæðnað múslimakvenna, hið svonefnda Búrka, á almannafæri. Klæðnaðurinn hylur ekki aðeins allan líkama þeirra heldur einni andlit þeirra og skilur aðeins eftir göt fyrir augun. Erlent 17.11.2006 19:36
Írak að sundrast Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks óttast það að heimaland hans sé við það að sundrast. Ástandið segir hann þó verða verra ef ákveðið verði að skipta landinu milli trúar- og þjóðarbrota. Hann segir ótal mistök hafa verið gerð í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir um þremur og hálfu ári. Erlent 17.11.2006 18:17
Rúður splundruðust í rokinu Tvær rúður í hurðum, á nýju stúdentagörðunum við Lindargötu, hafa splundrast í roki og vindhviðum síðustu daga, en erfitt getur verið að hindra að hurðirnar fjúki upp. Innlent 17.11.2006 18:19
Verktakar vilja strangari reglur Talsmenn verktaka segja mikilvægt að allir viðurkenni að ekki hafi verið staðið nógu vel að öryggismálum í tengslum við vegaframkvæmdir. Þeir lýsa sig tilbúna til að gera betur í öryggismálum en segja að fleiri aðilar verði að koma að málum og menn verði að sætta sig við aukinn kostnað vegna öryggismála. Innlent 17.11.2006 18:13
Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga Fjögur álfyrirtæki keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis, sem gætu orðið lykillinn að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Innlent 17.11.2006 18:40
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent