Fréttir IEA spáir hærra olíuverði International Energy Agency (IEA), alþjóðleg ráðgjafarstofnun í orkumálum, spáir hærra olíuverði á næsta ári. Þetta kemur í kjölfar þess að OPEC hefur tilkynnt að samtökin ráðgeri að draga frekar úr framleiðslu á næstunni. Viðskipti innlent 13.11.2006 17:13 Skipstjóri á Sancy dæmdur fyrir ólöglegar veiðar Skipstjóri á færeyska togaranum Sancy var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ólölegar veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu, þann 18. júní síðastliðinn, og að hafa meinað skipverjum á Óðni, skipi Landhelgisgæslunnar, aðgang að togaranum. Hann þarf jafnframt að greiða 600.000 króna sekt. Innlent 13.11.2006 17:09 Við handalögmálum lá hjá farþegum Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Innlent 13.11.2006 16:55 Nýr forsætisráðherra Hamas Erlent 13.11.2006 16:54 Kræsingar frá því 100 eftir Krist Spænskir fornleifafræðingar eru að skoða skipsflak á hafsbotni, af skipi sem notað var til þess að flytja kræsingar til auðmanna í Rómaveldi, árið eitthundrað eftir Krist. Erlent 13.11.2006 16:34 Brottkast á þorski jókst Brottkast þorsks var talsvert meira á síðasta ári en þrjú árin á undan. Brottkast þorsks á árinu 2005 var 2.594 tonn eða 1,27% af lönduðum afla. Brottkast á ýsu árið 2005 var 4.874 tonn eða 5,24% af lönduðum afla en það er svipað hlutfall og árin 2002 og 2003. Innlent 13.11.2006 16:32 Hefja vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að hefja umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví. Verkefnið á að vinna í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnir á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Verkefnið nær til fjögurra ára og hefst fyrir áramót en lýkur í árslok 2010. Innlent 13.11.2006 16:09 Bush fundar með íraksnefndinni um leiðir til friðar George Bush, forseti Bandaríkjanna, átti í dag fund með formönnum nefndar sem skipuð var til þess að leita leiða til að koma á friði í Írak. Nefndin var raunar skipuð fyrir sigur Demokrata í þingkosningunum í síðustu viku. Hún stefnir að því að skila skýrslu sinni til forsetans og þingsins, í næsta mánuði. Erlent 13.11.2006 15:56 Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra. Innlent 13.11.2006 15:41 Bárujárnsplötur fjúka Bárujárnsplötur fjúka nú í norðan verðum Svínadal í Dölum og eru vegfarendur sem eiga þar leið um beðnir um að fara með gát. Hvassviðri og ófærð er víða um land. Ófært og stórhríð er á Víkurskarði. Innlent 13.11.2006 15:29 Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins. Innlent 13.11.2006 15:26 Palestinskur sáttmáli undirritaður í Kaíró Erlent 13.11.2006 15:25 Bretar minnast stríðsins um Falklandseyjar Bretar ætla að efna til fjögurra daga minningarhátíðar á næsta ári í tilefni af því að tuttugu og fimm ár verða liðin frá Falklandseyjastsríðinu. Þeir segja þó að ekki verði hrósað sigri yfir Argentínumönnum, sem töpuðu stríðinu. Erlent 13.11.2006 14:51 Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. Innlent 13.11.2006 14:36 Biður Saddam griða Erlent 13.11.2006 14:31 Pólverjar beittu Rússa neitunarvaldi hjá ESB Pólverjar beittu í dag neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið hæfi viðræður við Rússa um breiðari samvinnu, sérstaklega í orkumálum. Vonast var til að viðræðurnar gætu hafist á fundi í Helsinki hinn 24. þessa mánaðar. Erlent 13.11.2006 14:19 Dagur Kári verðlaunaður Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson hlýtur í næstu viku stærstu kvikmyndaverðlaun Dana Peter Emil Refn verðlaunin. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en þeim fylgja rúm ein milljón íslenskra króna. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy. Innlent 13.11.2006 14:00 Vegagerðin skoðar framkvæmdirnar við Reykjanesbraut Vegagerðin er nú að fara yfir framkvæmdirnar við Reykjanesbraut þar sem banaslys varð um helgina. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir að verið sé að fara yfir þátt verktakans og eftirlit Vegagerðarinnar með framkvæmdunum. Innlent 13.11.2006 13:43 Yfir 8000 ólöglegir innflytjendur stöðvaðir Erlent 13.11.2006 13:40 Forstjóraskipti hjá Deutsche Telekom Forstjóraskipti urðu í dag hjá þýska fjarskiptarisanum Deutsche Telekom, stærsta símafyrirtæki Evrópu. Kai-Uwe Picke, forstjóri fyrirtækisins, sagði óvænt upp störfum í morgun án nokkurra skýringa. Fyrirtækið hefur sett Rene Obermann, fyrrum forstjóra farsímahluta fyrirtækisins, í embætti forstjóra yfir samstæðunni. Viðskipti erlent 13.11.2006 13:20 Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Hellisheiði Flytja þurfti tvo á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði. Ekki er talið að þeir séu alvarlega slasaðir. Slysið var rétt hjá Skíðaskálanum í Hveradölum. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan hálf eitt og eru lögreglumenn enn að störfum á vettvangi. Innlent 13.11.2006 13:02 Áströlsk plastglös ónýt sem vopn Stærstu diskótek Danmerkur eru að taka í notkun nýja tegund af plastglösum, sem ekki er hægt að brjóta og því ekki hægt að nota sem vopn. Þau eru talsvert dýrari en glerglös, en endast margfallt betur. Bæði gestir og starfsfólk veitingastaða hafa tekið þessum glösum með fögnuði. Erlent 13.11.2006 12:52 Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Erlent 13.11.2006 12:16 Krafist fangelsis yfir dönskum blaðamönnum Krafist er fangelsisdóms yfir tveim blaðamönnum og ritstjóra Berlingske Tidende, í Danmörku, vegna trúnaðarupplýsinga sem þeir birtu úr skýrslu sem leyniþjónustumaður lak til þeirra. Erlent 13.11.2006 12:31 Stjórnarkreppa í Líbanon Stjórnarkreppan í Líbanon versnaði enn í gær þegar forseti landsins lýsti því yfir að skipan ríkisstjórnar samræmdist ekki lengur stjórnarskrá. Yfirlýsing ráðherrans hefur ekkert lagalegt gildi en er túlkuð sem vantraustsyfirlýsing. Allir fimm ráðherrar sjía-múslima sögðu af sér embætti á laugardaginn og þeim til viðbótar sagði kristinn ráðherra af sér í morgun. Erlent 13.11.2006 12:13 Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Erlent 13.11.2006 11:49 Úrskurðaðir í farbann eftir banaslys Mennirnir tveir sem komust af úr bílslysinu á Reykjanesbrautinni um helgina hafa verið úrskurðaðir í farbann. Þriðji maðurinn sem var bílnum lést í slysinu. Ekki var ljóst eftir slysið hver ók bifreiðinni og voru þeir sem lifðu slysið af handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir skoðun á sjúkrahúsi. Innlent 13.11.2006 12:08 Víða stórhríð og ófærð Björgunarsveit var kölluð út í Ólafsvík á ellefta tímanum til að hemja járnplötur, sem voru farnar að fjúka af gistiheimilinu þar. Víða um land er hvassviðri, stórhríð og ófærð. Innlent 13.11.2006 11:52 Jóhannes í Bónus boðaður í yfirheyrslu Jóhannes í Bónus verður yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna meintra skattalagabrota í rekstri fjárfestingafélagsins Gaums. Yfirheyrslan er sú fyrsta sem Jóhannes mætir í vegna rannsóknar í kjölfar tveggja ára gamallar kæru frá skattrannsóknarstjóra. Innlent 13.11.2006 11:45 Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar. Innlent 13.11.2006 11:38 « ‹ 321 322 323 324 325 326 327 328 329 … 334 ›
IEA spáir hærra olíuverði International Energy Agency (IEA), alþjóðleg ráðgjafarstofnun í orkumálum, spáir hærra olíuverði á næsta ári. Þetta kemur í kjölfar þess að OPEC hefur tilkynnt að samtökin ráðgeri að draga frekar úr framleiðslu á næstunni. Viðskipti innlent 13.11.2006 17:13
Skipstjóri á Sancy dæmdur fyrir ólöglegar veiðar Skipstjóri á færeyska togaranum Sancy var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ólölegar veiðar innan íslenskrar efnahagslögsögu, þann 18. júní síðastliðinn, og að hafa meinað skipverjum á Óðni, skipi Landhelgisgæslunnar, aðgang að togaranum. Hann þarf jafnframt að greiða 600.000 króna sekt. Innlent 13.11.2006 17:09
Við handalögmálum lá hjá farþegum Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Innlent 13.11.2006 16:55
Kræsingar frá því 100 eftir Krist Spænskir fornleifafræðingar eru að skoða skipsflak á hafsbotni, af skipi sem notað var til þess að flytja kræsingar til auðmanna í Rómaveldi, árið eitthundrað eftir Krist. Erlent 13.11.2006 16:34
Brottkast á þorski jókst Brottkast þorsks var talsvert meira á síðasta ári en þrjú árin á undan. Brottkast þorsks á árinu 2005 var 2.594 tonn eða 1,27% af lönduðum afla. Brottkast á ýsu árið 2005 var 4.874 tonn eða 5,24% af lönduðum afla en það er svipað hlutfall og árin 2002 og 2003. Innlent 13.11.2006 16:32
Hefja vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví Þróunarsamvinnustofnun Íslands ætlar að hefja umfangsmikið vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví. Verkefnið á að vinna í samstarfi við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnir á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Verkefnið nær til fjögurra ára og hefst fyrir áramót en lýkur í árslok 2010. Innlent 13.11.2006 16:09
Bush fundar með íraksnefndinni um leiðir til friðar George Bush, forseti Bandaríkjanna, átti í dag fund með formönnum nefndar sem skipuð var til þess að leita leiða til að koma á friði í Írak. Nefndin var raunar skipuð fyrir sigur Demokrata í þingkosningunum í síðustu viku. Hún stefnir að því að skila skýrslu sinni til forsetans og þingsins, í næsta mánuði. Erlent 13.11.2006 15:56
Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra. Innlent 13.11.2006 15:41
Bárujárnsplötur fjúka Bárujárnsplötur fjúka nú í norðan verðum Svínadal í Dölum og eru vegfarendur sem eiga þar leið um beðnir um að fara með gát. Hvassviðri og ófærð er víða um land. Ófært og stórhríð er á Víkurskarði. Innlent 13.11.2006 15:29
Gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi við upphaf þingfundar í dag vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fjárlaganefnd Alþingis. Nefndinni barst á föstudaginn beiðni um að samþykkja 120 milljarða króna lántöku ríkisins. Innlent 13.11.2006 15:26
Bretar minnast stríðsins um Falklandseyjar Bretar ætla að efna til fjögurra daga minningarhátíðar á næsta ári í tilefni af því að tuttugu og fimm ár verða liðin frá Falklandseyjastsríðinu. Þeir segja þó að ekki verði hrósað sigri yfir Argentínumönnum, sem töpuðu stríðinu. Erlent 13.11.2006 14:51
Tuttugu og níu vilja á lista Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu Tuttugu og níu bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri-grænna á höfuðborgarsvæðinu. Sameiginlegt prófkjör er fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út á laugardaginn en prófkjörið verður haldið 2. desember næstkomandi. Innlent 13.11.2006 14:36
Pólverjar beittu Rússa neitunarvaldi hjá ESB Pólverjar beittu í dag neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að Evrópusambandið hæfi viðræður við Rússa um breiðari samvinnu, sérstaklega í orkumálum. Vonast var til að viðræðurnar gætu hafist á fundi í Helsinki hinn 24. þessa mánaðar. Erlent 13.11.2006 14:19
Dagur Kári verðlaunaður Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson hlýtur í næstu viku stærstu kvikmyndaverðlaun Dana Peter Emil Refn verðlaunin. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en þeim fylgja rúm ein milljón íslenskra króna. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy. Innlent 13.11.2006 14:00
Vegagerðin skoðar framkvæmdirnar við Reykjanesbraut Vegagerðin er nú að fara yfir framkvæmdirnar við Reykjanesbraut þar sem banaslys varð um helgina. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir að verið sé að fara yfir þátt verktakans og eftirlit Vegagerðarinnar með framkvæmdunum. Innlent 13.11.2006 13:43
Forstjóraskipti hjá Deutsche Telekom Forstjóraskipti urðu í dag hjá þýska fjarskiptarisanum Deutsche Telekom, stærsta símafyrirtæki Evrópu. Kai-Uwe Picke, forstjóri fyrirtækisins, sagði óvænt upp störfum í morgun án nokkurra skýringa. Fyrirtækið hefur sett Rene Obermann, fyrrum forstjóra farsímahluta fyrirtækisins, í embætti forstjóra yfir samstæðunni. Viðskipti erlent 13.11.2006 13:20
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Hellisheiði Flytja þurfti tvo á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Hellisheiði. Ekki er talið að þeir séu alvarlega slasaðir. Slysið var rétt hjá Skíðaskálanum í Hveradölum. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan hálf eitt og eru lögreglumenn enn að störfum á vettvangi. Innlent 13.11.2006 13:02
Áströlsk plastglös ónýt sem vopn Stærstu diskótek Danmerkur eru að taka í notkun nýja tegund af plastglösum, sem ekki er hægt að brjóta og því ekki hægt að nota sem vopn. Þau eru talsvert dýrari en glerglös, en endast margfallt betur. Bæði gestir og starfsfólk veitingastaða hafa tekið þessum glösum með fögnuði. Erlent 13.11.2006 12:52
Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Erlent 13.11.2006 12:16
Krafist fangelsis yfir dönskum blaðamönnum Krafist er fangelsisdóms yfir tveim blaðamönnum og ritstjóra Berlingske Tidende, í Danmörku, vegna trúnaðarupplýsinga sem þeir birtu úr skýrslu sem leyniþjónustumaður lak til þeirra. Erlent 13.11.2006 12:31
Stjórnarkreppa í Líbanon Stjórnarkreppan í Líbanon versnaði enn í gær þegar forseti landsins lýsti því yfir að skipan ríkisstjórnar samræmdist ekki lengur stjórnarskrá. Yfirlýsing ráðherrans hefur ekkert lagalegt gildi en er túlkuð sem vantraustsyfirlýsing. Allir fimm ráðherrar sjía-múslima sögðu af sér embætti á laugardaginn og þeim til viðbótar sagði kristinn ráðherra af sér í morgun. Erlent 13.11.2006 12:13
Fulltrúi SÞ hitti leiðtoga Frelsishers Drottins Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum flaug í gær til fundar við uppreisnarleiðtoga frá Úganda, sem sakaður er um stríðsglæpi. Hann hefst við í Súdan og er sagður halda konum og börnum í gíslingu. Erlent 13.11.2006 11:49
Úrskurðaðir í farbann eftir banaslys Mennirnir tveir sem komust af úr bílslysinu á Reykjanesbrautinni um helgina hafa verið úrskurðaðir í farbann. Þriðji maðurinn sem var bílnum lést í slysinu. Ekki var ljóst eftir slysið hver ók bifreiðinni og voru þeir sem lifðu slysið af handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir skoðun á sjúkrahúsi. Innlent 13.11.2006 12:08
Víða stórhríð og ófærð Björgunarsveit var kölluð út í Ólafsvík á ellefta tímanum til að hemja járnplötur, sem voru farnar að fjúka af gistiheimilinu þar. Víða um land er hvassviðri, stórhríð og ófærð. Innlent 13.11.2006 11:52
Jóhannes í Bónus boðaður í yfirheyrslu Jóhannes í Bónus verður yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í dag vegna meintra skattalagabrota í rekstri fjárfestingafélagsins Gaums. Yfirheyrslan er sú fyrsta sem Jóhannes mætir í vegna rannsóknar í kjölfar tveggja ára gamallar kæru frá skattrannsóknarstjóra. Innlent 13.11.2006 11:45
Lítið vart við leka á Kárahnjúkastíflu Hálslón við Kárahnjúkastíflu hefur náð 558 metra hæð yfir sjávarmáli en eftir eru 67 metrar í að lónið nái fullri hæð. Mikill þrýstingur er kominn á stífluna en Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir vel fylgst með henni. Sáralítill leki sé á stíflunni og mjög litlar hreyfingar. Innlent 13.11.2006 11:38
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent