Skógareldar í Portúgal

Níu særðir í skógareldum í Portúgal
Skógareldar brutust út á þremur stöðum í Castelo Branco héraðinu í Portúgal í gær. Í kring um þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við það að reyna að slökkva þá en níu manns hafa slasast vegna þeirra.

Innanríkisráðherra segir af sér vegna skógarelda
Constanca Urbano de Sousa, innanríkisráðherra Portúgal, sagði í gær af sér vegna skógarelda sem kostuðu að minnsta kosti 41 mann lífið í ríkinu á dögunum.