Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Van­nærð og veik af á­fengis­neyslu eftir vetur­setu í Evrópu

Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landspítalanum, segir áfengissýki ört stækkandi vandamál hjá öldruðum. Það hafi víðtæk áhrif á fólk og aðstandendur. Sumir hafi glímt við þetta alla ævi en aðrir leiðist út í aukna neyslu áfengis á eldri árum. Anna Björg fór yfir þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða stjórn­mála­leið­togi væri besti drykkju­fé­laginn?

Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum.

Lífið
Fréttamynd

Sex milljarðar í tekjur af nikó­tíni á næsta ári

Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Neytendur
Fréttamynd

Reyna að ná til ný­búa til að Ís­land verði fyrsta reyk­lausa þjóðin

Prófessorar og sérfræðingar í krabbameini og reykleysi segja brýnt að ná til innflytjenda hérlendis þar sem reykingar eru mun algengari en almennt gerist í landinu. Markmiðið að gera Ísland að reyklausri þjóð sé innan seilingar. Fyrirtæki eru hvött til að nálgast myndskreitta bæklinga á þremur tungumálum og kynna fyrir starfsfólki.

Innlent
Fréttamynd

Lagarammi um lög­brot

Rómverjar voru lengi vel með óskrifuð lög. Þegar veldi þeirra stækkaði og varð flóknara varð að koma á betri röð og reglu í samfélaginu. Fyrstu rómversku lögin “lex duodecim tabularum” voru kunngjörð árið 449 fyrir Krist og skráð á tólf bronstöflur. Menn þurftu ekki lengur að munnhöggvast, heldur voru nú komin lög sem urðu strax öflugt stjórntæki.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ekki endan­legt frum­varp“

Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn vera eins og Stein­grímur J.“

Eigandi netverslunar með áfengi segir ljóst af lestri draga að frumvarpi um innlenda netverslun með áfengi að með þeim sé gengið langt til þess að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ um vandamál sem séu ekki til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert á­fengi á sunnu­dögum og seint á kvöldin

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir hjá ÁTVR

Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta

Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða

Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gert til að gera nikó­tín­púða jafn ó­­­að­laðandi og sígarettur

Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rafrettukóngur og eig­andi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot

Snorri Guðmundsson, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, hefur verið ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við tvo aðra. Mönnunum er gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum.

Innlent
Fréttamynd

Mammon hefur náð líf­eyris­sjóðum á sitt band

Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni.

Skoðun
Fréttamynd

Timberla­ke gengst við ölvunar­akstri

Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake viðurkenndi að hafa ekið bíl sínum þrátt fyrir að hann væri ekki í ástandi til þess fyrir dómi í New York í dag. Hann hvatti fólk til að þess að aka ekki ölvað.

Lífið
Fréttamynd

Vef­síðan hrundi innan tuttugu mínútna

Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kaup hefur á­fengis­sölu í dag

Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mann­líf sektað vegna tóbaks­aug­lýsinga

Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Póstur í rugli?

Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Pósturinn dreifir á­fengi

Pósturinn hefur frá því í vor dreift áfengi fyrir Smáríkið, netverslun sem selur áfengi. Fólk sem fær áfengi sent heim með póstinum er krafið um rafræna auðkenningu við afhendingu.

Innlent
Fréttamynd

Á­fengið innan seilingar

Coca Cola, eitt verðmætasta vörumerki heims um áratuga skeið, náði framúrskarandi árangri með ákaflega einfaldri hugmyndafræði. Ofuráhersla á dreifingu, að vera ætíð innan seilingar (e. within arm‘s reach).

Skoðun
Fréttamynd

Lýðheilsuhugsjónin

Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Þörf á fleiri lög­reglu­mönnum á djammið í Reykja­vík

Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum.

Innlent