Lífið

Fréttamynd

„Það eru for­réttindi að eiga systur með Downs“

Í Kópavoginum búa tvær systur, þær Dagný Björt og Bylgja Björt. Þær hafa slegið í gegn á TikTok að undanförnu í myndskeiðum þar sem þær bregða á leik og grínast og gantast saman. En það sem sker þær systur úr fjölda þeirra sem birta efni inni á miðlinum er að Bylgja er með Downs-heilkenni.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þetta gúggluðu Ís­lendingar á árinu

Gera má ráð fyrir að leitarhegðun Íslendinga á Google-leitarvélinni sé ákveðin endurspeglun á því hvað gerðist á árinu en á topp tíu listanum yfir vinsælustu leitirnar má finna bandarískan áhrifavald, fyrrverandi forseta, raðmorðingja og Afríkuríki. Tæknirisinn Google tók saman það sem Íslendingar leituðu helst að í leitarvélinni á árinu.

Lífið
Fréttamynd

Húsið fal­lega í Eyjum komið langt á veg

Í síðasta þætti af Gulla Byggi fengu áhorfendur að fylgjast með framkvæmdum í Vestmannaeyjum. Um er að ræða einbýlishús hátt uppi á Heimaey með óborganlegu útsýni. Húsið ber nafnið Suðurgarður en hjónin Guðrún Möller og Ólafur Árnason standa í framkvæmdunum og keyptu þau eignina af móður Ólafs.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­vegari Euro­vision skilar bikarnum

Sigurvegari Eurovision 2024, söngvarinn Nemo frá Sviss, hefur ákveðið að skila bikarnum. Þetta tilkynnir hán í færslu á Instagram og segir ástæðuna vera áframhaldandi þátttöku Ísrael í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjóri Euro­vision bregst við á­kvörðun Ís­lands

Framkvæmdastjóri Eurovision segist virða ákvörðun Íslands og hinna ríkjanna fjögurra sem hafa ákveðið að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári. Í bréfi til aðdáenda beinir hann orðum sínum meðal annars sérstaklega til íslenskra aðdáenda. Þá heitir hann því persónulega að tryggt verði að allar þátttökuþjóðir fylgi reglum keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Spíg­sporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins

Sigurvegari Nikon Comedy Wildlife Photography Awards 2025 hefur verið valinn. Þetta árið var það Mark Meth-Cohn sem bar sigur úr býtum með myndinni „High Five“ sem sýnir unga górillu spígspora um frumskóginn, að virðist, í mjög góðu skapi.

Lífið
Fréttamynd

Tóku á­skoruninni og Joey Christ sver af sér svið­setningu

Rapparinn Jóhann Kristófer betur þekktur sem Joey Christ segir það algjörlega af og frá að erjur hans við tónlistar- og fótboltamanninn Eyþór Wöhler og „hinn gaurinn“ séu sviðsettar. Hann á von á því að þurfa ekki að hætta í tónlist vegna málsins en HúbbaBúbba virðist hafa samþykkt áskorun hans. Rapparinn ræddi málið frá A til Ö í Brennslunni á FM957 í morgun en erjurnar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Opnar sig loksins um sam­bandið um­talaða

Hollywood-bomban Pamela Anderson hefur loksins opnað sig um samband hennar og leikarans Liams Neesson sem var umtalað í sumar eftir frumsýningu The Naked Gun. Sambandið hafi verið raunverulegt og enst í stuttan tíma eftir að tökum á myndinni lauk.

Lífið
Fréttamynd

Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í mið­borginni

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti í gær viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingar verslana í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að markmiðið sé að hvetja rekstraraðila til að skreyta glugga sína og verslanir á aðventunni og verðlauna þá sem skapa hlýlega, bjarta og hátíðlega stemningu í borginni.

Lífið
Fréttamynd

Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu

Ástin blómstraði sem aldrei fyrr í Hollywood á árinu sem er senn að líða og brjálæðislega kostnaðarsöm brúðkaup vöktu athygli á heimsvísu í bland við einlægri athafnir. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég nenni ekki að hlusta á 7. októ­ber rökstuðninginn enn og aftur“

Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. 

Lífið