Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóð­há­tíð

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið
Fréttamynd

Segja Freddie Mercury eiga laun­dóttur

Freddie Mercury átti dóttur í leyni með eiginkonu náins vinar síns fyrir tæplega fimmtíu árum síðan. Þetta er fullyrt í nýrri ævisögu um breska söngvarann sem nýverið leit dagsins ljós.

Lífið
Fréttamynd

Gellur fjöl­menntu í sumarpartý Ingu Lindar

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, bauð fríðum hópi kvenna í litríkt og líflegt sumarboð á Tapasbarnum í blíðviðrinu á dögunum. Gestir voru hvattir til að mæta með stóra eyrnalokka, sem settu skemmtilegan svip á viðburðinn og vöktu mikla kátínu.

Lífið
Fréttamynd

Nadía og Arnar selja fal­legt hús í Hafnar­firði

Knattspyrnukonan Nadía Atladóttir og kærastinn hennar, Arnar Freyr Ársælsson  markaðsstjóri Core, hafa sett parhús sitt við Þrastarás í Hafnarfirði á sölu. Húsið var byggt árið 2003 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Ásett verð er 145,9 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“

Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Á spítala eftir sam­farir við 583 menn

Ástralska OnlyFans-stjarnan Annie Knight var lögð inn á sjúkrahús fyrr í vikunni eftir að hafa tekið þátt í kynlífstilraun þar sem hún stundaði samfarir með 583 karlmönnum á aðeins sex klukkustundum. Knight greindi frá líðan sinni á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Hjálmar með upp­lyftandi morgunkveðju

Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur.

Lífið
Fréttamynd

Kim „loksins“ út­skrifuð

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­vegarinn vill banna Ísrael

Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 

Lífið
Fréttamynd

Rúrik fellur í skuggann á kyn­þokka­fullum Jóni

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sýnir aðdáendum sínum nýja og kynþokkafulla hlið þar sem hann situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Á myndunum má sjá hann alvarlegan á svip, ýmist beran að ofan, sem er nokkuð ólíkt þeirri brosmildu týpu sem flestir þekkja.

Lífið
Fréttamynd

Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu

Það var líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur þegar markaðstorgið Dunda fór í loftið. Um áttatíu manns komu saman og fögnuðu þessu á barnum Nínu og sólin var heiðursgestur partýsins. 

Lífið
Fréttamynd

Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóð­leik­húsinu

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Eggert Gunn­þór og Elsa selja einbýlið

Knattspyrnukappinn Eggert Gunnþór Jónsson og eiginkona hans Elsa Harðardóttir, rekstrarstjóri Eventum, hafa sett einbýlishús sitt við Sævang í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 169,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eitt fal­legasta hús Reykja­víkur komið á sölu

Við Öldugötu stendur eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Húsið er tæplega 230 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og var reist árið 1928. Þrátt fyrir umfangsmikla endurnýjun á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að varðveita hinn sterka karakter og heillandi arkitektúr sem einkennir húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið