Lífið

Fréttamynd

Vann Eddu og aug­lýsti eftir kærasta

Ásta Hafþórsdóttir, leikgervahönnuður, nýtti sér gullið tækifæri þegar hún vann til verðlauna á Edduverðlaununum í kvöld til að auglýsa eftir kærasta. Ásta vann í flokknum gervi ársins, fyrir vinnu sína við framleiðslu Snertingar.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vorboðar láta sjá sig

Vorið er mætt í Húsdýragarðinn og fyrsti kiðlingur ársins leit þar dagsins ljós í morgun þegar huðnan Kolbrá bar myndarlegum hafri. 

Lífið
Fréttamynd

„Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“

„Við erum að búa til einstaklinga sem eru að fara öðlast ökuréttindi og búa þá undir umferðina svo þeir séu sem öruggastir fyrir okkur öll og þá sjálfa,“ segir Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Klara og fé­lagar í upp­reisn gegn „femínistaþreytunni“

„Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin.

Lífið
Fréttamynd

Gossip girl stjarna orðinn faðir

Breski leik­ar­inn Ed Westwick og eiginkona hans, leikkonan Amy Jackson eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Fyrir á Jackson einn dreng. Hjónin tilkynntu gleðifréttirnar á samfélagsmiðlum í gær.

Lífið
Fréttamynd

„Veru­legar fjár­hæðir“ fyrir snemm­búinn helgan stein

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segist reikna með því að ætli einstaklingar sér að setjast snemma í helgan stein sé raunhæft að gera ráð fyrir því að til þess þurfi að eiga nokkur hundruð milljónir króna. Hann segir umræðuna ekki nýja af nálinni og segist reglulega hitta agað ungt fólk sem hafi efni á að kaupa sér íbúð.

Lífið
Fréttamynd

Tipsý bar valinn besti barinn í Reykja­vík

Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Fag­aðilar gefa ó­um­beðin ráð um út­lits­breytingar: „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum.

Lífið
Fréttamynd

Segist vera orðinn of gamall

Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn.

Lífið
Fréttamynd

„Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“

„Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau,“ segir Helena Hafþórsdóttir O’Connor, spurð um hvaða samfélagslega málefni hún brennur fyrir.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er auð­vitað ekkert eðli­lega stolt“

„Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ segir sálfræðingurinn Fransiska Björk sem er kona MMA kappans Gunnars Nelson. Fransiska er nýkomin heim frá London með sínum heittelskaða eftir vægast sagt viðburðaríka helgi þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenska ullin grunnurinn í hönnuninni

Magnea Einarsdóttir hefur síðustu tólf árin hannað og framleitt vörur úr íslenskri ull. Hún hefur í tvígang sett í sölu kápulínur sem eru framleiddar úr íslenskri ull á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að það skipti miklu máli að hægt sé að tryggja rekjanleika varanna. Á sama tíma segir hún það ekki skilgreina íslenska hönnun að hún sé framleidd hér.

Lífið
Fréttamynd

Heims­frægir dansarar kenndu nem­endum Brynju Péturs

Brynja Pétursdóttir einn frægasti danskennari landsins segir sitt fólk hafa fagnað vel og innilega þegar hún tilkynnti þeim að von væru á einum frægustu dönsurum í heimi í Hiphop senunni, hollensku systrunum Norah, Yarah og Rosa til Íslands. Þær héldu þriggja daga námskeið hjá Dans Brynju Péturs fyrr í mánuðinum.

Lífið
Fréttamynd

Hraðfréttaprins fæddur og nefndur

Hjónin Fannar Sveinsson, leikstjóri og sjónvarpsmaður, og eiginkona hans Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur eru orðin þriggja barna foreldrar. Gleðitíðindunum deilir Fannar á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Níu­tíu prósent Ís­lendinga geti sest í helgan stein fyrir þrí­tugt

Hin 24 ára gamla Íris Líf Stefánsdóttir ætlar að setjast í helgan stein fyrir þrítugt. Hún fór yfir það hvernig hún ætlar að fara að því í Íslandi í dag en Íris hefur slegið í gegn á TikTok þar sem hún veitir ýmiskonar fjármálaráð. Hún segir langflesta Íslendinga geta fetað í hennar fótspor og fer yfir það hvað hún gerir og hvað er á bannlista.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar

Afmælisfögnuðir, árshátíðir og bjartir vetrardagar einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við Icelandair, Festi og BioEffect héldu stórar árshátíðir. 

Lífið
Fréttamynd

Dreymir um að verða rit­höfundur

„Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið