„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 17:16 Guðrún segist fagna því að gagnrýnendur frumvarpsdraganna vilji sjá meira frelsi heldur en minna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún. Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Í síðustu viku birti dómsmálaráðherra drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum, sem heimila innlenda netverslun með áfengi. Lagt er til í drögunum að netsalan verði leyfisskyld og hinum ýmsu skilyrðum háð. Til að mynda verði hvorki heimilt að afhenda áfengi á sunnudögum né seint á kvöldin. Þessar hömlur hafa mætt gagnrýni, meðal annars frá rekstraraðila slíkrar netverslunar. Ráðherra leggur áherslu á að um sé að ræða drög sem liggi nú í samráðsgátt. „Þetta er það ferli sem við vinnum eftir. Ég legg þau til samráðs og það getur hver sem er sent inn umsögn eða gert athugasemdir við frumvarpið. Þannig að þetta er ekki endanlegt frumvarp,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Sambærilegt áfengislögum Drögin séu í samræmi við önnur frumvörp sem fyrirennarar hennar í embætti hafi lagt fram. „Það má segja að þau skilyrði sem þarna koma fram í drögunum eru sambærileg skilyrðum sem finna má í núgildandi áfengislögum og gilda um áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Guðrún fagnar því að gagnrýni á frumvarpið sé á þann veg að færa þurfi frumvarpið í meiri frelsisátt. „Það er bara góð og réttmæt gagnrýni sem ég get að einhverju leyti tekið undir.“ Kemur ekki á óvart Guðrún segir að hún muni taka tillit til athugasemda og umsagna áður en málið verði lagt fyrir ríkisstjórn og síðan þingið, sem eigi lokaorðið. Kemur þessi gagnrýni þér á óvart, sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem talað hefur fyrir auknu frelsi í þessum málum? „Nei það kemur mér ekkert á óvart, og ég fagna því að umræðan í kringum þessi frumvarpsdrög hefur öll verið á þann veg að létta þurfi á skilyrðum og færa frumvarpið í frekari frelsisátt,“ segir Guðrún.
Netverslun með áfengi Alþingi Áfengi og tóbak Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum. 1. október 2024 13:13