Viðskipti

Fréttamynd

Dregur úr vöruskiptahalla

Vörur voru fluttar út fyrir 43,2 milljarða krónur á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs en inn fyrir 54,4 milljarða. Þetta merkir, að vöruskipti við útlönd voru neikvæð um 11,2 milljarða krónur. Til samanburðar voru viðskiptin neikvæð um 18,7 milljarða á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þar af dróst vöruskiptahallinn saman um 3,8 milljarða krónur í febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Félag Atorku Group með meirihluta í Romag

Renewable Energy Resources, félag í eigu Atorku Group, hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð enn á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 64 dala á tunnu dag. Verðið skaust til skamms tíma í 68 dali á tunnu og hefur verðmiðinn á svartagullinu ekki verið hærri síðan síðastliðið haust. Olíuverðið hefur hækkað jafnt og þétt eftir að Íranar handtóku 15 breska sjóliða innan írönsku landhelginnar á Persaflóa á föstudag fyrir viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tyrkir bjóða í BTC

Tyrkneska farsímafélagið Turkcell hefur lagt fram tilboð í kaup á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC. Hluturinn er í eigu Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Nokkrir af stærstu fjárfestingasjóðum í heimi eru sagðir hafa áhuga á kaupum á hlutnum. Gert er ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í BTC nemi um 99 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja og erlendra greinenda. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína síðast um fjórðung úr prósenti á aukavaxtaákvörðunardegi 21. desember síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Toyota nálgast toppsætið í bílaframleiðslu

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum. Toyota er næstumsvifamesti bílaframleiðandi í heimi og stefnir allt í að fyrirtækið taki toppsætið af bandaríska bílaframleiðandanum General Motors í nánustu framtíð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft að kaupa DoubleClick?

Orðrómur er uppi um að bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hyggist kaupa bandaríska netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Viðræður forsvarsmanna um málið standa nú yfir. Fréttastofa Reuters segir DoubleClick sömuleiðis ræða fyrir fleiri hugsanlega kaupendur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir hækkar verðmat á Actavis

Greiningardeild Glitnis telur kaup í Actavis góðan fjárfestingakost og mælir með kaupum á bréfum í félaginu í nýju verðmati á félaginu. Glitnir hefur hækkað verðmatsgengið á Actavis úr 68,1 krónu á hlut í 87,7 krónur og verðmatsgengið til næstu sex mánaða úr 72, krónum í 95 krónum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ABN Amro biðlar til hluthafa

Stjórnendur hollenska bankans ABN Amro mæla með því við hluthafa bankans að þeir felli hagræðingatillögur fjárfestingasjóðsins The Children's Investment Fund (TCI). Tillögur sjóðsins fela í sér sölu á bankanum í heild eða hlutum. ABN Amro á í samrunaviðræðum við breska bankann Barclays.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn hækkar hráolíuverðið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman bandaríkjadal á tunnu í dag vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana. Olíuverðið hefur verið á snarpri uppleið eftir að íranskir hermenn handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Munu þeir, að sögn íranskra yfirvalda, hafa verið innan íranskrar landhelgi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu úr 111,2 stigum í 107,2 stig í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er samdráttur á fasteignamarkaði og hækkun á heimsmarkaði á hráolíu. Í síðasta mánuði höfðu væntingar Bandaríkjamanna ekki mælst hærri í fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis kaupir Lyfjaþróun

Actavis hefur keypt íslenska fyrirtækið Lyfjaþróun hf., sem sérhæfir sig í þróun nefúðalyfja. Með kaupunum öðlast Actavis þekkingu á þróun á nýjum lyfjaformum sem félagið býr ekki yfir í dag. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kínverjar komnir á sportbílamarkaðinn

Kínverjar hafa sett á markað sportbíla undir merkjum MG. Þetta eru fyrstu kínversku sportbílarnir sem framleiddir eru en ríkisfyrirtækið Nanjing Automobile keypti framleiðsluna í heilu lagi frá breska fyrirtækinu Rover fyrir tveimur árum. Markaðshópur fyrirtækisins eru „nútímalegir herramenn,“ líkt og segir í auglýsingu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn samdráttur á fasteignamarkaði vestanhafs

Velta á fasteignamarkaði dróst saman um 3,9 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í febrúar. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem samdráttar gætir á fasteignamarkaði vestanhafs, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Þetta er engu að síður talsvert minni samdráttur en í janúar þegar veltan féll um 15,8 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð komið yfir 63 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu er komið í rúma 63 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað mikið síðan Íranar handtóku 15 breska sjóliða á Persaflóa á föstudag. Þá á aukin spenna vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda í Íran hlut að máli en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var því fylgjandi á laugardag að herða aðgerðir gegn Írönum. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bjartsýni hjá forráðamönnum fyrirtækja

Mikill meirihluti forráðamanna fyrirtækjanna, 80 prósent, telur aðstæður í efnahagslífinu fara batnandi. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður í efnahagslífinu betri hefur hækkað á síðustu mánuðum og er enn mjög hátt. Fyrirtæki í samgöngum, flutningum og þjónustu, bygginga starfsemi og veitum og í sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnust á ástandið í efnahagslífinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð ekki hærra á árinu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp eftir að Íranar tóku 15 breska sjóliða höndum á Persaflóa á föstudag. Verðið rauk upp í 62,65 bandaríkjadali á tunnu skömmu síðar en slík verðlagning á svartagullinu hefur ekki sést á mörkuðum á þessu ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn

Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atorka eykur við sig í Romag

Atorka Group hefur bætt við hlut sinn í Romag, leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Atorka á eftir kaupin 16 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Kaupverð viðbótarhlutarins er um 235 milljónir króna en heildar markaðverðmæti eignarhlutar Atorku nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin merki um samdrátt á fasteignamarkaði

Heildarútlán innlánastofnana til íbúðarkaupa námu 3,7 milljörðum króna í febrúar sem jafngildir 900 milljóna króna aukningu á milli mánaða. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljörðum króna á sama tíma en það er sömuleiðis aukning á milli mánaða.Greiningardeild Kaupþings segir engin merki um að draga sé úr umsvifum á fasteignamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Samherja

Útgerðafélagið Samherji skilaði hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Almenna verkfræðistofan semur við Skýrr

Almenna verkfræðistofan hefur samið við Skýrr um kaup og innleiðingu á fyrirtækjagáttinni Microsoft Office SharePoint Server 2007. Þetta er hugbúnaðarlausn sem gefur kost á miðlægu og gagnvirku samskipta- og vinnusvæði á Netinu fyrir aðgang, stjórnun og samnýtingu mikilvægra upplýsinga, skjala, forrita og fólks.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis enn í baráttunni um Merck

Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atorka eignast um 30% í Clyde Process Solutions

Atorka hefur eignast 29,81 prósents hlut í Clyde Process Solutions (CPS) í tengslum við útgáfu á nýju hlutafé hjá félaginu. CPS er skráð á AIM markaðnum í London. Heildarverð kaupanna nemur 9 milljónum punda, jafnvirði 1.180 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blackstone Group ætlar í hlutafjárútboð

Bandaríski fjárfestasjóðurinn Blackstone Group, sem er einn af stærstu sjóðum heims, ætlar að efna til almenns hlutafjárútboðs með hluta af bréfum í sjóðum og skrá félagið á markað. Markmiðið er að auka hlutafé um fjóra milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 266 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Baugur opnar verslunarmiðstöð í Stokkhólmi

Á morgun opnar fyrsti áfangi SOUK – nýrrar verslunarmiðstöðvar við Drottningagötu í Stokkhólmi í Svíþjóð. SOUK er í eigu Baugs Group. Haft er eftir Åke Hellqvist, forstjóra SOUK, að fyrirtækið líti á verslunarmiðstöðina sem stærstu og djörfustu tískufjárfestinguna í Stokkhólmi í langan tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube

Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöxtur smásöluverslunar yfir spám í Bretlandi

Smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bretlandi í febrúar. Hækkunin nemur 4,9 prósentum á ársgrundvelli, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta er nokkru meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Þá er þetta talsverður viðsnúningur frá lokum síðasta árs en í nóvember og desember dróst smásöluverslun saman á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fljótsdalshérað með 246 milljóna rekstrarafgang

Fljótsdalshérað var rekið með 246 milljóna króna rekstrarafgangi í fyrra samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta stofnanir sveitarfélagsins, að því er fram kemur í uppgjör héraðsins. Þetta er tæplega 202 milljónum meira en áætlanir sveitarfélagsins gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 22,4%

Vísitölu framleiðsluverðs mældist 22,4 prósent á ársgrundvelli í janúar. Verðvísitala afurða stóriðju hækkaði á sama tíma um 42,0 prósent, verðvísitala sjávarafurða hækkaði um 28,6 prósent og verðvísitala matvælaframleiðslu hækkaði um 7,1 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent