Viðskipti

Fréttamynd

Aukin verðbólga í OECD-ríkjunum

Verðbólga mældist 2,3 prósent að meðaltali á ársgrundvelli í innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í desember í fyrra. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun frá því í mánuðinum á undan. Næstmesta verðbólgan var líkt og fyrr hér á landi í desember en þá mældist hún 7,0 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Bakkavarar jókst um 111 prósent

Bakkavör Group skilaði 9,5 milljarða króna hagnaði í fyrra. Þetta er 111 prósenta aukning á milli ára. Þá nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2006 4,6 milljörðum króna. Þetta er 191 prósenta aukning frá árinu á undan. Afkoman er lítillega yfir spám greiningardeilda viðskiptabankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir nokkrar hækkanir í gær og fór niður í rúma 56 bandaríkjadali á tunnu. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu um olíubirgðir landsins í dag. Greinendur gera ráð fyrir að olíubirgðir hafi dregist saman á milli vikna vegna kulda í Norður-Ameríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vodafone yfir væntingum

Viðskiptavinum breska fjarskiptarisans Vodafone fjölgaði um 8,7 milljónir um allan heim á síðasta ársfjórðungi liðins árs. Þetta er talsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningin skýrist að mestu um aukna hlutdeild fjarskiptafyrirtækisins, sem er eitt það stærsta í Evrópu, á nýmörkuðum á borð við Afríku, Austur-Evrópu og í Miðausturlöndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL Group fær að eiga virkan eignarhlut í Glitni

FL Group hefur frá og með deginum í dag fengið formlega heimild Fjármálaeftirlitsins til að eiga og fara með virkan eignarhlut í Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu FL Group til Kauphallarinnar í dag. FL Group á nú 30,4 prósenta hlut í Glitni og er stærsti hluthafi bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 hf. hækkar hlutafé

Stjórn 365 hf. ákvað á föstudag í síðustu viku að nýta hluta heimildar til hækkunar hlutafjár um rúma 82,1 milljón krónur. Hlutirnir verða afhentir Diskinum ehf. vegna leiðréttingarákvæðis í samningi Dagsbrúnar hf. (nú 365 hf.) við kaup á Senu ehf. í febrúar 2006.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan rýfur 7.000 stiga múrinn

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands rauf 7.000 stiga múrinn í dag og stóð hún í 7.031 stigi skömmu fyrir hádegi. Vísistalan fór í methæðir í síðustu viku þegar hún endaði í 6.930 stigum á mánudag fyrir viku, sem er hæsta lokagildi hennar frá upphafi. Eldra met, 6.925 stig, var sett þann 15. febrúar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivaxtahækkanir á enda?

Seðlabanki Íslands mun á fimmtudag í næstu viku ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi bankans. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir yfirgnæfandi líkur á því að bankinn ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Deildin spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum fram í maí en muni eftir það lækka vextina nokkuð hratt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deutsche Telekom segir hagnað undir spám

Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom segir hagnað fyrirtækisins geta orðið lægri á yfirstandandi rekstrarári en áður hafi verið áætlað vegna harðnandi samkeppni á þýska símamarkaðnum og óhagstæðs gengismunar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tvöfalt meira tap hjá Alitalia

Ítalska flugfélagið Alitalia greindi frá því um helgina að áætlað tap fyrirtæksins í fyrra næmi um 380 milljónum evra, jafnvirði rúmra 34 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tvöfalt meira tap en flugfélagið skilaði árið á undan. Tap flugfélagsins fram til nóvember í fyrra nemur 197 milljónum evra, tæpum 17,8 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Copeinca skráð á markað í kauphöllina í Ósló

Gengi hlutabréfa í perúska lýsis- og mjölframleiðandanum Copeinca hækkaði um tæp 14 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í Osló í Noregi í dag. Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, stóð að baki skráningunni sem er fyrsta skráning Glitnis í erlenda kauphöll.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis undirbýr næsta yfirtökuslag

Merck hefur lýst því yfir að samheitalyfjahluti þess sé til sölu. Söluverð hefur ekki verið gefið upp en í erlendum fjölmiðlum hefur upphæðin fjórir til fimm milljarðar evra verið nefnd. Það samsvarar 360 til 450 milljörðum króna. Til samanburðar greiddi bandaríski lyfjarisinn Barr um 2,5 milljarða dala fyrir króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, sem Actavis missti af í yfirtökubaráttu í fyrrahaust. Það nemur um 175 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýir menn í stjórn

Viðskiptaráð áfrýjunarréttar í Amsterdam í Hollandi hefur skipað þrjá nýja menn í stjórn Stork N.V. fyrirtækjasamstæðunnar í kjölfar deilna stjórnarinnar við stærstu hluthafa. Eftir breytinguna verða átta í stjórn í stað fimm og hafa nýju mennirnir úrslitavald í stefnumarkandi ákvörðunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sátt um launagreiðslur Wal-Mart

Sátt hefur náðst á milli bandarisku verslanakeðjunnar Wal-Mart og stjórnvalda vestanhafs að verslanakeðjan greiði tæplega 87.000 starfsmönnum fyrirtækisins samstals 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, afturvirk laun fyrir ógreidda yfirvinnu. Þetta var ákveðið eftir að villa fannst í skráningakerfi Wal-Mart. Svo virðist sem fyrirtækið hafi sömuleiðis greitt 215.000 starfsmönnum laun á sama tíma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tillaga um 40% arð í LÍ

Bankastjórn Landsbankans leggur til við aðalfund að yfir 28 þúsund hluthöfum bankans verði greiddur 40 prósenta arður fyrir síðasta ár. Þetta samsvarar alls 4,4 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

NYSE útilokar ekki yfirtöku á LSE

Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum, sem fram fer í Davos í Sviss.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Microsoft

Hagnaður bandaríska tölvurisans Microsoft á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins, sem lauk í desember, nam 2,63 milljörðum bandaríkjadala. Þetta jafngildir 184,36 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 28 prósenta samdráttur á milli ára. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum eru tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Landsbankans umfram væntingar

Hagnaður Landsbankans nam 40,2 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta fjórðungi liðins árs 14,1 milljarði króna. Þetta er rúmlega tvöfalt meira en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjur af erlendri starfsemi í fyrsta sinn meiri

Liðlega helmingur af tekjum Landsbanka Íslands á síðasta ári stöfuðu af umsvifum bankans í útlöndum en þetta er í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi eru meiri en af innlendri. Hagnaður bankans á síðasta ári var rúmir fjörtíu milljarðar króna eftir skatta en það er 61% aukning frá fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SAS býður farþegum aflátsbréf

Flugfélagið SAS mun frá og með haustinu bjóða þjónustu sem byggir á svipaðri hugmynd og aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Bréf kirkjunnar áttu að tryggja styttri dvalartíma í hreinsunareldinum. Bréf SAS eru hins vegar til þess gerð að hreinsa samvisku flugfarþega. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir engar áætlanir um að bjóða flugfarþegum upp á bréf sem þessi í bráð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eimskip hækkar afgreiðslugjald um 24 prósent

Gjaldskrá Eimskips fyrir flutninga innanlands hækkar um 4,5 prósent frá 1. febrúar næstkomandi. Landssamband kúabænda bendir á að afgreiðslugjald muni að sama skapi hækka úr 129 krónum í 160 krónur en það jafngildir 24 prósenta hækkun. Það er íþyngjandi þar sem gjaldið er hátt í hlutfalli af heildar flutningskostnaði smávöru, að sögn Landssambands kúabænda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ford skilaði mettapi í fyrra

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði tæplega 5,8 milljarða bandaríkjadala tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta svarar til tæplega 400 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tap fyrirtækisins á árinu í heild nemur 12,7 milljörðum dala, rúmlega 875 milljörðum íslenskra króna. Síðasta ár var það versta í 103 ára sögu bílaframleiðandans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Markmiðakvöld í febrúar

Guðjón Bergmann jógakennari ætlar að bjóða upp á Markmiðakvöld 1. febrúar næstkomandi. Á Markmiðakvöldum er einblínt á stefnumótun í ljósi hinna sjö mannlegu þarfa, með stuttum fyrirlestri um mikilvægi markmiða og drauma, þar sem meðal annars verður rætt um fyrirheit og hættur. Markmiðakvöld var haldið síðast undir lok desember í fyrra á Grand Hótel í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni væntingar í Þýskalandi

Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Nokia

Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Framleiðslan mest hér og verðlagið hátt

Verg landsframleiðsla á mann hér er mest, eða 29 prósent yfir meðaltali 25 ríkja Evrópusambandsins. Verðlag er sömuleiðis hlutfallslega hæst hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2004 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitölur náðu methæðum í dag

Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum.

Viðskipti erlent