Viðskipti Hiti enn í hagkerfinu á þessu ári Hagvöxturinn á þessu ári verður drifinn áfram af viðsnúningi í viðskiptum við útlönd vegna aukins útflutnings á áli. Þetta kom fram á morgunverðarfundi, sem greiningardeild Kaupþings efndi til í morgun um stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum á þessu ári. Kaupþing segir þjóðarútgjöld minnka minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna lækkana á matvælaskatti og tekjuskatti einstaklinga á árinu. Viðskipti innlent 16.1.2007 10:43 Heildaraflinn minnkaði um 4,7 prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði nam 71.857 tonnum í desember í fyrra samanborið við 72.661 tonn árið á undan. Heildaraflinn á árinu í heild nam 1.323.000 tonnum, sem er tæplega 346.000 tonnum minna en árið á undan. Heildaraflinn á árinu, metinn á föstu verðlagi, dróst saman um 4,7 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 16.1.2007 09:31 Kaupþing með uppfærða afkomuspá Alfesca Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfærða afkomuspá sína fyrir matvælaframleiðandann Alfesca. Spáin er gerð í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár í lok nóvember. Deildin ítrekar fyrra verðmat sitt og mælir með því að fjárfestar minnki við sig í félaginu. Viðskipti innlent 15.1.2007 16:54 Actavis semur við félag í eigu Róberts Wessman Actavis gerði í dag samning við félagið Aceway Ltd., sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfa Aceway, sem félag hans keypti á genginu 54 í byrjun árs. Samningurinn við Aceway er skilyrtur að því leyti að Actavis greiði bréfin á genginu 74,824 á hlut auk fjármagnskostnaðar verði Róbert í starfi hjá félaginu 1. ágúst á næsta ári. Viðskipti innlent 15.1.2007 13:00 LÍ spáir töluverðum hækkunum á hlutabréfum Greiningardeild Landsbankans telur að innistæða sé fyrir töluverðri hækkun á hlutabréfum á þessu ári og spáir 20-25 prósenta hækkun markaðarins á árinu. Þetta mat er meðal annars byggt á hagstæðum verðkennitölum félaga sem styði þá skoðun að markaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í alþjóðlegum samanburði. Viðskipti innlent 15.1.2007 11:26 Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða Atvinnuleysi í desember hækkaði lítillega frá fyrri mánuði eða úr 1,1 prósent í 1,2 prósent, samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Í desember voru að meðaltali 1.879 manns á atvinnuleysisskrá sem er fjölgun um 130 manns á milli mánaða. 17.000 erlendir starfsmenn unnu hér á landi í fyrra en reiknað er með að stór hluti þeirra fari aftur til síns heima að stóriðjuframkvæmdum loknum. Viðskipti innlent 12.1.2007 17:20 40 milljarða króna jöklabréf gefin út í dag Hollenski bankinn Rabobank hefur gefið út svokölluð jöklabréf fyrir sem nemur 40 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er sú mesta frá upphafi, en þær hafa að jafnaði verið í kring um þrjá milljarða króna. Viðskipti innlent 12.1.2007 16:08 EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. Viðskipti erlent 12.1.2007 15:14 Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. Viðskipti erlent 12.1.2007 11:36 Íslendingar flytja mikið út til Sádi-Arabíu Vöruútflutningur frá Íslandi til Sádi-Arabíu var þrisvar sinnum meiri en frá Sádi-Arabíu til Íslands árið 2005. Stjórnarformaður verslunarráðs Sádi-Arabíu segir löndin tvö hafa myndað með sér traust viðskiptasamband, að sögn fréttastofunnar Arab News. Viðskipti innlent 12.1.2007 10:20 Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. Viðskipti erlent 12.1.2007 09:39 Verðbólgan mælist 6,9 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. Greiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent. Viðskipti innlent 11.1.2007 22:11 Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:52 Landsbankinn spáir 0,2 prósenta lægri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent á milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent í þessum mánuði. Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna í fyrramálið. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:45 Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. Viðskipti erlent 11.1.2007 16:25 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri Viðskipti erlent 11.1.2007 13:40 Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. Viðskipti erlent 11.1.2007 12:34 Fox-Pitt með nýtt verðmat á Kaupþingi Bandaríska fjármálafyrirtækið Fox-Pitt Kelton gaf í gær út greiningu og nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn metur Kaupþing á 970 krónur á hlut sem er nokkuð undir mati bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi, sem mat hann fyrr í mánuðinum á 1000 krónur á hlut. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:21 Eimskip kaupir Daalimpex Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Daalimpex beheer B.V. í Hollandi, einu stærsta frystigeymslufyrirtæki í Hollandi. Eimskip átti fyrir 40 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé Eimskips. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:04 OR með bestu lánshæfiseinkunnina Orkuveita Reykjavíkur (OR) fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s. Í matinu segir að lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fyrirtækisins en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Framtíðarhorfur OR eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 11.1.2007 11:43 Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. Viðskipti erlent 11.1.2007 10:02 Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum. Viðskipti erlent 11.1.2007 09:43 Krónan veiktist um tæp 2 prósent Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma. Viðskipti innlent 10.1.2007 16:48 Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005 Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005. Viðskipti erlent 10.1.2007 14:37 Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2007 11:39 Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Baugur, sem er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, hefur verið orðaður við frekari kaup í verslanakeðjunni, að sögn BBC. Viðskipti erlent 10.1.2007 10:04 NYSE kaupir í indversku kauphöllinni Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé. Viðskipti erlent 10.1.2007 09:10 2,1 prósenta verðbólga innan OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Á sama tíma fyrir ári var verðbólgan 1,7 prósent. Verðbólgan var líkt og fyrr næstmest hér á landi. Viðskipti innlent 9.1.2007 15:33 Eigið fé bankanna aldrei hærra en nú Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða krónur í desember og var 188,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það jafngildir tæplega 23 prósentum af eigin fé bankanna og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Greiningardeild Glitnis segir vöxt viðskiptabankanna verða fyrst og fremst utan landsteina og því vegi krónan æ minna í efnahagi og rekstri þeirra. Viðskipti innlent 9.1.2007 12:03 Glitnir segir líkur á lægra bensínverði Verð á Brentolíu fór í 55 dali á tunnu við opnun markaða í morgun. Olíuverð lækkað nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs og er komið talsvert frá þeim methæðum sem það fór í um mitt sumar í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni. Viðskipti innlent 9.1.2007 12:03 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 223 ›
Hiti enn í hagkerfinu á þessu ári Hagvöxturinn á þessu ári verður drifinn áfram af viðsnúningi í viðskiptum við útlönd vegna aukins útflutnings á áli. Þetta kom fram á morgunverðarfundi, sem greiningardeild Kaupþings efndi til í morgun um stöðu krónunnar og horfur í efnahagsmálum á þessu ári. Kaupþing segir þjóðarútgjöld minnka minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir vegna lækkana á matvælaskatti og tekjuskatti einstaklinga á árinu. Viðskipti innlent 16.1.2007 10:43
Heildaraflinn minnkaði um 4,7 prósent milli ára Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði nam 71.857 tonnum í desember í fyrra samanborið við 72.661 tonn árið á undan. Heildaraflinn á árinu í heild nam 1.323.000 tonnum, sem er tæplega 346.000 tonnum minna en árið á undan. Heildaraflinn á árinu, metinn á föstu verðlagi, dróst saman um 4,7 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 16.1.2007 09:31
Kaupþing með uppfærða afkomuspá Alfesca Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfærða afkomuspá sína fyrir matvælaframleiðandann Alfesca. Spáin er gerð í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár í lok nóvember. Deildin ítrekar fyrra verðmat sitt og mælir með því að fjárfestar minnki við sig í félaginu. Viðskipti innlent 15.1.2007 16:54
Actavis semur við félag í eigu Róberts Wessman Actavis gerði í dag samning við félagið Aceway Ltd., sem er í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, um sölurétt hlutabréfa Aceway, sem félag hans keypti á genginu 54 í byrjun árs. Samningurinn við Aceway er skilyrtur að því leyti að Actavis greiði bréfin á genginu 74,824 á hlut auk fjármagnskostnaðar verði Róbert í starfi hjá félaginu 1. ágúst á næsta ári. Viðskipti innlent 15.1.2007 13:00
LÍ spáir töluverðum hækkunum á hlutabréfum Greiningardeild Landsbankans telur að innistæða sé fyrir töluverðri hækkun á hlutabréfum á þessu ári og spáir 20-25 prósenta hækkun markaðarins á árinu. Þetta mat er meðal annars byggt á hagstæðum verðkennitölum félaga sem styði þá skoðun að markaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í alþjóðlegum samanburði. Viðskipti innlent 15.1.2007 11:26
Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða Atvinnuleysi í desember hækkaði lítillega frá fyrri mánuði eða úr 1,1 prósent í 1,2 prósent, samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Í desember voru að meðaltali 1.879 manns á atvinnuleysisskrá sem er fjölgun um 130 manns á milli mánaða. 17.000 erlendir starfsmenn unnu hér á landi í fyrra en reiknað er með að stór hluti þeirra fari aftur til síns heima að stóriðjuframkvæmdum loknum. Viðskipti innlent 12.1.2007 17:20
40 milljarða króna jöklabréf gefin út í dag Hollenski bankinn Rabobank hefur gefið út svokölluð jöklabréf fyrir sem nemur 40 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er sú mesta frá upphafi, en þær hafa að jafnaði verið í kring um þrjá milljarða króna. Viðskipti innlent 12.1.2007 16:08
EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. Viðskipti erlent 12.1.2007 15:14
Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. Viðskipti erlent 12.1.2007 11:36
Íslendingar flytja mikið út til Sádi-Arabíu Vöruútflutningur frá Íslandi til Sádi-Arabíu var þrisvar sinnum meiri en frá Sádi-Arabíu til Íslands árið 2005. Stjórnarformaður verslunarráðs Sádi-Arabíu segir löndin tvö hafa myndað með sér traust viðskiptasamband, að sögn fréttastofunnar Arab News. Viðskipti innlent 12.1.2007 10:20
Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. Viðskipti erlent 12.1.2007 09:39
Verðbólgan mælist 6,9 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði. Greiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent. Viðskipti innlent 11.1.2007 22:11
Kaupþing með nýtt verðmat á Össuri Greiningardeild Kaupþings hefur gefið út uppfært verðmat á stoðtækjafyrirtækinu Össuri samhliða birtingu afkomuspár fyrir fjórða ársfjórðung. Deildin spáir því að Össur muni skila þriggja milljóna dala eða 217,6 milljóna króna tapi á fjórða ársfjórðungi með fyrirvörum. Bankinn mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í stoðtækjafyrirtækinu. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:52
Landsbankinn spáir 0,2 prósenta lægri verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent á milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent í þessum mánuði. Hagstofan birtir niðurstöður verðmælinga sinna í fyrramálið. Viðskipti innlent 11.1.2007 16:45
Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. Viðskipti erlent 11.1.2007 16:25
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri Viðskipti erlent 11.1.2007 13:40
Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. Viðskipti erlent 11.1.2007 12:34
Fox-Pitt með nýtt verðmat á Kaupþingi Bandaríska fjármálafyrirtækið Fox-Pitt Kelton gaf í gær út greiningu og nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn metur Kaupþing á 970 krónur á hlut sem er nokkuð undir mati bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi, sem mat hann fyrr í mánuðinum á 1000 krónur á hlut. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:21
Eimskip kaupir Daalimpex Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Daalimpex beheer B.V. í Hollandi, einu stærsta frystigeymslufyrirtæki í Hollandi. Eimskip átti fyrir 40 prósenta hlut í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp en kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé Eimskips. Viðskipti innlent 11.1.2007 12:04
OR með bestu lánshæfiseinkunnina Orkuveita Reykjavíkur (OR) fékk í dag lánshæfiseinkunnina Aa2 hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s. Í matinu segir að lítil eða óveruleg áhætta sé í rekstri fyrirtækisins en bent er á að vægi tekna þess af samkeppnisrekstri muni fara vaxandi. Framtíðarhorfur OR eru stöðugar, að mati Moody's. Viðskipti innlent 11.1.2007 11:43
Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. Viðskipti erlent 11.1.2007 10:02
Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum. Viðskipti erlent 11.1.2007 09:43
Krónan veiktist um tæp 2 prósent Hollenski bankinn ABN Amro gaf í dag út þriggja milljarða króna krónubréf til eins árs. Þrátt fyrir það veiktist krónan um tæp 2 prósent en heildarveiking hennar síðustu fimm viðskiptadaga nemur 3,2 prósentum. Greiningardeild Kaupþings telur líkur á að evruumræðan eigi hlut að máli en leggur áherslu á að aðrar hávaxtamyntir hafi sömuleiðis veikst á sama tíma. Viðskipti innlent 10.1.2007 16:48
Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005 Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005. Viðskipti erlent 10.1.2007 14:37
Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent. Viðskipti erlent 10.1.2007 11:39
Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Baugur, sem er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, hefur verið orðaður við frekari kaup í verslanakeðjunni, að sögn BBC. Viðskipti erlent 10.1.2007 10:04
NYSE kaupir í indversku kauphöllinni Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé. Viðskipti erlent 10.1.2007 09:10
2,1 prósenta verðbólga innan OECD Verðbólga mældist 2,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í nóvember á síðasta ári. Á sama tíma fyrir ári var verðbólgan 1,7 prósent. Verðbólgan var líkt og fyrr næstmest hér á landi. Viðskipti innlent 9.1.2007 15:33
Eigið fé bankanna aldrei hærra en nú Nettóstaða viðskiptabankanna í erlendum gjaldeyri jókst um rúmlega 80 milljarða krónur í desember og var 188,5 milljarðar króna í lok síðasta árs. Það jafngildir tæplega 23 prósentum af eigin fé bankanna og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Greiningardeild Glitnis segir vöxt viðskiptabankanna verða fyrst og fremst utan landsteina og því vegi krónan æ minna í efnahagi og rekstri þeirra. Viðskipti innlent 9.1.2007 12:03
Glitnir segir líkur á lægra bensínverði Verð á Brentolíu fór í 55 dali á tunnu við opnun markaða í morgun. Olíuverð lækkað nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs og er komið talsvert frá þeim methæðum sem það fór í um mitt sumar í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni. Viðskipti innlent 9.1.2007 12:03