Viðskipti

Fréttamynd

Bréf China Life hækkuðu um rúm 100 prósent

Gengi hlutabréfa í kínverska tryggingafélaginu China Life hækkaði um 106,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í dag. Þetta var fyrsti viðskiptadagurinn með bréf í félaginu í kauphöllinni sem við lokun markaða telst til annars stærsta tryggingafélags í heimi að markaðsvirði. Lokagengi bréfanna er langt yfir væntingum en greinendur bjuggust í besta falli við 60 prósenta hækkun á gengi bréfanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára

Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Hagnaður markaðarins á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 53 prósent. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá mikilli hækkun á gengi tryggingafélags

Greinendur búast við að gengi bréfa í kínverska líftryggingafélaginu China Life hækki um heil 60 prósent þegar það verður skráð í kauphöllina í Sjanghæ á morgun. Reiknað er með miklum sveiflum á gengi bréfa í tryggingafélaginu á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þúsund færri fólksbílar fluttir til landsins

Bílainnflutningur dróst lítillega saman á síðasta ári miðað við 2005. 17.000 fólksbílar voru fluttir inn á árinu miðað við 18.000 bíla árið áður. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum er veiking á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, að sögn greiningardeildar Kaupþings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óhagstæður vöruskiptahalli veikir krónuna

Nafngengi krónunnar hefur lækkað um 7 prósent frá miðjum október á síðasta ári. Fram að þeim tíma hafði krónan styrkst töluvert og leit út fyrir að fyrri veiking myndi ganga til baka að mestu. Greiningardeild Landsbankans segir það skipta máli að snúa óhagstæðum vöruskiptahalla við eigi að koma í veg fyrir frekari veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Elin Gabriel lætur af störfum hjá Actavis

Elin Gabriel, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Actavis í Vestur Evrópu, mun láta af störfum hjá félaginu í þessum mánuði en Aidan Kavanagh, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar í Mið-, Austur-Evrópu og í Asíu mun taka yfir ábyrgðarsviði hennar ásamt Ferghal Murphy yfirmanni innkaupasviðs Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð enn undir 58 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag í kjölfar verra veðurfars í Bandaríkjunum og aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu þar í landi. Þá eiga Rússar hlut að máli en þeir skrúfuðu fyrir olíuleiðslur til Hvíta-Rússlands í dag með þeim afleiðingum að olía barst ekki til Póllands og Þýskalands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Goldman Sachs lækkar mat á Wal-Mart

Gengi hlutabréfa í bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, lækkaði um rúmt prósent á markaði vestanhafs í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs lækkaði mat sitt á verslanakeðjunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Farþegum fjölgaði hjá EasyJet

Farþegum sem flugu á vegum breska lággjaldaflugfélagsins EasyJet fjölgaði um 11,2 prósent í desember í fyrra samanborið við sama tíma fyrir ári. Þetta jafngildir því að 33,7 milljónir farþega hafi flogið með vélum EasyJet í mánuðinum. Tekjur félagsins hækkuðu sömuleiðis um 20,7 prósent í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Morgan Stanley gefur út verðmat á Kaupþingi

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur gefið út nýtt verðmat á Kaupþingi. Bankinn segir markgengi á bréfum bankans vera rúmar 956 krónur á hlut. Það er 44 krónum lægra en mat bandaríska bankans Citigroup á Kaupþingi í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nasdaq þrýstir á hluthafa LSE

Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Von á fleiri uppsögnum hjá GM

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, hefur greint frá því að svo geti farið að fyrirtækið segi upp fleiri starfsmönnum á nýju ári. Fyrirtækið sagði upp 34.000 manns í fyrra ákvað að loka 12 verksmiðjum til að draga úr hallarekstri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

OECD þrýstir á evrulöndin

Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur hvatt stjórnvöld til að draga úr fjárlagahalla landanna og auka samkepnnishæfni innan þeirra. OECD segir stjórnvöld í Þýskalandi eina landið á evrusvæðinu sem hafi gripið til aðgerða. Stjórnvöld í Slóveníu eru undanskilin gagnrýni OECD en landið tók upp evrur um áramótin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Boeing tekur fram úr Airbus

Stjórn bandarísku flugvélasmiðjanna Boeing greindi frá því í gær að fyrirtækið hefði selt 1.044 farþegaflugvélar á síðasta ári. Þetta er 42 vélum meira en á síðasta ári og annað árið í röð sem fyrirtækið skilar metsölu. Allt stefnir í að Boeing taki fljótlega fram úr evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus sem söluhæsti flugvélaframleiðandi heims.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr sæstrengur er þjóðhagslega hagkvæmur

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið vinna skýrslu um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum. Í skýrslunni, sem unnin var í desember, kemur fram að þjóðhagslega hagkvæmt er að ráðast í lagningu nýs sæstrengs, FARICE-2, fyrr en síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að toppa Jones

Hið árlega ármótapartí Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kaupþings í London, verður haldið með pompi og prakt nú um helgina. Þessar veislur eru fyrir löngu orðnar stórviðburður í viðskiptaheiminum. Á árum áður brá Ármann sér á svið og söng Delilu Toms Jones, en í fyrra mætti Tom Jones sjálfur og skemmti gestum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt lággjaldaflugfélag í Asíu

Auðkýfingurinn Tony Fernandes, forstjóri Air Asia, greindi frá því í dag að lággjaldaflugfélögin Air Asia og Fly Asian Express ætla að stofna nýtt lággjaldaflugfélag, Air Asia X, sem mun sinna millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. Air Asia hefur sömuleiðis tilkynnt að það hafi pantað 100 A320 farþegaþotur frá Airbus og geti svo farið að félagið kaupi jafn margar til viðbótar til að anna eftirspurn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slúður og vangaveltur

Menn eru farnir að velta því fyrir sér hver næstu skref Baugs verði í Bretlandi og spá margir í framvinduna í hinni munaðarlausu verslanakeðju Woolworths. Þar heldur Baugur utan um þrettán prósenta hlut með beinum og óbeinum hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1,9 prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,9 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu í desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustiga hækkun á milli mánaða en í takt við væntingar markaðsaðila.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samvinna við Easyjet og Virgin ekki í bígerð

Talsmenn bresku flugfélaganna Easyjet og Virgin neita báðir að flugfélögin ætli að hefja samstarf við lággjaldaflugfélagið Air Asia í Malasíu. Orðrómur um hugsanlegt samstarf fór af stað í byrjun vikunnar þegar talsmaður Air Asia sagði von á stórri tilkynningu frá flugfélaginu í vikulokin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs jákvæð um 23 milljarða

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs jókst um 52 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs. Þetta er 30,1 milljarði hagstæðari niðurstaða en á sama tíma árið áður. Þetta merkir að greiðsluafkoma ríkissjóðs var jákvæð um rúma 23 milljarða krónur á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við 11,4 milljarða árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baráttan harðnar um Hutchison Essar

Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá bandarískum bílaframleiðendum

Sala á nýjum bílum dróst nokkuð saman á milli ára hjá bílaframleiðendunum General Motors (GM), Ford og DaimlerChrysler á síðasta ári. Samdrátturinn var mestur hjá GM eða 8,7 prósent. Á sama tíma jókst sala á nýjum bílum um 12 prósent hjá Toyota í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið á miklum hraðbyr og stefnir í að það taki fram úr GM á árinu sem stærsti bílaframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Kaupþings hækkar eftir nýtt verðmat

Bandaríski bankinn Citigroup gaf í dag út nýtt verðmat á Kaupþingi. CitiGroup metur bankann á 1.000 krónur á hlut. Gengi Kaupþings stóð 859 krónum á hlut við upphaf viðskipta í morgun. Það hækkaði um tæp 4 prósent í kjölfar verðmatsins og stóð gengið í 887 krónum á hlut rétt fyrir klukkan hálf 11.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð á hráolíu undir 59 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um 4 prósent á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór í rúma 58 dali á tunnu eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu aukist á milli vikna. Hráolíuverðið nú er 1 senti hærra en það var við árslok 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskipti óhagstæð um 13,5 milljarða í nóvember

Vöruskipti voru óhagstæð í nóvember um 13,5 milljarða krónur í nóvember í fyrra. Þetta er 300 milljónum krónum meira en á sama tíma árið 2005, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Hagstofu Íslands. Halli á vöruskiptum við útlönd nam 122,6 milljörðum króna á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs sem er 27,9 milljörðum krónum meira en árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist á ný

Krónan styrktist verulega á fyrsta viðskiptadegi ársins í gær og hækkaði um tæp tvö prósent. Fjármálasérfræðingar segja að það megi að mestu rekja til þess að hollenskur banki gaf út svonefnd krónubréf upp á þrjá milljarða króna. Þetta er einhver mesta sveifla á gengi krónunnar um langt skeið.

Innlent