Innlendar Breiðablik fór með sigur af hólmi Lið Breiðabliks vann lið Icelandair í úrslitum á Mastersmótinu í Egilshöll í dag, en mótið var kennt við markaskorarann Ian Rush, fyrrum leikmann Liverpool, en lið hans hafnaði í þriðja sæti á mótinu eftir sigur á Víkingi í leiknum um þriðja sætið. Sport 5.11.2005 18:05 Stórtap hjá Haukum í Danmörku Karlalið Hauka tapaði stórt fyrir danska liðinu Arhus GF í Meistaradeildinni í handbolta í dag 34-21, eftir að hafa verið undir 17-7 í hálfleik. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í síðasta leik sínum í riðlakeppninni ef þeir ætla sér að komast áfram í keppninni. Sport 5.11.2005 17:56 Njarðvík lagði ÍR Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig. Sport 4.11.2005 22:59 Fram lagði Selfoss Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27. Sport 4.11.2005 22:50 Kjartan segist ekkert hafa vitað Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segist ekkert hafa vitað af því að formaður KR-inga myndi hvetja sitt fólk til að greiða sér og Benedikt Geirssyni, starfsmanni ÍSÍ, atkvæði í prófkjörinu. Innlent 4.11.2005 16:14 Tap hjá Keflavík og Haukum Karlalið Keflavíkur tapaði fyrir finnska liðinu Lappeeranta í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld 92-75, en leikurinn fór fram í Keflavík. Á sama tíma töpuðu Haukastúlkur stórt á heimavelli fyrir Polisporto Ares frá Ítalíu 85-45 á Ásvöllum. Sport 3.11.2005 21:29 Keflavík og Haukar spila í kvöld Tveir leikir verða á dagskrá í Evrópukeppninni í körfuknattleik hér á landi í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur á móti finnska liðinu Lappeenranta í Keflavík og Haukastúlkur spila við Ribera frá Ítalíu á Ásvöllum. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Sport 3.11.2005 17:19 Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á topp DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir sigruðu ÍBV 38-34 í Laugardalshöll. ÍR bar sigurorð af Víkingi/Fjölni 31-28 á útivelli, FH vann Selfoss 36-29, Afturelding sigraði HK 27-24, Fylkir burstaði KA 33-25 og Fram og Stjarnan skildu jöfn í Garðabænum 26-26. Leik Þórs og Hauka er enn ólokið, en hann hófst ekki fyrr en klukkan 20. Sport 2.11.2005 21:12 Skrifar undir hjá Skaganum á morgun Knattspyrnumaðurinn Þórður Guðjónsson er á leið heim til Íslands og mun skrifa undir þriggja ára samning við sitt gamla félag ÍA á morgun. Þetta staðfesti Þórður sjálfur nú rétt áðan. Ljóst er að koma Þórðar verður Skagaliðinu mikill liðsstyrkur fyrir átökin næsta sumar, en hann hafnaði tilboði FHinga um að leika með liðinu og ákvað að fara á heimaslóðirnar. Sport 2.11.2005 18:01 Valur fær liðsstyrk Valsmönnum gengu í dag frá samningi við tvo nýja leikmenn sem spila munu fyrir liðið á næsta ári. Þetta eru fyrrum Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason og Pálmi Rafn Pálmason frá KA. Þá hefur knattspyrnudeild Víkings ákveðið að draga kæru á hendur Valsmönnum vegna ólöglegra viðræðna við leikmenn til baka, eftir að sátt náðist milli félaganna tveggja. Sport 1.11.2005 17:09 Fyrsta tap Grindvíkinga Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48. Sport 31.10.2005 03:26 Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR. Sport 30.10.2005 14:03 Djurgården vann tvöfalt Kári Árnason lék síðustu 20 mínúturnar með Djurgården sem tryggði sér nú síðdegis sænska bikarmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Åtvidabergs í úrslitaleiknum. Sölvi Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården sem með sigrinum vann tvöfalt í Svíþjóð en liðið varð á dögunum sænskur meistari. Sport 29.10.2005 15:22 3 marka sigur á Norðmönnum Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Sport 29.10.2005 13:47 Helgi Jónas og Damon Bailey hættir Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey. Sport 28.10.2005 19:09 Keflavík tapaði í Lettlandi Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Evrópukeppninni nú áðan, gegn lettneska liðinu BK Riga 99-81. Næsti leikur Keflvíkinga verður við finnska liðið Lapperanta í Keflavík á fimmtudaginn. Sport 28.10.2005 18:19 Jafntefli gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Dani 32-32 á æfingamótinu í Póllandi nú áðan. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en íslenska liðið hafði yfir 17-16 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, en Alexander Petersons kom næstur með 6 mörk. Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu allir 4 mörk. Sport 28.10.2005 16:43 Ísland yfir gegn Dönum í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-16 gegn Dönum á æfingamóti sem haldið er í Póllandi þessa dagana. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk í hálfleiknum. Sport 28.10.2005 15:58 Suðurnesjaliðin taplaus Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74. Sport 27.10.2005 21:16 Haukar töpuðu stórt í Frakklandi Kvennalið Hauka tapaði stórt fyrir franska liðinu Pays D´Aix í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld 99-59. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og 11 fráköst, en Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig. Sport 27.10.2005 20:19 Naumur sigur á Pólverjum Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk. Sport 27.10.2005 19:28 Fimm leikir í kvöld Þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Grindavík og Hamar/Selfoss mætast í Grindavík, en bæði þessi lið hafa unnið báða leiki sína í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir, en þeir taka á móti Haukum á heimavelli sínum. Sport 27.10.2005 16:07 Lárus Orri tekur við þjálfun Þórs Fyrrum atvinnumaðurinn Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari fyrstu deildarliðs Þórs á Akureyri. Lárus hefur leikið með liðinu síðan hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku og mun nú verða spilandi þjálfari liðsins. Samningurinn er til þriggja ára, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Sport 26.10.2005 17:36 Keflvíkingar töpuðu í Finnlandi Íslandsmeistarar Keflavíkur biðu lægri hlut fyrir finnska liðinu Lappeenranta í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í dag, 92-77, eftir að hafa verið 17 stigum undir í hálfleik. Sport 26.10.2005 17:42 Bjarni aðstoðar Eyjólf Bjarni Jóhannsson, þjálfari Blika í Landsbankadeildinni, mun verða aðstoðarmaður félaga síns Eyjólfs Sverrissonar hjá íslenska landsliðinu. Þetta var tilkynnt í dag og kemur kannski ekki mikið á óvart, því þeir félagar hafa starfað saman áður. Sport 26.10.2005 17:26 Gerði þriggja ára samning Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Ásgeir Elíasson samþykkt að taka við þjálfun 1. deildar liðs Fram og hefur nú undirritað þriggja ára samning við sitt gamla félag, sem náði góðum árangri undir stjórn Ásgeirs á sínum tíma. Sport 25.10.2005 17:57 ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16 Allt eftir bókinni 16-liða úrslitunum í Hópbílabikar karla í körfubolta lauk í kvöld með átta leikjum og segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í flestum tilfellum. Sport 23.10.2005 22:33 Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23.10.2005 22:05 « ‹ 72 73 74 75 ›
Breiðablik fór með sigur af hólmi Lið Breiðabliks vann lið Icelandair í úrslitum á Mastersmótinu í Egilshöll í dag, en mótið var kennt við markaskorarann Ian Rush, fyrrum leikmann Liverpool, en lið hans hafnaði í þriðja sæti á mótinu eftir sigur á Víkingi í leiknum um þriðja sætið. Sport 5.11.2005 18:05
Stórtap hjá Haukum í Danmörku Karlalið Hauka tapaði stórt fyrir danska liðinu Arhus GF í Meistaradeildinni í handbolta í dag 34-21, eftir að hafa verið undir 17-7 í hálfleik. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í síðasta leik sínum í riðlakeppninni ef þeir ætla sér að komast áfram í keppninni. Sport 5.11.2005 17:56
Njarðvík lagði ÍR Njarðvíkingar sigruðu ÍR 70-65 í baráttuleik í deildarbikarkeppninni í kvöld, en þetta var fyrri leikur liðanna í átta-liða úrslitunum. Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 22 stig, en hitti frekar illa í leiknum. Theo Dixon var stigahæstur hjá ÍR með 22 stig. Sport 4.11.2005 22:59
Fram lagði Selfoss Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27. Sport 4.11.2005 22:50
Kjartan segist ekkert hafa vitað Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segist ekkert hafa vitað af því að formaður KR-inga myndi hvetja sitt fólk til að greiða sér og Benedikt Geirssyni, starfsmanni ÍSÍ, atkvæði í prófkjörinu. Innlent 4.11.2005 16:14
Tap hjá Keflavík og Haukum Karlalið Keflavíkur tapaði fyrir finnska liðinu Lappeeranta í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld 92-75, en leikurinn fór fram í Keflavík. Á sama tíma töpuðu Haukastúlkur stórt á heimavelli fyrir Polisporto Ares frá Ítalíu 85-45 á Ásvöllum. Sport 3.11.2005 21:29
Keflavík og Haukar spila í kvöld Tveir leikir verða á dagskrá í Evrópukeppninni í körfuknattleik hér á landi í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur á móti finnska liðinu Lappeenranta í Keflavík og Haukastúlkur spila við Ribera frá Ítalíu á Ásvöllum. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Sport 3.11.2005 17:19
Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á topp DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir sigruðu ÍBV 38-34 í Laugardalshöll. ÍR bar sigurorð af Víkingi/Fjölni 31-28 á útivelli, FH vann Selfoss 36-29, Afturelding sigraði HK 27-24, Fylkir burstaði KA 33-25 og Fram og Stjarnan skildu jöfn í Garðabænum 26-26. Leik Þórs og Hauka er enn ólokið, en hann hófst ekki fyrr en klukkan 20. Sport 2.11.2005 21:12
Skrifar undir hjá Skaganum á morgun Knattspyrnumaðurinn Þórður Guðjónsson er á leið heim til Íslands og mun skrifa undir þriggja ára samning við sitt gamla félag ÍA á morgun. Þetta staðfesti Þórður sjálfur nú rétt áðan. Ljóst er að koma Þórðar verður Skagaliðinu mikill liðsstyrkur fyrir átökin næsta sumar, en hann hafnaði tilboði FHinga um að leika með liðinu og ákvað að fara á heimaslóðirnar. Sport 2.11.2005 18:01
Valur fær liðsstyrk Valsmönnum gengu í dag frá samningi við tvo nýja leikmenn sem spila munu fyrir liðið á næsta ári. Þetta eru fyrrum Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason og Pálmi Rafn Pálmason frá KA. Þá hefur knattspyrnudeild Víkings ákveðið að draga kæru á hendur Valsmönnum vegna ólöglegra viðræðna við leikmenn til baka, eftir að sátt náðist milli félaganna tveggja. Sport 1.11.2005 17:09
Fyrsta tap Grindvíkinga Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48. Sport 31.10.2005 03:26
Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR. Sport 30.10.2005 14:03
Djurgården vann tvöfalt Kári Árnason lék síðustu 20 mínúturnar með Djurgården sem tryggði sér nú síðdegis sænska bikarmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Åtvidabergs í úrslitaleiknum. Sölvi Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgården sem með sigrinum vann tvöfalt í Svíþjóð en liðið varð á dögunum sænskur meistari. Sport 29.10.2005 15:22
3 marka sigur á Norðmönnum Íslenska handboltalandsliðið sigraði Norðmenn, 26-23 í morgun á 4 liða æfingamótinu í Póllandi og tryggðu sér þar með sigur á mótinu. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður mótsins með 25 mörk en hann og Ólafur Stefánsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Sport 29.10.2005 13:47
Helgi Jónas og Damon Bailey hættir Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfubolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur mjög óvænt gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá spilamennsku um óákveðinn tíma og í ljósi þess, auk meiðsla Jóhanns Ólafssonar, hefur félagið ákveðið að segja upp samningi við Bandaríkjamanninn Damon Bailey. Sport 28.10.2005 19:09
Keflavík tapaði í Lettlandi Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Evrópukeppninni nú áðan, gegn lettneska liðinu BK Riga 99-81. Næsti leikur Keflvíkinga verður við finnska liðið Lapperanta í Keflavík á fimmtudaginn. Sport 28.10.2005 18:19
Jafntefli gegn Dönum Íslenska landsliðið í handknattleik gerði jafntefli við Dani 32-32 á æfingamótinu í Póllandi nú áðan. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en íslenska liðið hafði yfir 17-16 í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Ísland, en Alexander Petersons kom næstur með 6 mörk. Ólafur Stefánsson, Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu allir 4 mörk. Sport 28.10.2005 16:43
Ísland yfir gegn Dönum í hálfleik Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 17-16 gegn Dönum á æfingamóti sem haldið er í Póllandi þessa dagana. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur í íslenska liðinu með 4 mörk í hálfleiknum. Sport 28.10.2005 15:58
Suðurnesjaliðin taplaus Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74. Sport 27.10.2005 21:16
Haukar töpuðu stórt í Frakklandi Kvennalið Hauka tapaði stórt fyrir franska liðinu Pays D´Aix í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik í kvöld 99-59. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og 11 fráköst, en Helena Sverrisdóttir kom næst með 17 stig. Sport 27.10.2005 20:19
Naumur sigur á Pólverjum Íslenska landsliðið lagði Pólverja 38-37 í vináttuleik ytra nú áðan, en leikurinn er liður í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer þar í landi. Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Ísland og Ólafur Stefánsson var markahæstur íslenska liðsins með 10 mörk, en Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með 7 mörk. Sport 27.10.2005 19:28
Fimm leikir í kvöld Þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Grindavík og Hamar/Selfoss mætast í Grindavík, en bæði þessi lið hafa unnið báða leiki sína í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir, en þeir taka á móti Haukum á heimavelli sínum. Sport 27.10.2005 16:07
Lárus Orri tekur við þjálfun Þórs Fyrrum atvinnumaðurinn Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari fyrstu deildarliðs Þórs á Akureyri. Lárus hefur leikið með liðinu síðan hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku og mun nú verða spilandi þjálfari liðsins. Samningurinn er til þriggja ára, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Sport 26.10.2005 17:36
Keflvíkingar töpuðu í Finnlandi Íslandsmeistarar Keflavíkur biðu lægri hlut fyrir finnska liðinu Lappeenranta í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í dag, 92-77, eftir að hafa verið 17 stigum undir í hálfleik. Sport 26.10.2005 17:42
Bjarni aðstoðar Eyjólf Bjarni Jóhannsson, þjálfari Blika í Landsbankadeildinni, mun verða aðstoðarmaður félaga síns Eyjólfs Sverrissonar hjá íslenska landsliðinu. Þetta var tilkynnt í dag og kemur kannski ekki mikið á óvart, því þeir félagar hafa starfað saman áður. Sport 26.10.2005 17:26
Gerði þriggja ára samning Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Ásgeir Elíasson samþykkt að taka við þjálfun 1. deildar liðs Fram og hefur nú undirritað þriggja ára samning við sitt gamla félag, sem náði góðum árangri undir stjórn Ásgeirs á sínum tíma. Sport 25.10.2005 17:57
ÍS lagði Breiðablik Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst. Sport 25.10.2005 05:16
Allt eftir bókinni 16-liða úrslitunum í Hópbílabikar karla í körfubolta lauk í kvöld með átta leikjum og segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í flestum tilfellum. Sport 23.10.2005 22:33
Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23.10.2005 22:05