Erlendar Hefði gengið af velli með Eto´o Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir að ef félagi hans Samuel Eto´o hjá Barcelona hefði látið verða af því að ganga af velli í leiknum gegn Real Zaragoza um helgina, hefði hann sjálfur farið með honum. Ronaldinho fordæmir harðlega þá kynþáttafordóma sem viðgangast í spænska boltanum og segir tíma til kominn til að binda enda á þá. Sport 27.2.2006 20:40 Frakkar sigruðu í Mexíkó Frakkar voru sigursælir í Mexíkókappakstrinum í A1 í gær þegar Alexandre Primat sigraði tvöfalt í keppninni, bæði í sprettinum og aðalkeppninni. Frakkar eru því komnir með 31 stigs forystu á Svisslendinga í mótinu. Þá komust Bretar upp fyrir Brasilíumenn í þriðja sæti stigakeppninnar. Sport 27.2.2006 18:47 Del Horno fær eins leiks bann Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur tilkynnt að Asier del Horno, varnarmaður Chelsea, fái aðeins eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í síðustu viku, í stað þriggja leikja banns eins og venja er. Þetta þýðir að Del Horno gæti spilað með Chelsea strax í átta liða úrslitum keppninar ef liðinu tekst að slá Barcelona út. Sport 27.2.2006 20:13 Því fleiri leikir, því betra Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist fagna því að spila sem allra flesta leiki og gefur lítið út á þær skoðanir manna að leikjaálagið á Englandi muni koma niður á landsliðinu á HM í sumar. Sport 27.2.2006 18:39 Semur við Adidas Knattspyrnusamband Trinidad og Tobago skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Adidas um að hann yrði aðalstyrktaraðili liðsins á næstu fjórum árum. Sport 27.2.2006 17:53 Robbie Williams kaupir hlut í Port Vale Söngvarinn geðþekki, Robbie Williams, hefur keypt umtalsverðan hlut í uppáhalds liðinu sínu í ensku knattspyrnunni, Port Vale. Félagið er skiljanlega ekki með sterka fjárhagsstöðu en forráðamenn liðsins voru mjög ánægðir með framlag söngvarans og töldu það bera vott um hve tryggur stuðningsmaður hann væri. Sport 27.2.2006 17:32 Hefur áhuga á landsliðinu Leo Beenhakker, þjálfari Trinidad & Tobago, lýsti því yfir í gær að hef kallið kæmi þá hefði hann áhuga á því að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu. Samningur Beenhakker við Trinidad & Tobago rennur út eftir HM en eins og kunnugt er mun Sven-Göran Eriksson láta af störfum sem þjálfari Englands á sama tíma. Sport 27.2.2006 17:58 Tekur Keane við fyrirliðabandinu? Robbie Keane er talinn líklegasti leikmaðurinn í írska landsliðinu til að taka við stöðu fyrirliða eftir að Kenny Cunningham hætti að leika með landsliðinu. Keane er aðeins 25 ára gamall, en á að baki fjölda landsleikja. Í kvöld verður tilkynnt opinberlega hver tekur við fyrirliðabandinu á blaðamannafundi fyrir vináttuleik Svía og Íra. Sport 27.2.2006 17:20 Beckham klár gegn Úrúgvæ David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur lofað að hann verði klár í slaginn með liðinu fyrir vináttuleikinn gegn Úrúgvæ á miðvikudagskvöldið, en hann fór meiddur af velli í háðlegu tapi Real Madrid gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Sport 27.2.2006 17:10 Ferguson ver ákvörðun sína Sir Alex Ferguson hefur þótt ástæða til að verja þá ákvörðun sína að hafa Ruud van Nistelrooy á varamannabekknum í sigri liðsins á Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær. Sport 27.2.2006 16:25 Roma sló metið Lið Roma í ítölsku A-deildinni setti í gær met í deildinni þegar það vann 11. leikinn í röð. Ekki skemmdi fyrir að sigurinn kom einmitt gegn grönnum þeirra og erkifjendum í Lazio. Það voru Rodrigo Taddei og Alberto Aquilani sem skoruðu mörk Roma í 2-0 sigri liðsins, sem var án fyrirliða síns Francesko Totti sem er meiddur. Sport 27.2.2006 16:03 Bannar knæpuferðir Neil Warnock, stjóri 1. deildarliðs Sheffield United hefur brugðið á það ráð að banna leikmönnum liðsins að drekka á börum eftir að miðjumaðurinn Alan Quinn lenti í uppákomu á krá á dögunum. Bannið gengur þó ekki yfir alla áfengisdrykkju. Sport 27.2.2006 15:44 Detroit lagði Cleveland Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Detroit Pistons lagði Cleveland Cavaliers 90-78. Chauncey Billups skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Detroit, en LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cleveland. Þetta var 5. sigur Detroit í röð. Sport 27.2.2006 15:16 Við töpuðum fyrir heimsklassa liði Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, viðurkenndi að lið hans hefði einfaldlega mætt ofjörlum sínum í úrslitaleik enska deildarbikarsins í dag. Fyrirliði Wigan var þó ekki á sama máli og var hundfúll með 4-0 tapið. Sport 26.2.2006 20:10 Tileinkuðu Smith sigurinn Það vakti athygli að leikmenn Manchester United klæddust allir bolum sem á stóð "This is for Smudger" eftir að sigurinn í deildarbikarnum var í höfn í dag, en það var sérstök kveðja til Alan Smith sem meiddist illa á dögunum og gat ekki leikið með liðinu í dag. Sport 26.2.2006 19:59 Rómarslagurinn í beinni í kvöld Hinir fornu fjendur í Rómarborg Lazio og Roma eigast við í ítölsku A-deildinni í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50. Það er jafnan heitt í kolunum þegar þessi lið mætast og til dæmis var allt á suðupunkti þegar liðin mættust síðast í deildinni. Sport 26.2.2006 10:10 Manchester United deildarbikarmeistari Manchester United er deildarbikarmeistari árið 2006 eftir verðskuldaðan 4-0 sigur á Wigan í úrslitaleik keppninnar í Cardiff í dag. Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Cristiano Ronaldo eitt og Louis Saha eitt mark. Sport 26.2.2006 16:58 Juve heldur sínu striki Topplið Juventus vann í dag sigur á Lecce 3-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Juventus lenti reyndar undir í leiknum, en þeir Emerson, Kovac og Del Piero tryggðu liðinu sigur. AC Milan lagði Palermo á útivelli með mörkum frá Inzaghi og Shevchenko og Inter heldur þriðja sætinu eftir 3-1 sigur á Udinese. Juve hefur 10 stiga forskot á Milan á toppnum. Sport 26.2.2006 16:50 United að klára dæmið Manchester United er komið í 4-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins. Það var Louis Saha sem kom United í 2-0 á 55. mínútu, Cristiano Ronaldo bætti við þriðja markinu aðeins fjórum mínútum síðar og Wayne Rooney gerði út um leikinn tveimur mínútum þar á eftir. Sport 26.2.2006 16:19 Mallorca - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Real Mallorca og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 17:50. Madrid er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni, en Mallorca hefur aftur gengið afleitlega og því hlýtur pressan að vera mikil á gestina að klára leikinn. Sport 26.2.2006 09:53 United leiðir í hálfleik Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og skemmtilegur og það var Wayne Rooney sem skoraði mark United á 33. mínútu. Sport 26.2.2006 15:52 Rooney kemur United yfir Wayne Rooney hefur komið Manchester United yfir 1-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fram fer í Cardiff. Markið kom á 33. mínútu eftir varnarmistök hjá leikmönnum Wigan, en liðið missti markvörð sinn meiddan af velli snemma leiks. Það blæs því ekki byrlega fyrir nýliðana í úrvalsdeildinni sem stendur. Sport 26.2.2006 15:33 Heiðar atkvæðamikill í tapi Fulham Heiðar Helguson var heldur betur í eldlínunni í dag þegar lið hans Fulham tapaði fyrir Bolton á útivelli 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar kom sínum mönnum yfir í leiknum á 22. mínútu leiksins með góðum skalla, en varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiksins. Það var svo Kevin Nolan sem skoraði sigurmark Bolton í síðari hálfleiknum. Sport 26.2.2006 15:01 Liverpool upp að hlið United Liverpool hefur náð Manchester United að stigum í ensku úrvalsdeildinni efti að liðið lagði Manchester City 1-0 á Anfield í dag með marki frá Harry Kewell á 41. mínútu. Lið City lék með tíu menn síðustu 40. mínútur leiksins eftir að Joey Barton var rekinn af velli með sitt annað gula spjald. Sport 26.2.2006 14:26 Mosley of mikið fyrir Vargas "Sugar" Shane Mosley hafði betur á tæknilegu rothöggi í 10. lotu í bardaga sínum við Fernando Vargas í Las Vegas í nótt, en bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Vargas sýndi hetjulega baráttu, en hann varð að játa sig sigraðan að hluta til vegna þess að vinstra auga hans var svo bólgið að hann sá ekki út um það. Sport 26.2.2006 08:05 Heiðar í byrjunarliðinu gegn Bolton Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem heimsækir Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú kl. 13:00. Heiðar hefur hægt og bítandi verið að ávinna sér reglulegt byrjunarliðssæti í liðinu á kostnað sóknarmannsins Collins John sem vermir varamannabekk liðsins í dag. Sport 26.2.2006 12:46 Arenas jarðaði New York Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Sport 26.2.2006 08:29 Kynþáttafordómar skyggðu á sigur Barca Barcelona bar sigurorð af Real Zaragoza 2-0 í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en fáránleg framkoma stuðningsmanna Zaragoza í garð framherjans Samuel Eto´o hjá Barcelona var til háborinnar skammar. Dómari leiksins og samherjar hans náðu naumlega að hindra að Eto´o gengi af leikvelli vegna kynþáttafordóma. Sport 26.2.2006 07:45 Eriksson tilkynnir enska hópinn Sven Göran Eriksson hefur tilkynnt 23-manna hópinn sem mætir Úrúgvæ í æfingaleik á Englandi á miðvikudaginn og þar eru talsverðar breytingar vegna þess að fjöldi fastamanna í liðinu eiga við meiðsli að stríða. Sport 25.2.2006 20:09 Gummersbach í góðri stöðu Þýska liðið Gummersbach er með sterka stöðu eftir fyrri leik sinn við spænska liðið Bidasoa í átta liða úrslitum EHF keppninnar í handbolta í dag, þar sem liðið sigraði 35-26. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk. Sport 25.2.2006 20:39 « ‹ 204 205 206 207 208 209 210 211 212 … 264 ›
Hefði gengið af velli með Eto´o Brasilíumaðurinn Ronaldinho segir að ef félagi hans Samuel Eto´o hjá Barcelona hefði látið verða af því að ganga af velli í leiknum gegn Real Zaragoza um helgina, hefði hann sjálfur farið með honum. Ronaldinho fordæmir harðlega þá kynþáttafordóma sem viðgangast í spænska boltanum og segir tíma til kominn til að binda enda á þá. Sport 27.2.2006 20:40
Frakkar sigruðu í Mexíkó Frakkar voru sigursælir í Mexíkókappakstrinum í A1 í gær þegar Alexandre Primat sigraði tvöfalt í keppninni, bæði í sprettinum og aðalkeppninni. Frakkar eru því komnir með 31 stigs forystu á Svisslendinga í mótinu. Þá komust Bretar upp fyrir Brasilíumenn í þriðja sæti stigakeppninnar. Sport 27.2.2006 18:47
Del Horno fær eins leiks bann Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur tilkynnt að Asier del Horno, varnarmaður Chelsea, fái aðeins eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Barcelona í síðustu viku, í stað þriggja leikja banns eins og venja er. Þetta þýðir að Del Horno gæti spilað með Chelsea strax í átta liða úrslitum keppninar ef liðinu tekst að slá Barcelona út. Sport 27.2.2006 20:13
Því fleiri leikir, því betra Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist fagna því að spila sem allra flesta leiki og gefur lítið út á þær skoðanir manna að leikjaálagið á Englandi muni koma niður á landsliðinu á HM í sumar. Sport 27.2.2006 18:39
Semur við Adidas Knattspyrnusamband Trinidad og Tobago skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við íþróttavörurisann Adidas um að hann yrði aðalstyrktaraðili liðsins á næstu fjórum árum. Sport 27.2.2006 17:53
Robbie Williams kaupir hlut í Port Vale Söngvarinn geðþekki, Robbie Williams, hefur keypt umtalsverðan hlut í uppáhalds liðinu sínu í ensku knattspyrnunni, Port Vale. Félagið er skiljanlega ekki með sterka fjárhagsstöðu en forráðamenn liðsins voru mjög ánægðir með framlag söngvarans og töldu það bera vott um hve tryggur stuðningsmaður hann væri. Sport 27.2.2006 17:32
Hefur áhuga á landsliðinu Leo Beenhakker, þjálfari Trinidad & Tobago, lýsti því yfir í gær að hef kallið kæmi þá hefði hann áhuga á því að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu. Samningur Beenhakker við Trinidad & Tobago rennur út eftir HM en eins og kunnugt er mun Sven-Göran Eriksson láta af störfum sem þjálfari Englands á sama tíma. Sport 27.2.2006 17:58
Tekur Keane við fyrirliðabandinu? Robbie Keane er talinn líklegasti leikmaðurinn í írska landsliðinu til að taka við stöðu fyrirliða eftir að Kenny Cunningham hætti að leika með landsliðinu. Keane er aðeins 25 ára gamall, en á að baki fjölda landsleikja. Í kvöld verður tilkynnt opinberlega hver tekur við fyrirliðabandinu á blaðamannafundi fyrir vináttuleik Svía og Íra. Sport 27.2.2006 17:20
Beckham klár gegn Úrúgvæ David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur lofað að hann verði klár í slaginn með liðinu fyrir vináttuleikinn gegn Úrúgvæ á miðvikudagskvöldið, en hann fór meiddur af velli í háðlegu tapi Real Madrid gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Sport 27.2.2006 17:10
Ferguson ver ákvörðun sína Sir Alex Ferguson hefur þótt ástæða til að verja þá ákvörðun sína að hafa Ruud van Nistelrooy á varamannabekknum í sigri liðsins á Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær. Sport 27.2.2006 16:25
Roma sló metið Lið Roma í ítölsku A-deildinni setti í gær met í deildinni þegar það vann 11. leikinn í röð. Ekki skemmdi fyrir að sigurinn kom einmitt gegn grönnum þeirra og erkifjendum í Lazio. Það voru Rodrigo Taddei og Alberto Aquilani sem skoruðu mörk Roma í 2-0 sigri liðsins, sem var án fyrirliða síns Francesko Totti sem er meiddur. Sport 27.2.2006 16:03
Bannar knæpuferðir Neil Warnock, stjóri 1. deildarliðs Sheffield United hefur brugðið á það ráð að banna leikmönnum liðsins að drekka á börum eftir að miðjumaðurinn Alan Quinn lenti í uppákomu á krá á dögunum. Bannið gengur þó ekki yfir alla áfengisdrykkju. Sport 27.2.2006 15:44
Detroit lagði Cleveland Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Detroit Pistons lagði Cleveland Cavaliers 90-78. Chauncey Billups skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Detroit, en LeBron James skoraði 22 stig fyrir Cleveland. Þetta var 5. sigur Detroit í röð. Sport 27.2.2006 15:16
Við töpuðum fyrir heimsklassa liði Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, viðurkenndi að lið hans hefði einfaldlega mætt ofjörlum sínum í úrslitaleik enska deildarbikarsins í dag. Fyrirliði Wigan var þó ekki á sama máli og var hundfúll með 4-0 tapið. Sport 26.2.2006 20:10
Tileinkuðu Smith sigurinn Það vakti athygli að leikmenn Manchester United klæddust allir bolum sem á stóð "This is for Smudger" eftir að sigurinn í deildarbikarnum var í höfn í dag, en það var sérstök kveðja til Alan Smith sem meiddist illa á dögunum og gat ekki leikið með liðinu í dag. Sport 26.2.2006 19:59
Rómarslagurinn í beinni í kvöld Hinir fornu fjendur í Rómarborg Lazio og Roma eigast við í ítölsku A-deildinni í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50. Það er jafnan heitt í kolunum þegar þessi lið mætast og til dæmis var allt á suðupunkti þegar liðin mættust síðast í deildinni. Sport 26.2.2006 10:10
Manchester United deildarbikarmeistari Manchester United er deildarbikarmeistari árið 2006 eftir verðskuldaðan 4-0 sigur á Wigan í úrslitaleik keppninnar í Cardiff í dag. Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Cristiano Ronaldo eitt og Louis Saha eitt mark. Sport 26.2.2006 16:58
Juve heldur sínu striki Topplið Juventus vann í dag sigur á Lecce 3-1 í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Juventus lenti reyndar undir í leiknum, en þeir Emerson, Kovac og Del Piero tryggðu liðinu sigur. AC Milan lagði Palermo á útivelli með mörkum frá Inzaghi og Shevchenko og Inter heldur þriðja sætinu eftir 3-1 sigur á Udinese. Juve hefur 10 stiga forskot á Milan á toppnum. Sport 26.2.2006 16:50
United að klára dæmið Manchester United er komið í 4-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins. Það var Louis Saha sem kom United í 2-0 á 55. mínútu, Cristiano Ronaldo bætti við þriðja markinu aðeins fjórum mínútum síðar og Wayne Rooney gerði út um leikinn tveimur mínútum þar á eftir. Sport 26.2.2006 16:19
Mallorca - Real Madrid í beinni í kvöld Leikur Real Mallorca og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 17:50. Madrid er enn í baráttu um Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni, en Mallorca hefur aftur gengið afleitlega og því hlýtur pressan að vera mikil á gestina að klára leikinn. Sport 26.2.2006 09:53
United leiðir í hálfleik Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur og skemmtilegur og það var Wayne Rooney sem skoraði mark United á 33. mínútu. Sport 26.2.2006 15:52
Rooney kemur United yfir Wayne Rooney hefur komið Manchester United yfir 1-0 gegn Wigan í úrslitaleik enska deildarbikarsins sem fram fer í Cardiff. Markið kom á 33. mínútu eftir varnarmistök hjá leikmönnum Wigan, en liðið missti markvörð sinn meiddan af velli snemma leiks. Það blæs því ekki byrlega fyrir nýliðana í úrvalsdeildinni sem stendur. Sport 26.2.2006 15:33
Heiðar atkvæðamikill í tapi Fulham Heiðar Helguson var heldur betur í eldlínunni í dag þegar lið hans Fulham tapaði fyrir Bolton á útivelli 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar kom sínum mönnum yfir í leiknum á 22. mínútu leiksins með góðum skalla, en varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiksins. Það var svo Kevin Nolan sem skoraði sigurmark Bolton í síðari hálfleiknum. Sport 26.2.2006 15:01
Liverpool upp að hlið United Liverpool hefur náð Manchester United að stigum í ensku úrvalsdeildinni efti að liðið lagði Manchester City 1-0 á Anfield í dag með marki frá Harry Kewell á 41. mínútu. Lið City lék með tíu menn síðustu 40. mínútur leiksins eftir að Joey Barton var rekinn af velli með sitt annað gula spjald. Sport 26.2.2006 14:26
Mosley of mikið fyrir Vargas "Sugar" Shane Mosley hafði betur á tæknilegu rothöggi í 10. lotu í bardaga sínum við Fernando Vargas í Las Vegas í nótt, en bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Vargas sýndi hetjulega baráttu, en hann varð að játa sig sigraðan að hluta til vegna þess að vinstra auga hans var svo bólgið að hann sá ekki út um það. Sport 26.2.2006 08:05
Heiðar í byrjunarliðinu gegn Bolton Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem heimsækir Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú kl. 13:00. Heiðar hefur hægt og bítandi verið að ávinna sér reglulegt byrjunarliðssæti í liðinu á kostnað sóknarmannsins Collins John sem vermir varamannabekk liðsins í dag. Sport 26.2.2006 12:46
Arenas jarðaði New York Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Sport 26.2.2006 08:29
Kynþáttafordómar skyggðu á sigur Barca Barcelona bar sigurorð af Real Zaragoza 2-0 í kvöldleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, en fáránleg framkoma stuðningsmanna Zaragoza í garð framherjans Samuel Eto´o hjá Barcelona var til háborinnar skammar. Dómari leiksins og samherjar hans náðu naumlega að hindra að Eto´o gengi af leikvelli vegna kynþáttafordóma. Sport 26.2.2006 07:45
Eriksson tilkynnir enska hópinn Sven Göran Eriksson hefur tilkynnt 23-manna hópinn sem mætir Úrúgvæ í æfingaleik á Englandi á miðvikudaginn og þar eru talsverðar breytingar vegna þess að fjöldi fastamanna í liðinu eiga við meiðsli að stríða. Sport 25.2.2006 20:09
Gummersbach í góðri stöðu Þýska liðið Gummersbach er með sterka stöðu eftir fyrri leik sinn við spænska liðið Bidasoa í átta liða úrslitum EHF keppninnar í handbolta í dag, þar sem liðið sigraði 35-26. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk. Sport 25.2.2006 20:39
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið