Erlendar Chelsea mætir Real Betis Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikur PSV Eindhoven og AC Milan verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:45, en leikur Chelsea og Real Betis er sýndur á sama tíma á Sýn Extra. Sá leikur er svo sýndur síðar um kvöldið á Sýn. Sport 1.11.2005 15:27 Vill ekki tjá sig um Roy Keane Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, brást reiður við á blaðamannafundi í dag, þegar hann var spurður út í skammarræðu fyrirliðans Roy Keane sem var ritskoðuðu á sjónvarpsstöð félagsins MUTV í gær. Sport 1.11.2005 15:00 Íhugar að kæra Jose Mourinho Arsene Wenger var ekki hrifinn af ummælum Jose Mourinho, stjóra Chelsea um helgina, þar sem hann kallaði Wenger "gluggagægir" og segist vera að íhuga að kæra Portúgalann fyrir meiðyrði. Sport 1.11.2005 14:49 Dunleavy samdi við Golden State Framherjinn ungi Mike Dunleavy hjá Golden State Warriors, framlengdi í gær samning sinn við félagið um fimm ár og fær fyrir það um 44 milljónir dollara. Dunleavy var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 2002 og fetaði með samningnum í fótspor Tayshaun Prince sem undirritaði svipaðan samning við Detroit skömmu áður. Sport 1.11.2005 04:50 Þrumuræða Keane ritskoðuð af sjónvarpinu Roy Keane vandaði félögum sínum í liði Manchester United ekki kveðjurnar í þætti á sjónvarpsstöð félagsins í dag, ef marka má viðbrögð dagskrárstjóra stöðvarinnar, því dagskrárliðurinn þar sem fyrirliðinn meiddi var beðinn að segja sína meiningu á tapinu gegn Boro um helgina var klipptur út. Sport 1.11.2005 04:36 Vassell gerði út af við fyrrum félaga sína Darius Vassell skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í 3-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Andy Cole lagði upp annað markanna fyrir félaga sinn í framlínu City og setti eitt sjálfur. Liam Ridgewell skoraði mark Aston Villa. Sport 1.11.2005 04:30 Romanov tekur til í herbúðum félagsins Tveir æðstu menn í stjórn knattspyrnuliðsins Hearts í skosku úrvalsdeildinni eru farnir frá félaginu. Vladimir Romanov, nýr eigandi liðsins, hefur heldur betur látið til sín taka og rak í dag Phil Anderton, yfirmann knattspyrnumála. Í kjölfarið ákvað George Foulkes að segja af sér í mótmælaskyni og því hafa þrír menn verið flæmdir frá félaginu á nokkrum dögum. Sport 31.10.2005 18:46 Prince semur við Detroit Framherjinn Tayshaun Prince hefur framlengt samning sinn við Detroit Pistons til fimm ára og fær fyrir það um 47 milljónir dollara í laun. Samningar milli umboðsmanns Prince og félagsins náðust á elleftu stundu, en ef það hefði ekki tekist, hefði Prince verði með lausa samninga næsta sumar. Sport 31.10.2005 18:01 Tekinn fullur á bílnum um helgina Vandræðagemlingurinn El Hadji Diouf hjá Bolton er enn kominn í fréttirnar fyrir agabrot og nú fyrir ölvunarakstur. Diouf var stöðvaður af lögreglu snemma á sunnudagsmorguninn og var látinn blása, þar sem í ljós kom að hann var undir áhrifum áfengis. Sport 31.10.2005 16:49 Baðst afsökunar en fær sekt Lauren Robert hefur verið sektaður um óuppgefna upphæð fyrir að neita að vera á varamannabekk liðsins í leiknum gegn Sunderland á laugardaginn. Robert hefur beðist afsökunar á atvikinu, en hann lýsti því yfir skömmu fyrir leikinn að hann væri meiddur og gæti ekki spilað. Sport 31.10.2005 16:06 Arsene Wenger er eins og gluggagægir Arsene Wenger og Jose Mourinho, knattspyrnustjórar Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea, munnhöggvast nú sem aldrei fyrr í fjölmiðlum og í morgun sagði Jose Mourinho að Wenger væri eins og gluggagægir að fylgjast með liði Chelsea. Sport 31.10.2005 15:39 Yfirtaka á næsta leiti hjá Aston Villa Stuðningsmenn Aston Villa bíða þess nú í ofvæni að írska stórfyrirtækið Comer Homes Group kaupi hlaut Doug Ellis í félaginu og trúa að það muni hafa í för með sér að Villa komi sér á kortið með stóru liðunum á Englandi. Sport 31.10.2005 03:52 Börsungar í stuði í gær Barcelona smellti sér í annað sæti spænsku deildarinnar í gær þegar liðið burstaði Real Sociedad 5-0. Osasuna er í efsta sæti deildarinnar eftir 2-0 á Espanyol í gær. Sport 31.10.2005 03:39 Souness bjartsýnn Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að liðið sé að komast á beinu brautina eftir sigurinn á WBA í gær og setur stefnuna á eitt af efstu sætunum í úrvalsdeildinni í vetur. Sport 31.10.2005 03:18 Getum engan unnið Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United sýndi leikmönnum liðsins enga miskunn í viðbrögðum sínum við niðurlægjandi 4-1 tapi fyrir Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hann segir að Man Utd geti ekki unnið nokkurt einasta lið í því formi sem liðið er í þessa dagana. Sport 30.10.2005 17:33 Owen með tvö í sigri Newcastle Newcastle lyfti sér upp í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 3-0 sigri á W.B.A. en þetta var eini leikurinn á dagskrá deildarinnar í dag. Michael Owen skoraði tvívegis fyrir Newcastle. Sport 30.10.2005 17:58 Bjarni ekki með Plymouth Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannhópi Plymouth sem gerði markalaust jafntefli við Millwall í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Plymouth er nú í fjórða neðsta sæti af 24 liðum deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á undan botnliði Millwall. Sport 30.10.2005 17:04 McGinley fagnaði sigri Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie varð efstur á peningalistanum í evrópsku mótaröðinni í golfi sem lauk með Volvo Masters mótinu á Spáni í dag. Írinn Paul McGinley fagnaði besta árangri sínum á 14 ára ferli á evrópsku mótaröðinni og fór með sigur á mótinu en hann lauk keppni á 10 undir pari. Sport 30.10.2005 16:38 Aftur í efstu deild eftir 40 ár Sandefjord tryggði sér í dag sæti í efstu deild í norska fótboltanum í fyrsta skipti í 40 ár. Sandefjord náði með sigrinum 2. sæti í 1. deild með 4-3 sigri á Moss í dag en Sandefjord hefur ekki leikið í efstu deild síðan 1965. Andreas Tegström skoraði þrennu fyrir Sandefjord sem lenti 1-0 undir í leiknum en komst í 2-4 með mörkum Tegström á 73. mínútu og gífurleg fagnaðarlæti brutust út. Sport 30.10.2005 15:46 Veigar skoraði tvö fyrir Stabæk Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn og skoraði tvö af mörkum Stabæk sem valtaði yfir Pors Grenland, 8-1 í lokaumferð 1. deildar í norska fótboltanum í dag. Veigar skoraði samtals 13 mörk í deildinni þetta tímabilið og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn. Sport 30.10.2005 15:28 Lampard er bestur í heimi Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að Frank Lampard sé besti leikmaður í heimi í dag. Lampard átti enn einn stórleikinn fyrir Chelsea í 4-2 sigrinum á Blackburn í gær og skoraði tvö mörk og hefur nú alls skorað 100 mörk. Mourinho segir að Lampard geti einfaldlega ekki orðið betri. Sport 30.10.2005 15:06 Guðjón ósáttur þrátt fyrir sigur Guðjón Þórðarson er langt frá því að vera sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 3-2 sigur Notts County á Bury í ensku D-deildinni í fótbolta í gær. Notts County komst í 3-0 með þrennu frá Glyyn Hurst og var þetta fyrsti sigur liðsins í rúma tvo mánuði. Sport 30.10.2005 14:37 Móðgaði lestarstjóra Hinn litríki fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni er ekki að afla sér vinsælda í Þýskalandi þar sem hann stýrir Bundesliguliði Stuttgart við slæman orðstír. Hann er ekki bara í ónáðinni hjá stuðningsmönnum liðsins sem hefur byrjað tímabilið skelfilega heldur hefur honum nú tekist að reita til reiði lestarstjóra í landinu. Sport 30.10.2005 13:11 Fyrsta tap Juventus AC Milan skellti Juventus, 3-1, í risaslag ítalska fótboltans í gærkvöldi en leikið var á San Siro í Milano. Clarence Seedorf, Kaka og Andrea Pirlo skoruðu fyrir Milan í fyrri hálfleik en David Trezeguet minnkaði muninn fyrir Juve stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Juve á tímabilinu en þeir höfðu unnið alla níu leiki sína fyrir leikinn. Sport 30.10.2005 13:27 Real Madrid á toppinn Vængbrotið lið Real Madrid vann mikilvægan útisigur á Real Betis 0-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Robinho og Alvaro Mejia skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá Madrid í leiknum eins og Ronaldo, Zidane og David Beckham. Sport 30.10.2005 13:42 Grétar Rafn lék allan leikinn Grétar Rafn Steinsson lék allann tímann með AZ Alkmaar þegar liðið vann Ado Den Haag á útivelli 0-2 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Alkmaar er í öðru sæti með 24 stig, einu stigi á eftir PSV Eindhoven sem lagði Twente 0-1 í gær. Sport 30.10.2005 13:52 Stórsigur Boro á Man Utd Middlesboro niðurlægði Manchester United með 4-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu nú í kvöld þar sem Gaizka Mendieta skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Sport 29.10.2005 18:23 Árni Gautur norskur meistari Árni Gautur Arason varð í dag norskur meistari í fóbolta með liði sínu Vålerenga á dramatískan hátt. Liðið lauk keppni efst með 46 stig eftir 2-2 jafntefli á útivelli við Odd Grenland, einu stigi á undan Jóhannesi Harðarsyni og félögum í Start sem tapaði óvænt fyrir Fredrikstad, 3-1 á heimavelli. Sport 29.10.2005 18:14 Loksins sigur hjá Notts County Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar vann loks sigur í ensku 3. deildinni í fótbolta í dag þegar liðið sigraði Bury, 2-3 á útivelli. Glynn Hurst skoraði þrennu fyrir County sem hafði ekki fagnað sigri síðan 29. ágúst eða slétta tvo mánuði. Með sigrinum lyftu strákarnir hans Guðjóns sér upp í 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 22 stig, aðeins 9 stigum á eftir toppliði Leyton Orient sem vann Oxford 1-0 í dag. Sport 29.10.2005 16:51 Brynjar skoraði fyrir Reading Brynjar Björn Gunnarsson skoraði eina mark Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Brynjar kom sínum mönnum yfir á 63. mínútu en var skipt út af á 83. mínútu. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading að venju en hjá Leeds var Gylfi Einarsson ekki í hópnum vegna leikbanns. Sport 29.10.2005 16:36 « ‹ 259 260 261 262 263 264 … 264 ›
Chelsea mætir Real Betis Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikur PSV Eindhoven og AC Milan verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:45, en leikur Chelsea og Real Betis er sýndur á sama tíma á Sýn Extra. Sá leikur er svo sýndur síðar um kvöldið á Sýn. Sport 1.11.2005 15:27
Vill ekki tjá sig um Roy Keane Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, brást reiður við á blaðamannafundi í dag, þegar hann var spurður út í skammarræðu fyrirliðans Roy Keane sem var ritskoðuðu á sjónvarpsstöð félagsins MUTV í gær. Sport 1.11.2005 15:00
Íhugar að kæra Jose Mourinho Arsene Wenger var ekki hrifinn af ummælum Jose Mourinho, stjóra Chelsea um helgina, þar sem hann kallaði Wenger "gluggagægir" og segist vera að íhuga að kæra Portúgalann fyrir meiðyrði. Sport 1.11.2005 14:49
Dunleavy samdi við Golden State Framherjinn ungi Mike Dunleavy hjá Golden State Warriors, framlengdi í gær samning sinn við félagið um fimm ár og fær fyrir það um 44 milljónir dollara. Dunleavy var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 2002 og fetaði með samningnum í fótspor Tayshaun Prince sem undirritaði svipaðan samning við Detroit skömmu áður. Sport 1.11.2005 04:50
Þrumuræða Keane ritskoðuð af sjónvarpinu Roy Keane vandaði félögum sínum í liði Manchester United ekki kveðjurnar í þætti á sjónvarpsstöð félagsins í dag, ef marka má viðbrögð dagskrárstjóra stöðvarinnar, því dagskrárliðurinn þar sem fyrirliðinn meiddi var beðinn að segja sína meiningu á tapinu gegn Boro um helgina var klipptur út. Sport 1.11.2005 04:36
Vassell gerði út af við fyrrum félaga sína Darius Vassell skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í 3-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Andy Cole lagði upp annað markanna fyrir félaga sinn í framlínu City og setti eitt sjálfur. Liam Ridgewell skoraði mark Aston Villa. Sport 1.11.2005 04:30
Romanov tekur til í herbúðum félagsins Tveir æðstu menn í stjórn knattspyrnuliðsins Hearts í skosku úrvalsdeildinni eru farnir frá félaginu. Vladimir Romanov, nýr eigandi liðsins, hefur heldur betur látið til sín taka og rak í dag Phil Anderton, yfirmann knattspyrnumála. Í kjölfarið ákvað George Foulkes að segja af sér í mótmælaskyni og því hafa þrír menn verið flæmdir frá félaginu á nokkrum dögum. Sport 31.10.2005 18:46
Prince semur við Detroit Framherjinn Tayshaun Prince hefur framlengt samning sinn við Detroit Pistons til fimm ára og fær fyrir það um 47 milljónir dollara í laun. Samningar milli umboðsmanns Prince og félagsins náðust á elleftu stundu, en ef það hefði ekki tekist, hefði Prince verði með lausa samninga næsta sumar. Sport 31.10.2005 18:01
Tekinn fullur á bílnum um helgina Vandræðagemlingurinn El Hadji Diouf hjá Bolton er enn kominn í fréttirnar fyrir agabrot og nú fyrir ölvunarakstur. Diouf var stöðvaður af lögreglu snemma á sunnudagsmorguninn og var látinn blása, þar sem í ljós kom að hann var undir áhrifum áfengis. Sport 31.10.2005 16:49
Baðst afsökunar en fær sekt Lauren Robert hefur verið sektaður um óuppgefna upphæð fyrir að neita að vera á varamannabekk liðsins í leiknum gegn Sunderland á laugardaginn. Robert hefur beðist afsökunar á atvikinu, en hann lýsti því yfir skömmu fyrir leikinn að hann væri meiddur og gæti ekki spilað. Sport 31.10.2005 16:06
Arsene Wenger er eins og gluggagægir Arsene Wenger og Jose Mourinho, knattspyrnustjórar Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea, munnhöggvast nú sem aldrei fyrr í fjölmiðlum og í morgun sagði Jose Mourinho að Wenger væri eins og gluggagægir að fylgjast með liði Chelsea. Sport 31.10.2005 15:39
Yfirtaka á næsta leiti hjá Aston Villa Stuðningsmenn Aston Villa bíða þess nú í ofvæni að írska stórfyrirtækið Comer Homes Group kaupi hlaut Doug Ellis í félaginu og trúa að það muni hafa í för með sér að Villa komi sér á kortið með stóru liðunum á Englandi. Sport 31.10.2005 03:52
Börsungar í stuði í gær Barcelona smellti sér í annað sæti spænsku deildarinnar í gær þegar liðið burstaði Real Sociedad 5-0. Osasuna er í efsta sæti deildarinnar eftir 2-0 á Espanyol í gær. Sport 31.10.2005 03:39
Souness bjartsýnn Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að liðið sé að komast á beinu brautina eftir sigurinn á WBA í gær og setur stefnuna á eitt af efstu sætunum í úrvalsdeildinni í vetur. Sport 31.10.2005 03:18
Getum engan unnið Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United sýndi leikmönnum liðsins enga miskunn í viðbrögðum sínum við niðurlægjandi 4-1 tapi fyrir Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hann segir að Man Utd geti ekki unnið nokkurt einasta lið í því formi sem liðið er í þessa dagana. Sport 30.10.2005 17:33
Owen með tvö í sigri Newcastle Newcastle lyfti sér upp í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 3-0 sigri á W.B.A. en þetta var eini leikurinn á dagskrá deildarinnar í dag. Michael Owen skoraði tvívegis fyrir Newcastle. Sport 30.10.2005 17:58
Bjarni ekki með Plymouth Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannhópi Plymouth sem gerði markalaust jafntefli við Millwall í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Plymouth er nú í fjórða neðsta sæti af 24 liðum deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á undan botnliði Millwall. Sport 30.10.2005 17:04
McGinley fagnaði sigri Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie varð efstur á peningalistanum í evrópsku mótaröðinni í golfi sem lauk með Volvo Masters mótinu á Spáni í dag. Írinn Paul McGinley fagnaði besta árangri sínum á 14 ára ferli á evrópsku mótaröðinni og fór með sigur á mótinu en hann lauk keppni á 10 undir pari. Sport 30.10.2005 16:38
Aftur í efstu deild eftir 40 ár Sandefjord tryggði sér í dag sæti í efstu deild í norska fótboltanum í fyrsta skipti í 40 ár. Sandefjord náði með sigrinum 2. sæti í 1. deild með 4-3 sigri á Moss í dag en Sandefjord hefur ekki leikið í efstu deild síðan 1965. Andreas Tegström skoraði þrennu fyrir Sandefjord sem lenti 1-0 undir í leiknum en komst í 2-4 með mörkum Tegström á 73. mínútu og gífurleg fagnaðarlæti brutust út. Sport 30.10.2005 15:46
Veigar skoraði tvö fyrir Stabæk Veigar Páll Gunnarsson lék allan leikinn og skoraði tvö af mörkum Stabæk sem valtaði yfir Pors Grenland, 8-1 í lokaumferð 1. deildar í norska fótboltanum í dag. Veigar skoraði samtals 13 mörk í deildinni þetta tímabilið og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn. Sport 30.10.2005 15:28
Lampard er bestur í heimi Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að Frank Lampard sé besti leikmaður í heimi í dag. Lampard átti enn einn stórleikinn fyrir Chelsea í 4-2 sigrinum á Blackburn í gær og skoraði tvö mörk og hefur nú alls skorað 100 mörk. Mourinho segir að Lampard geti einfaldlega ekki orðið betri. Sport 30.10.2005 15:06
Guðjón ósáttur þrátt fyrir sigur Guðjón Þórðarson er langt frá því að vera sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 3-2 sigur Notts County á Bury í ensku D-deildinni í fótbolta í gær. Notts County komst í 3-0 með þrennu frá Glyyn Hurst og var þetta fyrsti sigur liðsins í rúma tvo mánuði. Sport 30.10.2005 14:37
Móðgaði lestarstjóra Hinn litríki fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni er ekki að afla sér vinsælda í Þýskalandi þar sem hann stýrir Bundesliguliði Stuttgart við slæman orðstír. Hann er ekki bara í ónáðinni hjá stuðningsmönnum liðsins sem hefur byrjað tímabilið skelfilega heldur hefur honum nú tekist að reita til reiði lestarstjóra í landinu. Sport 30.10.2005 13:11
Fyrsta tap Juventus AC Milan skellti Juventus, 3-1, í risaslag ítalska fótboltans í gærkvöldi en leikið var á San Siro í Milano. Clarence Seedorf, Kaka og Andrea Pirlo skoruðu fyrir Milan í fyrri hálfleik en David Trezeguet minnkaði muninn fyrir Juve stundarfjórðungi fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Juve á tímabilinu en þeir höfðu unnið alla níu leiki sína fyrir leikinn. Sport 30.10.2005 13:27
Real Madrid á toppinn Vængbrotið lið Real Madrid vann mikilvægan útisigur á Real Betis 0-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Robinho og Alvaro Mejia skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Það vantaði nokkra lykilmenn hjá Madrid í leiknum eins og Ronaldo, Zidane og David Beckham. Sport 30.10.2005 13:42
Grétar Rafn lék allan leikinn Grétar Rafn Steinsson lék allann tímann með AZ Alkmaar þegar liðið vann Ado Den Haag á útivelli 0-2 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Alkmaar er í öðru sæti með 24 stig, einu stigi á eftir PSV Eindhoven sem lagði Twente 0-1 í gær. Sport 30.10.2005 13:52
Stórsigur Boro á Man Utd Middlesboro niðurlægði Manchester United með 4-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu nú í kvöld þar sem Gaizka Mendieta skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Sport 29.10.2005 18:23
Árni Gautur norskur meistari Árni Gautur Arason varð í dag norskur meistari í fóbolta með liði sínu Vålerenga á dramatískan hátt. Liðið lauk keppni efst með 46 stig eftir 2-2 jafntefli á útivelli við Odd Grenland, einu stigi á undan Jóhannesi Harðarsyni og félögum í Start sem tapaði óvænt fyrir Fredrikstad, 3-1 á heimavelli. Sport 29.10.2005 18:14
Loksins sigur hjá Notts County Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar vann loks sigur í ensku 3. deildinni í fótbolta í dag þegar liðið sigraði Bury, 2-3 á útivelli. Glynn Hurst skoraði þrennu fyrir County sem hafði ekki fagnað sigri síðan 29. ágúst eða slétta tvo mánuði. Með sigrinum lyftu strákarnir hans Guðjóns sér upp í 12. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 22 stig, aðeins 9 stigum á eftir toppliði Leyton Orient sem vann Oxford 1-0 í dag. Sport 29.10.2005 16:51
Brynjar skoraði fyrir Reading Brynjar Björn Gunnarsson skoraði eina mark Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Brynjar kom sínum mönnum yfir á 63. mínútu en var skipt út af á 83. mínútu. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading að venju en hjá Leeds var Gylfi Einarsson ekki í hópnum vegna leikbanns. Sport 29.10.2005 16:36
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent