Erlent

Fréttamynd

Al-Kaída úr brennidepli

Ný skýrsla Hvíta hússins um "stríðið gegn hryðjuverkum" mælir með því að sjónum eftirlitsstofnana verði beint frá al-Kaída hryðjuverkanetinu og að litlum sjálfstæðum hópum og einstaklingum.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskrá Finna endurskoðuð

1919: Fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Finnlands tekur gildi. Í henni er kveðið á um tiltölulega valdamikinn forseta en jafnframt að þingið sé grundvallarstofnun stjórnskipunarinnar. Á fjórða áratugnum var þingið veikt vegna innbyrðis átaka og forsetinn stjórnaði í auknum mæli með tilskipunum.

Erlent
Fréttamynd

Nikótínið aukið um tíu prósent

Nikótínið í bandarískum sígarettum hefur verið aukið um tíu prósent á síðustu sex árum. Þar af leiðandi ánetjast fólk fyrr reykingum og erfiðara er fyrir það að hætta.

Erlent
Fréttamynd

Græna hvelfingin opnuð á ný

Græna hvelfingin, sögufræg salarkynni í höll í Dresden sem geymdu rómað safn gersema frá barokktímanum, hefur verið opnað á ný, rúmlega sextíu árum eftir eyðileggingu heimsstyrjaldarinnar síðari. Gersemarnar varðveittust flestar þótt höllin hafi verið lögð í rúst, enda var þeim komið fyrir á öruggum stað á stríðsárunum.

Erlent
Fréttamynd

Sagði upp vegna njósnamáls

Johan Jakobsson, framkvæmdastjóri sænska Þjóðarflokksins, sagði upp störfum í gær í kjölfar þess að upp komst um tölvunjósnir sem ungliði úr flokknum viðurkenndi að hafa stundað. Ungliðinn hafði brotist inn í tölvukerfi Jafnaðarmannaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Kastró er átján kílóum léttari

"Ögurstundin er að baki," segir Fídel Kastró í nýrri yfirlýsingu sem kúbverska blaðið Granma birti í gær. Vegna aðgerðar í júlímánuði sá forsetinn sig knúinn til að fela bróður sínum stjórnartaumana og hefur enn ekki tekið við völdum á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

Dauðastríð krókódílafangarans til á myndbandi

Dauðastríð ástralska krókódílamannsins Steve Irwin var kvikmyndað og er spólan nú í höndum yfirvald í Queensland þar sem hann lést við köfun en skata stakk hann´i hjartastað þar sem verið var að taka upp þátt um hættulegustu dýr í heimi.

Erlent
Fréttamynd

Blair sagður hætta næsta sumar

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun segja af sér embætti næsta sumar að sögn heimildarmanna breska götublaðsins The Sun. Að sögn blaðsins mun Blair hætta sem formaður Verkamannaflokksins 31. maí á næsta ári og segja af sér sem forsætisráðherra tæpum tveimur mánuðum síðar eða 26. júlí.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir senda hermenn til Líbanons

Tyrkneska þingið samþykkti í dag að senda nokkur hundruð hermenn til Líbanons til liðs við friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna þar. Múslimar í Tyrklandi eru þessu andvígir og óttast að liðið þjóni aðeins hagsmunum Ísraela og Bandaríkjamanna.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðar árásir á Gaza

Óttast er að nokkuð mannfall hafi orðið þegar bílsprengja sprakk á Gaza-svæðinu í kvöld. Ekki liggur fyrir hve margir féllu í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Calderon réttkjörinn forseti Mexíkó

Sérskipaður dómstóll í Mexíkó úrskurðaðið í dag að Felipe Calderon, frambjóðandi hægrimanna, væri réttkjörinn forseti landsins. Ætla má að vinstrimenn sætti sig ekki við þessa niðurstöðu enda hefur frambjóðandi þeirra sagt kosningasvik hafa tryggt Calderon sigur.

Erlent
Fréttamynd

Níu grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Danmörku

Danska lögreglan handtók í nótt níu menn, grunaða um skipulagningu hryðjuverka. Sjö þeirra búa í Vollsmose, einu úthverfa Óðinsvéa, þar sem meirihluti íbúanna er af erlendum uppruna. Flestir hinna handteknu eru þó danskir ríkisborgarar.

Erlent
Fréttamynd

Enn barist á Srí Lanka

Enn kom til átaka mili stjórnarhermanna og uppreisnarmanna Tamíltígra í austurhluta Srí Lanka í dag. Að minnsta kosti einn hermaður féll og þrettán særðust.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir létust í sprengjutilræði í Líbanon

Fjórir létust þegar vegsprengja sprakk nærri bifreið eins af yfirmönnum líbönsku leyniþjónustunnar í smábænum Remeile í Suður-Líbanon í morgun. Mennirnir sem létust voru allir lífverðir yfirmannsins sem heitir Samir Shehadeh, en hann særðist í tilræðinu ásamt þremur öðrum.

Erlent
Fréttamynd

Huntley fluttur meðvitundarlaus á spítala

Ian Huntley, maðurinn sem dæmdur var fyrir morðin á tveimur stúlkum í Bretlandi árið 2003, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Bretlands í dag.

Erlent
Fréttamynd

Nýr yfirmaður Vodafone í Evrópu

Vittorio Colao hefur verið ráðinn sem nýr yfirmaður farsímarisans Vodafone í Evrópu. Hann hefur störf í október. Colao tekur við að Bill Morrow, fyrrum yfirmanni Vodafone, sem lét af skyndilega af störfum hjá farsímarisanum af persónulegum ástæðum í júlí.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grass kynnir æviminningar sínar

Þýski Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, Gunther Grass, kynnti nýjustu bók sína, sem eru æviminningar höfundarins, í Berlín í gær. Í bókinni greinir Grass meðal annars frá því að hann hafi starfað tilneyddur innan SS-sveita nazista síðustu mánuði síðari heimsstyrjaldar, þá 17 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Spá minni hagvexti í Brasilíu

Hagfræðingar á vegum Seðlabanka Brasilíu reikna með 3,2 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári í endurskoðaðri hagvaxtarspá sinni. Minni hagvöxtur í Brasilíu skrifast á HM í Þýskalandi en fjölmörg fyrirtæki gáfu starfsmönnum sínum frí til að fylgjast með leikjum landsliðsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atlantis líklega í loftið á morgun

Líklegt er talið að NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, geti skotið geimferjunni Atlantis á loft frá Flórída á morgun. Upphaflega átti geimskotið að fara fram þann 27. ágúst síðastliðinn en fresta þurfti skotinu þá eftir að eldingu laust niður í skotpallinn skömmu áður.

Erlent
Fréttamynd

Bílsprengja fellir tvo í Suður-Líbanon

Að minnsta kosti tveir eru látnir og einhverjir særðir eftir að sprengja sprakk í bifreið yfirmanns innan líbönsku leyniþjónustunnar fyrir stundu. Ekki er vitað hvort hann sé annar hinna látnu.

Erlent
Fréttamynd

Enn ein sprengingin í Tyrklandi

Sprengja sprakk nærri skrifstofubyggingu stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands í borginni Izmir í morgun. Fyrstu fregnir herma að enginn hafi látist eða særst í sprengingunni en samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum var sprengjan falin í ruslutunnu.

Erlent
Fréttamynd

Vinnuveitendur skoði tölvupóst

Yfir helmingur Finna myndi gefa vinnuveitanda sínum leyfi til að fylgjast með tölvupóstsumferð sinni ef grunsemdir vakna um að leynilegar, vinnutengdar upplýsingar eru sendar út af vinnustaðnum.

Erlent