Erlent Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu Danska sextíu og átta kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar. Erlent 26.6.2006 08:45 Mannræningjar segjast hafa myrt gísla Mannræningjar, sem rændu fjórum starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Írak í byrjun mánaðarins, segjast hafa myrt fjórmenningana. Myndband sem birtist á Netinu í gær sýnir einn mann afhöfðaðan og annan skotinn, auk lík hins þriðja. Fjórði maðurinn er hins vegar hvergi sjáanlegur. Erlent 26.6.2006 08:11 Mannfall í Jóhannesarborg Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum. Erlent 26.6.2006 08:04 Herforingi féll á Sri Lanka Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. (LUM) Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna. Erlent 26.6.2006 08:01 Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Erlent 26.6.2006 07:40 Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart. Erlent 26.6.2006 07:27 Krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér Æðstu menn stjórnarflokksins í Austur-Tímor hittust í morgun til að ræða framtíð forsætisráðherrans en talið er að reynt verði að koma honum frá. Þúsundir mótmælenda komu saman við þinghúsið í gær og kröfðust þess að Alkatiri segði af sér og að þingið yrði leyst upp en átök hafa verið mikil í landinu vegna málsins. Gusmao forseti landsins, sem nýtur mikilla vinsælda, hótaði í vikunni að segja af sér ef Alkatiri forsætisráðherra gerði það ekki. Þegar Alkatiri neitaði að segja af sér dró Gusmao hótun sína hins vegar til baka. Búist er við að það kmoi í ljós seinna í dag hvað gert verður í málinu. Erlent 25.6.2006 11:43 Framleiðandinn Aaron Spelling látinn Sjónvarpsframleiðandinn Aaron Spelling lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, áttatíu og þriggja ára að aldri. Spelling fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum. Hann var afkasta mikill framleiðandi og eftir hann liggja fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Erlent 24.6.2006 10:10 Dauðarefsing afnumin á Filippseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, undirritaði í morgun lög sem afnema dauðarefsingu í landinu. Dauðarefsing var afnumin á Filippseyjum 1987 en aftur leyfð með lögum sex árum síðar. Sjö hafa verið teknir af lífi síðan þá. Erlent 24.6.2006 10:06 Lík eins námamanns af 65 fundið Björgunarsveitarmenn fundu í gær lík námamanns sem var einn 65 sem festust í námu í Mexíkó í febrúar. Sprenging var í námunni og sátu mennirnir fastir og ekkert gekk að komast að þeim. Björgunarmenn leita nú að líku hinna. Erlent 24.6.2006 10:03 Átök lögreglu og landtökufólks í Perú Til átaka kom milli lögreglu og landtökumanna í útjaðri Lima, höfuðborgar Perú, í gær. Fólkið hafði reist sér bráðabirgðahúsnæði á svæðinu og var lögregla send til að reka það á brott og jafna húsin við jörðu. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir því að byggja hús þarna en þau voru reist fyrir sex árum. Erlent 24.6.2006 10:00 Hryðjuverkamenn í Miami Sjö voru handteknir í gærkvöldi í Miami í Bandaríkjunum, vegna gruns um að þeir legðu á ráðin um hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum. Talið er að ætlunin hafi verið að sprengja Sears-turninn í Chicago og aðrar byggingar í Bandaríkjunum. Erlent 23.6.2006 12:51 Airbus hækkar verðið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:51 Handtekinn fyrir innherjasvik Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:06 Framtíð friðargæslunnar á Sri Lanka rædd í Ósló Fulltrúar þeirra norrænu ríkja sem hafa eftirlit með vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Sri Lanka ætla að ræða framtíð friðargæslunar á fundi í Ósló í næstu viku. Uppreisnarmenn Tamíl-tígra vilja að norrænum Evrópusambandsríkin þrjú hætti eftirlit og í dag var hlutverki Norðmanna í landinu einnig mótmælt. Erlent 22.6.2006 22:32 Friðarsamkomulag í Sómalíu Íslamskir skæruliðar sem ráðið hafa ríkjum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna daga hafa samið frið við bráðabirgðaríkisstjórn landsins. Erlent 22.6.2006 18:12 Stefnubreyting liggur í loftinu Vel fór á með þeim Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á óformlegum fundi þeirra í Jórdaníu í dag. Teikn eru á lofti um að Hamas-samtökin muni senn viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Erlent 22.6.2006 18:08 Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Erlent 22.6.2006 18:03 Vongóður um að Íranar falli frá kjarnorkuáætlun Kofi Annan framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna segist vongóður um að Íranar taki tilboði Vesturlanda gegn því að þeir falli frá kjarnorkuáætlun sinni. Annan átti í dag fund með Mottaki utanríkisráðherra Íran í Genf í Sviss. Erlent 22.6.2006 17:09 BA sakað um brot á samkeppnislögum Breska flugfélagið British Airways, sem hóf áætlunarflug til Íslands í vor, sætir nú rannsókn vegna meintra brota á samkeppnislögum og meintra ólöglegra olíugjalda á flugfargjöld. Erlent 22.6.2006 13:24 Ríkisaðstoð við íbúðalánasjóð Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í morgun að hún hefi ákveðið að hefja formlega athugun á ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð. Innlent 22.6.2006 12:22 Meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka látinn David Walton, sá eini meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka sem í tvígang hefur verið fylgjandi hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í júní en þeir standa í 4,5 prósentum. Viðskipti erlent 22.6.2006 11:24 Allianz segir upp 7.500 manns Þýski fjármálarisinn Allianz hefur ákveðið að setja upp 7.500 manns um allan heim með það fyrir augum að lækka útjöld og auka þjónustuna. Tæpum 2.500 starfsmönnum verður sagt upp í þýska bankanum Dresdner Bank en um 5.000 manns verður sagt upp í tryggingararmi fyrirtækisins, Allianz. Viðskipti erlent 22.6.2006 10:34 Leiðtogar Ísraels og Palestínu fallast í faðma Forsætisráðherra Ísraels Ehud Olmert og forseti Palestínu Mahmoud Abbas féllust í faðma í Jórdaníu í dag en þetta er í fyrsta skipti sem þeir hittast síðan flokkur Olmerts vann þingkosningarnar í mars. Leiðtogarnir taka þátt í tveggja daga ráðstefnu undir heitinu Heimur í hættu en formlegur leiðtogafundur er ráðgerður innan tveggja vikna Erlent 22.6.2006 09:57 Kröfðust fullkomins prentfrelsis í Rússlandi Áætlað er að fimm til sjö hundruð manns hafi safnast saman í Moskvu til að krefjast fullkomins prentfrelsis í landinu þar sem fólkið segir ríkisvaldið stjórna fjölmiðlum með harðri hendi. Erlent 22.6.2006 07:39 Saddam Hussein í mótmælasvelti Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur hafið mótmælasvelti ásamt öðrum sakborningum í réttarhöldunum í Írak eftir að einn af lögfræðingum forsetans var drepinn í gær. Þetta er þriðji lögmaður Husseins sem er drepinn. Erlent 22.6.2006 07:29 Átta menn ákærðir fyrir að myrða Íraka Bandaríski sjóherinn tilkynnti í gær að sjö hermenn og einn sjóliði hefðu verið ákærðir fyrir að myrða íraskan borgara í Hamdania í apríl síðastliðnum. Erlent 22.6.2006 07:16 Skotbardagi við handtöku spilltra fangavarða Tveir létust í átökum sem brutust út þegar reynt var að handtaka fangaverði í Flórída í dag. Fangaverðirnir voru grunaðir um að hafa borgað kvenkyns föngum fyrir kynlífsþjónustu, auk þess að útvega þeim áfengi og fíkniefni. Búið var að handtaka fimm mannanna þegar sá sjötti dró upp byssu sína og hóf skothríð. Hann var annar þeirra sem létust en hinn var starfsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þriðji maðurinn, starfsmaður í fangelsinu, slasaðist en líðan hans er stöðug. Erlent 21.6.2006 23:02 Waters við múrinn í Ísrael Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun. Erlent 21.6.2006 21:06 Suðurríkjaþingmenn á móti lögum um kosningarétt Þingmenn úr suðurríkjunum standa gegn frumvarpi um kosningarétt á Bandaríska þinginu. Til stendur að framlengja lögin um kosningarétt frá 1965, en þau renna út á næsta ári. Samstaða var milli repúblikana og demókrata um nýtt frumvarp en tvö atriði í því eru ekki að skapi suðurríkjaþingmannanna. Erlent 21.6.2006 20:32 « ‹ 321 322 323 324 325 326 327 328 329 … 334 ›
Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu Danska sextíu og átta kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar. Erlent 26.6.2006 08:45
Mannræningjar segjast hafa myrt gísla Mannræningjar, sem rændu fjórum starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Írak í byrjun mánaðarins, segjast hafa myrt fjórmenningana. Myndband sem birtist á Netinu í gær sýnir einn mann afhöfðaðan og annan skotinn, auk lík hins þriðja. Fjórði maðurinn er hins vegar hvergi sjáanlegur. Erlent 26.6.2006 08:11
Mannfall í Jóhannesarborg Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum. Erlent 26.6.2006 08:04
Herforingi féll á Sri Lanka Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. (LUM) Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna. Erlent 26.6.2006 08:01
Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Erlent 26.6.2006 07:40
Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart. Erlent 26.6.2006 07:27
Krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér Æðstu menn stjórnarflokksins í Austur-Tímor hittust í morgun til að ræða framtíð forsætisráðherrans en talið er að reynt verði að koma honum frá. Þúsundir mótmælenda komu saman við þinghúsið í gær og kröfðust þess að Alkatiri segði af sér og að þingið yrði leyst upp en átök hafa verið mikil í landinu vegna málsins. Gusmao forseti landsins, sem nýtur mikilla vinsælda, hótaði í vikunni að segja af sér ef Alkatiri forsætisráðherra gerði það ekki. Þegar Alkatiri neitaði að segja af sér dró Gusmao hótun sína hins vegar til baka. Búist er við að það kmoi í ljós seinna í dag hvað gert verður í málinu. Erlent 25.6.2006 11:43
Framleiðandinn Aaron Spelling látinn Sjónvarpsframleiðandinn Aaron Spelling lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, áttatíu og þriggja ára að aldri. Spelling fékk heilablóðfall fyrr í mánuðinum. Hann var afkasta mikill framleiðandi og eftir hann liggja fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Erlent 24.6.2006 10:10
Dauðarefsing afnumin á Filippseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, undirritaði í morgun lög sem afnema dauðarefsingu í landinu. Dauðarefsing var afnumin á Filippseyjum 1987 en aftur leyfð með lögum sex árum síðar. Sjö hafa verið teknir af lífi síðan þá. Erlent 24.6.2006 10:06
Lík eins námamanns af 65 fundið Björgunarsveitarmenn fundu í gær lík námamanns sem var einn 65 sem festust í námu í Mexíkó í febrúar. Sprenging var í námunni og sátu mennirnir fastir og ekkert gekk að komast að þeim. Björgunarmenn leita nú að líku hinna. Erlent 24.6.2006 10:03
Átök lögreglu og landtökufólks í Perú Til átaka kom milli lögreglu og landtökumanna í útjaðri Lima, höfuðborgar Perú, í gær. Fólkið hafði reist sér bráðabirgðahúsnæði á svæðinu og var lögregla send til að reka það á brott og jafna húsin við jörðu. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir því að byggja hús þarna en þau voru reist fyrir sex árum. Erlent 24.6.2006 10:00
Hryðjuverkamenn í Miami Sjö voru handteknir í gærkvöldi í Miami í Bandaríkjunum, vegna gruns um að þeir legðu á ráðin um hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum. Talið er að ætlunin hafi verið að sprengja Sears-turninn í Chicago og aðrar byggingar í Bandaríkjunum. Erlent 23.6.2006 12:51
Airbus hækkar verðið Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:51
Handtekinn fyrir innherjasvik Lögregluyfirvöld í Japan handtóku í dag Yoshiaki Murakami, einn helsta fjármálamann landsins, og ákært vegna vafasamra verðbréfaviðskipta. Murakami hefur viðurkennt að hafa keypt bréf í japanska fyrirtækinu Nippon Broadcasting System á síðasta ári. Viðskipti erlent 23.6.2006 10:06
Framtíð friðargæslunnar á Sri Lanka rædd í Ósló Fulltrúar þeirra norrænu ríkja sem hafa eftirlit með vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Sri Lanka ætla að ræða framtíð friðargæslunar á fundi í Ósló í næstu viku. Uppreisnarmenn Tamíl-tígra vilja að norrænum Evrópusambandsríkin þrjú hætti eftirlit og í dag var hlutverki Norðmanna í landinu einnig mótmælt. Erlent 22.6.2006 22:32
Friðarsamkomulag í Sómalíu Íslamskir skæruliðar sem ráðið hafa ríkjum í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna daga hafa samið frið við bráðabirgðaríkisstjórn landsins. Erlent 22.6.2006 18:12
Stefnubreyting liggur í loftinu Vel fór á með þeim Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á óformlegum fundi þeirra í Jórdaníu í dag. Teikn eru á lofti um að Hamas-samtökin muni senn viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. Erlent 22.6.2006 18:08
Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Erlent 22.6.2006 18:03
Vongóður um að Íranar falli frá kjarnorkuáætlun Kofi Annan framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna segist vongóður um að Íranar taki tilboði Vesturlanda gegn því að þeir falli frá kjarnorkuáætlun sinni. Annan átti í dag fund með Mottaki utanríkisráðherra Íran í Genf í Sviss. Erlent 22.6.2006 17:09
BA sakað um brot á samkeppnislögum Breska flugfélagið British Airways, sem hóf áætlunarflug til Íslands í vor, sætir nú rannsókn vegna meintra brota á samkeppnislögum og meintra ólöglegra olíugjalda á flugfargjöld. Erlent 22.6.2006 13:24
Ríkisaðstoð við íbúðalánasjóð Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í morgun að hún hefi ákveðið að hefja formlega athugun á ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð. Innlent 22.6.2006 12:22
Meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka látinn David Walton, sá eini meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka sem í tvígang hefur verið fylgjandi hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í júní en þeir standa í 4,5 prósentum. Viðskipti erlent 22.6.2006 11:24
Allianz segir upp 7.500 manns Þýski fjármálarisinn Allianz hefur ákveðið að setja upp 7.500 manns um allan heim með það fyrir augum að lækka útjöld og auka þjónustuna. Tæpum 2.500 starfsmönnum verður sagt upp í þýska bankanum Dresdner Bank en um 5.000 manns verður sagt upp í tryggingararmi fyrirtækisins, Allianz. Viðskipti erlent 22.6.2006 10:34
Leiðtogar Ísraels og Palestínu fallast í faðma Forsætisráðherra Ísraels Ehud Olmert og forseti Palestínu Mahmoud Abbas féllust í faðma í Jórdaníu í dag en þetta er í fyrsta skipti sem þeir hittast síðan flokkur Olmerts vann þingkosningarnar í mars. Leiðtogarnir taka þátt í tveggja daga ráðstefnu undir heitinu Heimur í hættu en formlegur leiðtogafundur er ráðgerður innan tveggja vikna Erlent 22.6.2006 09:57
Kröfðust fullkomins prentfrelsis í Rússlandi Áætlað er að fimm til sjö hundruð manns hafi safnast saman í Moskvu til að krefjast fullkomins prentfrelsis í landinu þar sem fólkið segir ríkisvaldið stjórna fjölmiðlum með harðri hendi. Erlent 22.6.2006 07:39
Saddam Hussein í mótmælasvelti Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur hafið mótmælasvelti ásamt öðrum sakborningum í réttarhöldunum í Írak eftir að einn af lögfræðingum forsetans var drepinn í gær. Þetta er þriðji lögmaður Husseins sem er drepinn. Erlent 22.6.2006 07:29
Átta menn ákærðir fyrir að myrða Íraka Bandaríski sjóherinn tilkynnti í gær að sjö hermenn og einn sjóliði hefðu verið ákærðir fyrir að myrða íraskan borgara í Hamdania í apríl síðastliðnum. Erlent 22.6.2006 07:16
Skotbardagi við handtöku spilltra fangavarða Tveir létust í átökum sem brutust út þegar reynt var að handtaka fangaverði í Flórída í dag. Fangaverðirnir voru grunaðir um að hafa borgað kvenkyns föngum fyrir kynlífsþjónustu, auk þess að útvega þeim áfengi og fíkniefni. Búið var að handtaka fimm mannanna þegar sá sjötti dró upp byssu sína og hóf skothríð. Hann var annar þeirra sem létust en hinn var starfsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þriðji maðurinn, starfsmaður í fangelsinu, slasaðist en líðan hans er stöðug. Erlent 21.6.2006 23:02
Waters við múrinn í Ísrael Íslandsvinurinn Roger Waters krotaði á múrinn eða girðinguna sem aðskilur Vesturbakkann og Ísraelsríki. "Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög ánægður að hafa séð vegginn," sagði Waters við þetta tækifæri. Heimsókn Waters til Ísraels og Palestínu er hluti af tónleikaferð hans, en hann tók þá ákvörðun að færa tónleika sína frá Tel Aviv í friðarþorpið Neve Shalom Wahat al-Salam, sem bæði er búið Ísraelum og Palestínumönnum. Rokkarinn sagði að þrátt fyrir að hann hefði séð myndir væri það sláandi að standa við vegginn, sjá kort og áætlanir og hvað hann gerir samfélaginu. Waters var einmitt forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd sem gaf út lagið The Wall á sínum tíma, ádeilu á einræði og kúgun. Erlent 21.6.2006 21:06
Suðurríkjaþingmenn á móti lögum um kosningarétt Þingmenn úr suðurríkjunum standa gegn frumvarpi um kosningarétt á Bandaríska þinginu. Til stendur að framlengja lögin um kosningarétt frá 1965, en þau renna út á næsta ári. Samstaða var milli repúblikana og demókrata um nýtt frumvarp en tvö atriði í því eru ekki að skapi suðurríkjaþingmannanna. Erlent 21.6.2006 20:32
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent