Erlent Kjálki græddur á kornabarn Kínverskir læknar græddu í morgun kjálka á eins árs gamlan dreng sem var bitinn heiftarlega af asna fyrir hálfum mánuði. Þótt enn sé of snemmt að segja til um batahorfurnar virðist aðgerðin hafa heppnast ágætlega. Erlent 21.6.2006 17:32 Lögmaður Saddams myrtur Einum af aðallögfræðingum Saddams Hussein var rænt í morgun og hann myrtur. Hann er sá þriðji í verjendaliðinu sem fellur fyrir hendi morðingja. Erlent 21.6.2006 17:29 Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 21.6.2006 17:22 Hagnaður Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent Hagnaður sænsku tískuvörukeðjunnar Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið ætlar í útrás til Kína á næsta ári og mun setja á laggirnar verslanir með föt fyrir bæði kynin. Verlsanirnar munu ekki verða reknar í nafni sænska fyrirtækisins. Viðskipti erlent 21.6.2006 13:11 Mótmæli í Vín Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins Erlent 21.6.2006 12:02 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn seðlabanka Bretlands ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi eru 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir í 10 mánuði í röð. Viðskipti erlent 21.6.2006 10:59 Mega banna stúlkum að bera blæjur í skólum Oslóarborg hefur fengið heimild til þess að banna stúlkum í grunnskólum að bera blæjur sem hylja andlit stúlknanna frá komandi hausti, eftir því sem Aftenposten greinir frá. Erlent 21.6.2006 07:53 Stofnfrumurannsóknir vekja vonir Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný. Erlent 21.6.2006 07:37 Tilgreinir hver tuttugasti flugræninginn átti að vera Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa tilgreint hver var tuttugasti maðurinn sem taka átti að taka þátt í flugránunum 11. september 2001. Erlent 21.6.2006 07:30 Einn af aðalverjendum Husseins drepinn Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni. Erlent 21.6.2006 07:45 Bush fundar með leiðtogum ESB í dag George Bush Bandaríkjaforseti kom í gærkvöld til Vínar í Austurríki þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins. Erlent 21.6.2006 07:23 Ótryggt ástand í Sri Lanka Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga. Erlent 20.6.2006 22:24 Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans. Erlent 20.6.2006 22:19 Charles Taylor kominn til Hollands Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone. Erlent 20.6.2006 22:16 Listasafn opnað með viðhöfn í París Jacques Chirac, Frakklandsforseti, opnaði í dag nýtt listasafn í París. Þetta mun vera fyrsta stóra safnið sem tekið er í notkun þar í borg í frá því 1977 þegar Pompidou safnið var opnað. Erlent 20.6.2006 17:56 Einn stofnenda ETA handtekinn Einn stofnenda ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, var meðal þeirra 12 sem handteknir voru í Frakklandi og á Spáni í dag þegar áhlaup var gert á höfuðstöðvar glæpasamtaka í löndunum tveimur. Erlent 20.6.2006 17:51 Þjóðvarðliðar sendir til New Orleans Borgarstjórinn í New Orleans í Bandaríkjunum kallaði eftir aðstoð þjóðvarðliða í gær svo hægt yrði að stöðva öldu ofbeldis í borginni. Fimm ungmenni voru skotnir til bana við bifreið sína um liðna helgi og er árásin sú mannskæðasta í New Orleans í 11 ár. Erlent 20.6.2006 17:46 Ástandið í Sómalíu Sameinuðu þjóðirnar kanna hvort ástandið í Sómalíu sé tryggt eftir mannskæð átök undanfarið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna halda til höfuðborgarinnar, Mogadishu, seinna í vikunni til að ræða við fulltrúa íslömsku dómstólanna sem náðu völdum í borginni fyrr í mánuðinum. Erlent 20.6.2006 17:00 Bandarísku hermennirnir látnir Tveir bandarískir hermenn, sem saknað hafði verið frá því á föstudag, fundust skammt suður af Bagdad í morgun. Lík mannanna báru þess merki að þeir hefðu verið pyntaðir. Uppreisnarhópur tengdur al Qaeda samtökunum sagðist hafa numið mennina á brott frá landamærastöð þar sem þeir unnu. Erlent 20.6.2006 13:52 Ítalskur saksóknari kærir bandarískan hermann Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir að hafa myrt ítalskan leyniþjónustumann við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði. Erlent 20.6.2006 13:29 Ilmur Beckhams eitraður Ilmur Beckhams er eitraður ef marka má orð Grænfriðunga sem létu greina innihald nýs herrailmvatns sem knattspyrnuhetjan David Beckham hefur lagt nafn sitt við. Erlent 20.6.2006 10:58 Fótboltabullur handteknar í Köln Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús. Erlent 20.6.2006 10:36 Ákærður fyrir morð á ítölskum njósnara Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir morð á ítalska leyniþjónustumanninum Nicola Calipari við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði. Erlent 19.6.2006 22:34 Málverk selt á 10 milljarða Málverk austurríska málarans Gustav Klimt sem Nasistar stálu á valdatíma sínum í Þýskalandi var selt í New York í gær, að því er talið er, fyrir jafnvirði rúmra 10 milljarða íslenskra króna. Málverkið er eitt fjögurra verka Klimt sem Nasistar hrifsuðu til sín. Erlent 19.6.2006 22:31 Varað við hryðjuverkamanni 2003 Bretar máttu vita þegar árið 2003 að einn fjögurra hryðjuverkamanna, sem átti þátt í dauða 52 í hryðjuverkaárás á Lundúnir í fyrra, væri maður sem réttast væri að hafa gætur á. Bandarísk stjórnvöld vöruðu þá bresku leyniþjónustuna við höfuðpaurnum sem þá þegar var bannað að fljúga til Bandaríkjanna. Erlent 19.6.2006 22:28 3 bandarískir hermenn ákærðir fyrir morð Þrír bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem voru í haldi hermanna vegna aðgerða hersveitar í síðasta mánuði. Hermennirnir eru einnig ákærðir fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir að rannsókn færi fram. Erlent 19.6.2006 22:22 Abramovitsj kaupir í Rússlandi Millhouse Capital, fjárfestingafélag rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovitsj, eiganda breska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur samþykkt að kaupa allt að 41 prósents hlut í rússneska námu- og stálfyrirtækin Evraz Group. Hluturinn metinn á 3,2 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði rúmlega 240 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 19.6.2006 19:34 Japanir hóta hörðum viðbrögðum við eldflaugaprófunum Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í morgun að japönsk stjórnvöld myndu í samráði við Bandaríkin bregðast hart við fyrirhuguðum eldflaugaprófunum Norður-Kóreumanna. Erlent 19.6.2006 12:51 Allt í háaloft hjá Airbus Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, ætlar að hittast til fundar og fjalla um stöðu mála. Tvisvar hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota frá fyrirtækinu nú síðast í liðinni viku. Margir væntanlegir kaupendur hafa vegna þessa snúið sér annað og gengi hlutabréfa í EADS hefur fallið um heil 26 prósent vegna þessa. Viðskipti erlent 19.6.2006 12:31 Ný kauphöll í Bretlandi? Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem fyrir er í borginni. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. Viðskipti erlent 19.6.2006 11:23 « ‹ 322 323 324 325 326 327 328 329 330 … 334 ›
Kjálki græddur á kornabarn Kínverskir læknar græddu í morgun kjálka á eins árs gamlan dreng sem var bitinn heiftarlega af asna fyrir hálfum mánuði. Þótt enn sé of snemmt að segja til um batahorfurnar virðist aðgerðin hafa heppnast ágætlega. Erlent 21.6.2006 17:32
Lögmaður Saddams myrtur Einum af aðallögfræðingum Saddams Hussein var rænt í morgun og hann myrtur. Hann er sá þriðji í verjendaliðinu sem fellur fyrir hendi morðingja. Erlent 21.6.2006 17:29
Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Erlent 21.6.2006 17:22
Hagnaður Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent Hagnaður sænsku tískuvörukeðjunnar Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið ætlar í útrás til Kína á næsta ári og mun setja á laggirnar verslanir með föt fyrir bæði kynin. Verlsanirnar munu ekki verða reknar í nafni sænska fyrirtækisins. Viðskipti erlent 21.6.2006 13:11
Mótmæli í Vín Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins Erlent 21.6.2006 12:02
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Stjórn seðlabanka Bretlands ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi eru 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir í 10 mánuði í röð. Viðskipti erlent 21.6.2006 10:59
Mega banna stúlkum að bera blæjur í skólum Oslóarborg hefur fengið heimild til þess að banna stúlkum í grunnskólum að bera blæjur sem hylja andlit stúlknanna frá komandi hausti, eftir því sem Aftenposten greinir frá. Erlent 21.6.2006 07:53
Stofnfrumurannsóknir vekja vonir Stofnfrumurannsóknir bandarískra vísindamanna gefa von um að vinna megi á móti lömun með því að rækta úr stofnfrumum taugar og annað sem upp á vantar til að lamaðir vöðvar geti hreyfst á ný. Erlent 21.6.2006 07:37
Tilgreinir hver tuttugasti flugræninginn átti að vera Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa tilgreint hver var tuttugasti maðurinn sem taka átti að taka þátt í flugránunum 11. september 2001. Erlent 21.6.2006 07:30
Einn af aðalverjendum Husseins drepinn Einn af aðallögfræðingum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, hefur verið drepinn. Þetta hefur íröksk lögregla staðfest. Manninum, Khamis al-Obaidi, mun hafa verið rænt í Bagdad og hann skotinn skömmu síðar en líkið af honum fannst í höfuðborginni. Erlent 21.6.2006 07:45
Bush fundar með leiðtogum ESB í dag George Bush Bandaríkjaforseti kom í gærkvöld til Vínar í Austurríki þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins. Erlent 21.6.2006 07:23
Ótryggt ástand í Sri Lanka Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga. Erlent 20.6.2006 22:24
Mikil öryggisgæsla í Vín vegna heimsóknar Bush Mikil öryggisgæsla verður í Vín í Austurríki í kvöld og og á morgun en Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar í kvöld til fundar við fulltrúa Evrópusambandsins sem verður á morgun. Þrjú þúsund lögreglumenn verða að störfum í borginni næsta sólahring en búist er við mótmælum vegna heimsóknar forsetans. Erlent 20.6.2006 22:19
Charles Taylor kominn til Hollands Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, kom til Hollands í kvöld þar sem réttað verður yfir honum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi í 10 ára borgarastríði í Sierra Leone. Erlent 20.6.2006 22:16
Listasafn opnað með viðhöfn í París Jacques Chirac, Frakklandsforseti, opnaði í dag nýtt listasafn í París. Þetta mun vera fyrsta stóra safnið sem tekið er í notkun þar í borg í frá því 1977 þegar Pompidou safnið var opnað. Erlent 20.6.2006 17:56
Einn stofnenda ETA handtekinn Einn stofnenda ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, var meðal þeirra 12 sem handteknir voru í Frakklandi og á Spáni í dag þegar áhlaup var gert á höfuðstöðvar glæpasamtaka í löndunum tveimur. Erlent 20.6.2006 17:51
Þjóðvarðliðar sendir til New Orleans Borgarstjórinn í New Orleans í Bandaríkjunum kallaði eftir aðstoð þjóðvarðliða í gær svo hægt yrði að stöðva öldu ofbeldis í borginni. Fimm ungmenni voru skotnir til bana við bifreið sína um liðna helgi og er árásin sú mannskæðasta í New Orleans í 11 ár. Erlent 20.6.2006 17:46
Ástandið í Sómalíu Sameinuðu þjóðirnar kanna hvort ástandið í Sómalíu sé tryggt eftir mannskæð átök undanfarið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna halda til höfuðborgarinnar, Mogadishu, seinna í vikunni til að ræða við fulltrúa íslömsku dómstólanna sem náðu völdum í borginni fyrr í mánuðinum. Erlent 20.6.2006 17:00
Bandarísku hermennirnir látnir Tveir bandarískir hermenn, sem saknað hafði verið frá því á föstudag, fundust skammt suður af Bagdad í morgun. Lík mannanna báru þess merki að þeir hefðu verið pyntaðir. Uppreisnarhópur tengdur al Qaeda samtökunum sagðist hafa numið mennina á brott frá landamærastöð þar sem þeir unnu. Erlent 20.6.2006 13:52
Ítalskur saksóknari kærir bandarískan hermann Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir að hafa myrt ítalskan leyniþjónustumann við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði. Erlent 20.6.2006 13:29
Ilmur Beckhams eitraður Ilmur Beckhams er eitraður ef marka má orð Grænfriðunga sem létu greina innihald nýs herrailmvatns sem knattspyrnuhetjan David Beckham hefur lagt nafn sitt við. Erlent 20.6.2006 10:58
Fótboltabullur handteknar í Köln Fjórir stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta voru handteknir fyrir skrílslæti í Köln í nótt, þegar eftirvænting þeirra eftir leik Englendinga gegn Svíþjóð fór úr böndunum. Sextán lögreglumenn slösuðust í átökunum og þurfti einn að leggjast inn á sjúkrahús. Erlent 20.6.2006 10:36
Ákærður fyrir morð á ítölskum njósnara Ítalskur saksóknari hefur að sögn þarlendra fjölmiðla ákveðið að ákæra bandarískan hermann fyrir morð á ítalska leyniþjónustumanninum Nicola Calipari við varðstöð í Írak í fyrra. Líklegt er að réttað verði í málinu að honum fjarstöddum og hann kærður fyrir morð og tvö morðtilræði. Erlent 19.6.2006 22:34
Málverk selt á 10 milljarða Málverk austurríska málarans Gustav Klimt sem Nasistar stálu á valdatíma sínum í Þýskalandi var selt í New York í gær, að því er talið er, fyrir jafnvirði rúmra 10 milljarða íslenskra króna. Málverkið er eitt fjögurra verka Klimt sem Nasistar hrifsuðu til sín. Erlent 19.6.2006 22:31
Varað við hryðjuverkamanni 2003 Bretar máttu vita þegar árið 2003 að einn fjögurra hryðjuverkamanna, sem átti þátt í dauða 52 í hryðjuverkaárás á Lundúnir í fyrra, væri maður sem réttast væri að hafa gætur á. Bandarísk stjórnvöld vöruðu þá bresku leyniþjónustuna við höfuðpaurnum sem þá þegar var bannað að fljúga til Bandaríkjanna. Erlent 19.6.2006 22:28
3 bandarískir hermenn ákærðir fyrir morð Þrír bandarískir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem voru í haldi hermanna vegna aðgerða hersveitar í síðasta mánuði. Hermennirnir eru einnig ákærðir fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir að rannsókn færi fram. Erlent 19.6.2006 22:22
Abramovitsj kaupir í Rússlandi Millhouse Capital, fjárfestingafélag rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovitsj, eiganda breska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur samþykkt að kaupa allt að 41 prósents hlut í rússneska námu- og stálfyrirtækin Evraz Group. Hluturinn metinn á 3,2 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði rúmlega 240 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 19.6.2006 19:34
Japanir hóta hörðum viðbrögðum við eldflaugaprófunum Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, sagði í morgun að japönsk stjórnvöld myndu í samráði við Bandaríkin bregðast hart við fyrirhuguðum eldflaugaprófunum Norður-Kóreumanna. Erlent 19.6.2006 12:51
Allt í háaloft hjá Airbus Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, ætlar að hittast til fundar og fjalla um stöðu mála. Tvisvar hefur verið tilkynnt um tafir á framleiðslu Airbus A380 risaþota frá fyrirtækinu nú síðast í liðinni viku. Margir væntanlegir kaupendur hafa vegna þessa snúið sér annað og gengi hlutabréfa í EADS hefur fallið um heil 26 prósent vegna þessa. Viðskipti erlent 19.6.2006 12:31
Ný kauphöll í Bretlandi? Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem fyrir er í borginni. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. Viðskipti erlent 19.6.2006 11:23
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent