Lög og regla

Fréttamynd

Úrskurðaður í síbrotagæslu

Maður um tvítugt, sem staðinn var að verki við innbrot í verslunarmiðstöð í Breiðholti aðfaranótt þriðjudags, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fimm vikur, eða til sautjánda nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Sjöundi maðurinn handtekinn

Sjöundi maðurinn var handtekinn í gær vegna rannsóknar á umfangsmiklu smygli á kókaíni, amfetamíni og LSD með Dettifossi. Tveimur hefur verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegu slysi forðað

Litlu mátti muna að mjög alvarlegt umferðarslys yrði þegar ökumaður jeppabifreiðar tók fram úr bílaröð og lenti á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt á móts við Ingólfshvol í Ölfusi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur til greiðslu bóta

Hæstiréttur hefur dæmt mann til að greiða öðrum manni tíu milljónir króna í bætur vegna viðbótarúthlutunar til krókabáta sem hann fékk út á aflareynslu hins mannsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað manninn af skaðabótakröfum.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn tvær nætur í röð

Lögreglumenn handtóku í nótt tæplega tvítugan mann á vettvangi þar sem hann hafði brotist inn í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Það væri vart í frásögu færandi ef sami maðurinn hefði ekki líka verið handtekinn við innbrot á sama stað og um svipað leyti í fyrrinótt.

Innlent
Fréttamynd

Bílar skullu saman í Garði

Minnstu munaði að slys hlytist af í gærkvöldi þegar ölvaður ökumaður ók þvers og kruss um veginn á leið heim til sín suður í Garði. Þegar bíll kom á móti honum tókst honum ekki að halda sig á sínum vegarhelmingi þannig að hliðar bílanna skullu saman og speglar og hliðarrúður brotnuðu.

Innlent
Fréttamynd

Heimasíða með nöfnum dópsala

Maður í Breiðholti hefur sett upp heimasíðu þar sem hann nafngreinir tuttugu og fimm menn og heldur því fram að þeir séu viðriðnir eiturlyfjasölu. Maðurinn sem stendur á bak við síðuna segir handrukkara hafa rænt syni hans og upp úr því hafi hann farið að safna sér upplýsinga um eiturlyfjasala.

Innlent
Fréttamynd

Sjöundi maðurinn í gæsluvarðhald

Karlmaður sem var handtekinn í Reykjavík í fyrradag vegna rannsóknar á smygli mikils magns fíkniefna með Dettifossi var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. október næstkomandi. Hann er sjöundi maðurinn sem er handtekinn og dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt.

Innlent
Fréttamynd

121 milljón í sekt

Örn Garðarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega 121 milljón króna í sekt fyrir rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik.

Innlent
Fréttamynd

Gruna að ein byssan sé illa fengin

Fjöldi vopna fundust í þremur húsleitum á Hellissandi um síðustu helgi. Leitarheimild var fenginn eftir að par, á fertugs og fimmtugsaldri, var handtekið grunað um fíkniefnamisferli. Parið hafi húsin, þrjú sem leitað var í, til umráða.

Innlent
Fréttamynd

Sögð hafa flutt 14 kíló af hassi

37 ára kona er ákærð af ríkissaksóknara fyrir innflutning á tæpleg fjórtán kílóum af hassi. 25 ára gamall maður er ákærður fyrir að hafa staðið að, ásamt konunni, að innflutningi á tæpum níu kílóum af hassinu. Hassið var flutt til landsins með tveimur fraktsendingum, bæði með skipi og flugi, í febrúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan finnur ekki eigendurna

Tuttugu og þriggja ára Lithái, var í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi, fyrir innflutning á rúmum 297 grömmum af kókaíni, í lok ágúst. Hann ákvað að una dómnum eftir ráðlegginum verjanda síns, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur. Sækjandinn lagði til fimmtán mánaða fangelsi. Ekkert er vitað um vitorðsmenn Litháans.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur fíkniefnamál í Hafnarfirði

Lögreglan í Hafnarfirði kom upp um fjögur fíkniefnamál um helgina. Á föstudagskvöldið lagði hún hald á fimmtíu grömm af meintu amfetamíni eftir leit í bifreið og í framhaldi af því í íbúð manns.

Innlent
Fréttamynd

Konan á batavegi

Ekki er vitað hvað olli því bílslysi á Þjórsárdalsvegi að morgni sunnudags en lögreglan á Selfossi og Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsakar málið. Ljóst er að bílnum var ekið út á hægri vegaröxl og svo aftur inn á veginn þar sem hann valt. Talið er að hann hafi farið fleiri en eina veltu.

Innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir líkamsárás

Nítján ára piltur var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið, fyrir fíkniefnabrot, eignaspjöll og líkamsárás. Refsingu annars, sem einnig var ákærður fyrir innbrot og eignaspjöll, var frestað og fellur hún niður haldi hann skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði lífláti

Fertugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir gegn dóttur sambýliskonu sinnar og kærasta hennar.

Innlent
Fréttamynd

Skaðabætur fyrir símhleranir

Íslenska ríkinu var gert að greiða tveimur mönnum, fimmtíu þúsund krónur hvorum, fyrir símhleranir lögreglunnar á Blönduósi, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Mennirnir voru búsettir á sveitabæ í Húnavatnssýslu og grunaði lögregluna að kannabisræktun færi fram á bænum. Mennirnir voru ekki viðriðnir ræktun kannabisplantna.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst um ákæru

Ekki hefur verið ákveðið hvort máli manns sem skaut um tíu skotum á tvö hús á Reykhólum um verslunarmannahelgina ljúki með sektum eða ákæru, að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á Patreksfirði.

Innlent
Fréttamynd

Tveir látnir eftir bílveltu

Tveir menn létust og fimm slösuðust í umferðarslysi í Þjórsárdal um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi varð slysið með þeim hætti að jeppabifreið valt á þjóðveginum milli Skriðufells og Búrfellsvirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í bílveltu

Tveir menn biðu bana og fimm slösuðust þegar jeppi valt á Þjórsárdalsvegi rétt ofan við afleggjarann að Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærmorgun. Sjö manns voru í bílnum, tveir eru taldir hafa látist samstundis og fimm voru sendir á sjúkrahús í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Þjórsárdal

Alvarlegt bílslys varð í Þjórsárdal á veginum skammt frá afleggjaranum að Skriðufelli fyrir liðlega klukkustund. Þá valt sjö manna jeppi og segir lögregla á Selfossi að hann hafi verið fullur af erlendum ferðamönnum. Fyrstu upplýsingar lögreglu eru að þrír eða fjórir mannanna séu mikið slasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Enn í stofufangelsi í Texas

Bandarísk stjórnvöld hafa enn ekki svarað beiðni íslenskra stjórnvalda um að tvítugur Íslendingur, sem haldið hefur verið föngnum í Texas í sjö ár, fáist framseldur til Íslands. Hann var 13 ára dæmdur fyrir kynferðisbrot sem hann er sagður hafa framið þegar hann var 11 ára. 

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta við Ljósafoss

Fólksbifreið valt við Ljósafoss klukkan hálfþrjú í dag. Ung kona var þar ein á ferð og virðist hún hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og hafnaði úti í skurði.

Innlent
Fréttamynd

Skattrannsóknarstjóri þarf meira

Skattrannsóknarstjóri hefur farið fram á viðbótarfjárheimild í fjáraukalögum fyrir þetta ár upp á fjórtán milljónir króna. Þessarri fjárhæð er ætlað að mæta kostnaði vegna stórra mála sem eru til meðferðar hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

77 kílómetrum yfir hámarkshraða

Tveir ungir piltar voru teknir fyrir hraðakstur innanbæjar á Egilsstöðum í nótt. Annar þeirra mældist á 100 kílómetra hraða en hinn á 127 kílómetra hraða á stað þar sem leyfður er 50 kílómetra hámarkshraði, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Dauðsfall við Hólmavík

Tilkynnt var um mannshvarf í umdæmi lögreglunnar á Hólmavík seinni partinn á laugardaginn. Leitað var að manninum í sveitinni við Hólmavík í dágóða stund áður en hann fannst látinn.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í bílveltu

Íslendingur og Brasilíumaður létust í bílslysi í Þjórsárdal í morgun. Jeppabifreið sem þeir voru í ásamt fimm öðrum valt á veginum og gjöreyðilagðist.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur annar hinna látnu

Tveir menn, Íslendingur og Brasilíumaður, létust og fimm slösuðust í umferðarslysi í Þjórsárdal um klukkan ellefu í morgun. Hinir slösuðu, fjórir Bandaríkjamenn og einn Breti, voru allir fluttir á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík, þrír með sjúkrabílum og tveir með þyrlu.

Innlent
Fréttamynd

Kraftaverk að lifa bílveltu af

Í gær lenti Birta Jónsdóttir, 22 ára heimavinnandi húsmóðir, í bílslysi í nágrenni Selfoss. Hún slapp á ótrúlegan hátt þegar bíll hennar fór nokkrar veltur og endaði ofan í skurði. Hvolpurinn Lísa stökk í fang á Birtu og sleikti hana í framan svo Birta missti stjórn á bílnum. Birta þakkar guði fyrir að hafa komist lífs af. Faðir hennar segir það kraftaverk.

Innlent
Fréttamynd

Innbrot á Selfossi

Brotist var inn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í nótt og stolið þaðan skjávarpa auk þess sem nokkrar skemmdir voru unnar á húsakynnum. Þjófurinn eða þjófarnir brutust inn í nýtt íþróttahús skólans sem tekið var í notkun í haust. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Innlent