Innlent

Exista féll um 33,33 prósent
Gengi hlutabréfa í Existu féll um 33,33 prósent í dag og endaði í fjórum aurum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. Dagurinn einkenndist af lækkun í Kauphöllinni.

Exista hækkaði um 16,67 prósent
Gengi hlutabréfa í Existu skaust upp um 16,67 prósent í þrettán viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna, sem fóru úr salti Fjármálaeftirlitsins fyrir viku, stendur nú í sjö aurum á hlut.

Krónan veikist um 0,7 prósent
Gengi krónunnar hefur veikst um 0,7 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun og stendur gengisvísitalan nú í 204,5 stigum, samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings. Gengisskráning krónunnar hefur verið nokkuð á reiki eftir að gjaldeyrishöft voru samþykkt á Alþingi fyrir hálfum mánuði og nokkur gengi í gangi á gjaldeyrismörkuðum.

Century Aluminum fellur um rúm sjö prósent
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, skall niður um 7,62 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1.030 krónum á hlut. Á eftir fylgdir gengi bréfa í Bakkavör, sem féll um 4,79 prósent og í Straumi, sem féll um 4,76 prósent.

Exista hækkaði um 20 prósent
Gengi hlutabréfa í Existu endaði í tuttugu prósenta plús og sex aurum á hlut eftir nokkrar sveiflur. Þegar best lét í byrjun dags rauk það upp um 100 prósent, úr fimm aurum í tíu.

Exista hækkar um 100 prósent
Gengi hlutabréfa í Existu rauk úr fimm aurum í tíu í tveimur viðskiptum upp á 50 þúsund krónur í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Það jafngildir 100 prósenta hækkun. Þá hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um 8,78 prósent, Straums um 1,75 prósent og Bakkavarar um 0,56 prósent.

Exista fallið í fimm aura á hlut
Gengi hlutabréfa í Existu féll um 64,29 prósent í dag og endaði í fimm aurum á hlut. Gengi bréfa í félaginu, sem fór úr níu vikna salti Fjármálaeftirlitsins í gær og verður tekið af markaði á föstudag, hefur aldrei verið lægra.

Bakkavör hækkar - Exista fellur
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,27 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og Straums um 0,68 prósent. Á sama tíma féll verðmæti bréfa í Existu úr 14 aurum í 10, eða um rúm 28 prósent.

Sparisjóðabankinn fær frest til enda janúar
Seðlabankinn hefur frestað veðkalli á hendur Sparisjóðabankanum (áður Icebank) sem taka átti gildi í dag. Fresturinn er til 28. janúar á næsta ári.

Alþingi samþykkti upprunalega áætlun um Icesave
Alþingi samþykkti á föstudag þingsályktun sem heimilar ríkisstjórninni að ganga til samninga um Icesave málið. Forsenda þeirra viðræðna er að Íslendingar ábyrgist innistæður á reikningum upp að 20.887 evrum á hvern reikning. Málið tengist náið efnahagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum þjóðum. En sem kunnugt er fékkst sú aðstoð ekki fyrr en Icesave málinu var landað.

Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú
Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu.

Exista á 10 aura og - Straumur á rúman túkall
Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 97,8 prósent og bréf Straums 64,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf beggja félaga hafa verið á salti í rúma tvö mánuði.

Century Aluminum hækkar um fimmtung
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, stökk upp um 19,85 prósent í Kauphöllinni á miklum uppsveifludegi í dag. Á eftir fylgdu bréf Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 9,65 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 8 prósent, Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,66 prósent og Össur, en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,17 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,76 prósent.

Eyrir tapaði engu á bönkunum, NBI orðinn hluthafi
Eyrir Invest varð ekki fyrir skakkaföllum af völdum bankahrunsins í byrjun október. Félagið hefur náð samkomulagi um að taka yfir hlut Nýja Landsbankans (NIB) í London Acquisition í hollensku iðnsamsteypunni Stork. Félagið er í eigu Landsbankans, Eyris og breska fjárfestingafélagsins Candover.

Marel rýkur upp í morgunsárið
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur rokið upp um 4,14 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur, sem hefur hækkað um 1,67 prósent. Þá hefur gengi Bakkavarar hækkað um 0,67 prósent.

Bakkavör hækkar - annað á niðurleið
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,74 prósent í Kauphöllinni það sem af er dags. Gengi bréfanna hefur rokið upp síðasta mánuðinn, eða um 80 prósent.

Dollarinn kominn undir 130 krónur
Gengisvísitala krónunnar hefur styrkst um fimm prósent á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur hún í 218 stigum. Þessu samkvæmt hefur gengið styrkst um þrettán prósent frá því krónunni var fleytt í gær.

Krónan styrktist um tæp fjögur prósent
Gengi krónunnar styrktist um tæp 3,9 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og endaði gengisvísitalan í 239,94 stigum. Þegar mest lét styrkist hún um rúm sex prósent.

Atorka rauk upp í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Atorku rauk upp um 30,9 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Hafa ber í huga að aðeins þrjú viðskipti upp á rúmar 203 þúsund krónur standa á bak við stökkið.

Velkomin til Austur-Þýskalands
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,18 prósent frá því hún var sett á flot í morgun og hangir gengisvísitalan við 250 stigin. Skilaskylda setur mark sitt á viðskipti með krónuna, sem eru aðeins brot af því sem var fyrir bankahrunið.

Þrjú viðskipti í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur lækkað um 0,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í dag. Þá fylgir Bakkavör fast á eftir með 0,61 prósent lækkun.

Bakkavör hækkast mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,21 prósent í Kauphöllinni í fjórum viðskiptum upp á 1,2 milljónir króna. Þetta er mesta og önnur hækkun dagsins en á hæla félagsins fylgir Færeyjabanki, sem hefur hækkað um 1,54 prósent.

Marel hækkar mest í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,83 prósent, í stoðtækjaframleiðandanum Össur um 1,22 prósent og í Bakkavör 0,88 prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins.

Kauphallarmínus á mánudegi
Gengi hlutabréfa í Atorku Group féllu um 32,58 prósent í einum kaupum upp á rúmar 401 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Samkvæmt uppgjöri félagsins á föstudag tapaði Atorka 2,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi.

Gjaldeyrisreglur Seðlabankans endurskoðaðar - ekki lögin
Endurskoðun stendur til á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál en ekki á lögunum sem slíkum. Þetta segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Atorka rauk upp í örlitlum viðskiptum
Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 78 prósent í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 6.611 krónur standa á bak við hækkunina. Þá hækkaði gengi hlutabréfa í Century Aluminum um 11,5 prósent, Bakkavör um 1,66 prósent og Marel Food Systems um 0,26 prósent.

Exista tapaði tæpum 13 milljörðum á þriðja fjórðungi
Exista tapaði 87,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 7,4 milljónum evra. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings. Eign félagsins í bankanum gufaði upp nokkrum dögum síðar þegar ríkið tók hann yfir í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis um mánaðamótin september-október.

Bakkavör hreyfist eitt í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,83 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hreyfingin í Kauphöllinni það sem af er dags.

Enn rýkur álfélagið upp
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 14,54 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Bréfin hafa rokið upp um tæp 46 prósent frá því á föstudag í síðustu viku.

Century Aluminum hækkar um 28% á fjórum dögum
Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 10,8 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, en það hefur rokið upp um 28 prósent síðustu fjóra viðskiptadaga.