Ástin á götunni Lokeren lagði Sint Truden Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson voru í byrjunarliði Lokeren sem vann Sint Truden 2-1 í belgísku fyrstu deildinni í fótbolta í gær. Lokeren er með 10 stig eftir fimm umferðir í sjötta sæti. Sport 14.10.2005 06:43 Barcelona og Real Madrid töpuðu Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar stórveldin Barcelona og Real Madrid töpuðu leikjum sínum. Nýliðarnir tveir hjá Real Madrid, Julio Babtista (90mín) og Ramos Sergio (88. mín) voru báðir reknir af velli með rauðu spjaldi þegar liðið tapaði fyrir Espanyol 1-0 og var það því 9 manna lið Real sem lauk leiknum. Sport 14.10.2005 06:43 Jafnt hjá Valencia og Deportivo Valencia og Deportivo La Coruna gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Diego Tristan kom Depor yfir en David Villa og Miguel skoruðu fyrir Valencia en Sergio jafnaði metin fyrir Coruna-menn. Bæði lið misstu mann út af í leiknum með rautt spjald. Sport 14.10.2005 06:43 Hef séð það svartara Vanderlei Luxemburgo, knattspyrnustjóri Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir enda gengur hvorki né rekur hjá liðinu. Farið er að hitna allverulega undir stólnum hans og margir sem spá því að hann verði látinn fjúka áður en langt um líður. Hann efast þó ekki um að liðið nái að rífa sig upp úr sleninu og biður menn að sýna stillingu. Sport 14.10.2005 06:43 Valskonur mæta Evrópumeisturunum Kvennalið Vals mætir sjálfum Evrópumeisturunum í þýska liðinu Turbine Potsdam í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Valur mætir þýska liðinu í Reykjavík 8. október og ytra 19. október. Sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir annaðhvort Spörtu Prag frá Tékklandi eða Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð í undanúrslitum. Sport 14.10.2005 06:43 Íslendingarnir í enska í dag Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikirnir á Englandi hófust nú kl. 14. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem tekur á móti West Ham. Sport 14.10.2005 06:43 Valsstúlkur í 8 liða úrslit Valur tryggði sér í dag farseðilinn í 8 liða úrslit Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu þegar þær burstuðu Alma frá Kazakstan 8-0 í B-riðli 2. umferðar keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir tvö en Dóra Stefánsdóttir og Rakel Logadóttir eitt mark hvor. Sport 14.10.2005 06:43 Aukaæfingar fyrir Ronaldinho Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag. Sport 14.10.2005 06:43 Ívar skoraði sigurmark Reading Ívar Ingimarsson var hetja Reading í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Crewe á 81. mínútu. Ívar lék að venju allan leikinn í liði Reading eins og Brynjar Björn Gunnarsson. Sport 14.10.2005 06:43 Chelsea vann toppslaginn Chelsea lagði Charlton 2-0 í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eru Englandsmeistararnir því eina liðið með fullt hús stiga að loknum 6 leikjum. Hernan Crespo og Arjen Robben skoruðu mörkin. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í liði Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Sport 14.10.2005 06:43 Friedel ánægður með samninginn Brad Friedel, markvörður Blackburn Rovers, hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við félagið og lofar að gefa liðinu "þrjú góð ár í viðbót", en hann hefur verið hjá Blackburn í fimm ár, en var áður hjá Liverpool. Sport 14.10.2005 06:42 Kostic velur U-17 hópinn Lúkas Kostic, þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið átján manna hóp sem tekur þátt í undankeppni EM. Riðill Íslands verður spilaður í Andorra dagana 23-27. og auk heimamanna verða Svíar og Tékkar í riðlinum. Liðið heldur utan 21. september og kemur aftur heim þann 28. Sport 14.10.2005 06:42 Bayern getur slegið met á morgun Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen geta slegið met sitt yfir flesta sigra í röð í þýsku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið mætir Hanover 96 á morgun, en með sigri vinnur liðið sitt 14. leik í röð, sem telur frá síðasta tímabili. Sport 14.10.2005 06:42 Stelpurnar hækka um eitt sæti Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 17. sæti listans og hafði sætaskipti við Holland. Sport 14.10.2005 06:43 Gríðarlegt áfall fyrir Man Utd Manchester United varð fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt áðan þegar tilkynnt var að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze orðið frá út leiktíðinu vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Villareal í fyrrakvöld. Sport 14.10.2005 06:42 Allardyce sáttur við sigurinn Sam Allardyce, stjóri Bolton, var mjög sáttur við að hans menn skildu ná að sigra Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í gær, en þó voru margir hlutir í leik liðsins sem hann gerði athugasemdir við. Sport 14.10.2005 06:42 Van Persie fær eins leiks bann Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun. Sport 14.10.2005 06:42 Gunnar skoraði gegn Lissabon Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Grétar Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Krylya Sovetov frá Rússlandi 5-3 á útivelli. Sport 14.10.2005 06:42 McClaren ánægður með sína menn Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0. Sport 14.10.2005 06:42 Versta augnablik ferils míns David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagði að tapið gegn Dinamo Búkarest í gær verstu upplifun sína á ferlinum sem knattspyrnustjóra, en bætti við að breytinga væri að vanta á liði sínu á næstunni því hann væri langt í frá ánægður með marga leikmenn sína. Sport 14.10.2005 06:42 Wenger vill semja við Henry Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill ólmur nota tímann sem Thierry Henry verður frá á næstunni vegna meiðsla til að ræða nýjan samning við félagið og bendir á að málið ætti að leysast fljótlega þar sem Henry sé ekki peningagráðugur maður. Sport 14.10.2005 06:42 Valsstúlkur vekja athygli ytra Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Sport 14.10.2005 06:43 Víkingar upp, Völsungur niður Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna. Sport 14.10.2005 06:43 Augenthaler rekinn Klaus Augenthaler, knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen, var í morgun sagt upp störfum hjá félaginu og mun yfirmaður knattspyrnumála hjá Leverkusen, Rudi Völler, taka við starfi hans tímabundið þar til annar maður fæst í starfið. Sport 14.10.2005 06:42 Heitt í kolunum hjá WBA Bryan Robson, stjóri West Brom hefur viðurkennt að leikmenn liðsins hafi tekist á í búningsklefanum eftir tapið sára gegn Wigan í úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en segir atburðinn jákvæðan í sínum augum, því það sýni að leikmönnum standi ekki á sama um lélegan árangur liðsins. Sport 14.10.2005 06:42 Ekur Bergkamp til Amsterdam? Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. Sport 14.10.2005 06:42 Neville klár í slaginn Phil Neville, leikmaður Everton, segir það kjörið tækifæri fyrir Everton að ná sér á réttan kjöl með sigri á Dinamo Bukarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en liðið hefur byrjað nokkuð illa í ensku úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:42 Gunnar Heiðar á skotskónum Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum með liði sínu Halmstad í Svíþjóð í kvöld, en eins og svo oft áður á leiktíðinni nægði það ekki til sigurs. Sport 14.10.2005 06:42 Ætlar sér stóra hluti með Blika Karl Brynjólfsson, formaður Meistaraflokksráðs Breiðabliks, ætlar félaginu stóra hluti í framtíðinni og er ákveðinn í að gera liðið að Evrópumeisturum innan skamms. Sport 14.10.2005 06:42 Sheringham er einstakur Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að þó Teddy Sheringham sé svo sannarlega að storka aldurslögmálinu með því að vera fastamaður í liði í ensku úrvalsdeildinni, verði hann líklega að gefa honum örlitla hvíld svo hann sprengi sig ekki. Sport 14.10.2005 06:42 « ‹ 301 302 303 304 305 306 307 308 309 … 334 ›
Lokeren lagði Sint Truden Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson voru í byrjunarliði Lokeren sem vann Sint Truden 2-1 í belgísku fyrstu deildinni í fótbolta í gær. Lokeren er með 10 stig eftir fimm umferðir í sjötta sæti. Sport 14.10.2005 06:43
Barcelona og Real Madrid töpuðu Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar stórveldin Barcelona og Real Madrid töpuðu leikjum sínum. Nýliðarnir tveir hjá Real Madrid, Julio Babtista (90mín) og Ramos Sergio (88. mín) voru báðir reknir af velli með rauðu spjaldi þegar liðið tapaði fyrir Espanyol 1-0 og var það því 9 manna lið Real sem lauk leiknum. Sport 14.10.2005 06:43
Jafnt hjá Valencia og Deportivo Valencia og Deportivo La Coruna gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Diego Tristan kom Depor yfir en David Villa og Miguel skoruðu fyrir Valencia en Sergio jafnaði metin fyrir Coruna-menn. Bæði lið misstu mann út af í leiknum með rautt spjald. Sport 14.10.2005 06:43
Hef séð það svartara Vanderlei Luxemburgo, knattspyrnustjóri Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir enda gengur hvorki né rekur hjá liðinu. Farið er að hitna allverulega undir stólnum hans og margir sem spá því að hann verði látinn fjúka áður en langt um líður. Hann efast þó ekki um að liðið nái að rífa sig upp úr sleninu og biður menn að sýna stillingu. Sport 14.10.2005 06:43
Valskonur mæta Evrópumeisturunum Kvennalið Vals mætir sjálfum Evrópumeisturunum í þýska liðinu Turbine Potsdam í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Valur mætir þýska liðinu í Reykjavík 8. október og ytra 19. október. Sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir annaðhvort Spörtu Prag frá Tékklandi eða Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð í undanúrslitum. Sport 14.10.2005 06:43
Íslendingarnir í enska í dag Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikirnir á Englandi hófust nú kl. 14. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem tekur á móti West Ham. Sport 14.10.2005 06:43
Valsstúlkur í 8 liða úrslit Valur tryggði sér í dag farseðilinn í 8 liða úrslit Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu þegar þær burstuðu Alma frá Kazakstan 8-0 í B-riðli 2. umferðar keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir tvö en Dóra Stefánsdóttir og Rakel Logadóttir eitt mark hvor. Sport 14.10.2005 06:43
Aukaæfingar fyrir Ronaldinho Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag. Sport 14.10.2005 06:43
Ívar skoraði sigurmark Reading Ívar Ingimarsson var hetja Reading í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Crewe á 81. mínútu. Ívar lék að venju allan leikinn í liði Reading eins og Brynjar Björn Gunnarsson. Sport 14.10.2005 06:43
Chelsea vann toppslaginn Chelsea lagði Charlton 2-0 í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eru Englandsmeistararnir því eina liðið með fullt hús stiga að loknum 6 leikjum. Hernan Crespo og Arjen Robben skoruðu mörkin. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í liði Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Sport 14.10.2005 06:43
Friedel ánægður með samninginn Brad Friedel, markvörður Blackburn Rovers, hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við félagið og lofar að gefa liðinu "þrjú góð ár í viðbót", en hann hefur verið hjá Blackburn í fimm ár, en var áður hjá Liverpool. Sport 14.10.2005 06:42
Kostic velur U-17 hópinn Lúkas Kostic, þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið átján manna hóp sem tekur þátt í undankeppni EM. Riðill Íslands verður spilaður í Andorra dagana 23-27. og auk heimamanna verða Svíar og Tékkar í riðlinum. Liðið heldur utan 21. september og kemur aftur heim þann 28. Sport 14.10.2005 06:42
Bayern getur slegið met á morgun Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen geta slegið met sitt yfir flesta sigra í röð í þýsku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið mætir Hanover 96 á morgun, en með sigri vinnur liðið sitt 14. leik í röð, sem telur frá síðasta tímabili. Sport 14.10.2005 06:42
Stelpurnar hækka um eitt sæti Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 17. sæti listans og hafði sætaskipti við Holland. Sport 14.10.2005 06:43
Gríðarlegt áfall fyrir Man Utd Manchester United varð fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt áðan þegar tilkynnt var að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze orðið frá út leiktíðinu vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Villareal í fyrrakvöld. Sport 14.10.2005 06:42
Allardyce sáttur við sigurinn Sam Allardyce, stjóri Bolton, var mjög sáttur við að hans menn skildu ná að sigra Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í gær, en þó voru margir hlutir í leik liðsins sem hann gerði athugasemdir við. Sport 14.10.2005 06:42
Van Persie fær eins leiks bann Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun. Sport 14.10.2005 06:42
Gunnar skoraði gegn Lissabon Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Grétar Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Krylya Sovetov frá Rússlandi 5-3 á útivelli. Sport 14.10.2005 06:42
McClaren ánægður með sína menn Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0. Sport 14.10.2005 06:42
Versta augnablik ferils míns David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagði að tapið gegn Dinamo Búkarest í gær verstu upplifun sína á ferlinum sem knattspyrnustjóra, en bætti við að breytinga væri að vanta á liði sínu á næstunni því hann væri langt í frá ánægður með marga leikmenn sína. Sport 14.10.2005 06:42
Wenger vill semja við Henry Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill ólmur nota tímann sem Thierry Henry verður frá á næstunni vegna meiðsla til að ræða nýjan samning við félagið og bendir á að málið ætti að leysast fljótlega þar sem Henry sé ekki peningagráðugur maður. Sport 14.10.2005 06:42
Valsstúlkur vekja athygli ytra Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Sport 14.10.2005 06:43
Víkingar upp, Völsungur niður Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna. Sport 14.10.2005 06:43
Augenthaler rekinn Klaus Augenthaler, knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen, var í morgun sagt upp störfum hjá félaginu og mun yfirmaður knattspyrnumála hjá Leverkusen, Rudi Völler, taka við starfi hans tímabundið þar til annar maður fæst í starfið. Sport 14.10.2005 06:42
Heitt í kolunum hjá WBA Bryan Robson, stjóri West Brom hefur viðurkennt að leikmenn liðsins hafi tekist á í búningsklefanum eftir tapið sára gegn Wigan í úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en segir atburðinn jákvæðan í sínum augum, því það sýni að leikmönnum standi ekki á sama um lélegan árangur liðsins. Sport 14.10.2005 06:42
Ekur Bergkamp til Amsterdam? Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. Sport 14.10.2005 06:42
Neville klár í slaginn Phil Neville, leikmaður Everton, segir það kjörið tækifæri fyrir Everton að ná sér á réttan kjöl með sigri á Dinamo Bukarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en liðið hefur byrjað nokkuð illa í ensku úrvalsdeildinni í ár. Sport 14.10.2005 06:42
Gunnar Heiðar á skotskónum Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum með liði sínu Halmstad í Svíþjóð í kvöld, en eins og svo oft áður á leiktíðinni nægði það ekki til sigurs. Sport 14.10.2005 06:42
Ætlar sér stóra hluti með Blika Karl Brynjólfsson, formaður Meistaraflokksráðs Breiðabliks, ætlar félaginu stóra hluti í framtíðinni og er ákveðinn í að gera liðið að Evrópumeisturum innan skamms. Sport 14.10.2005 06:42
Sheringham er einstakur Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að þó Teddy Sheringham sé svo sannarlega að storka aldurslögmálinu með því að vera fastamaður í liði í ensku úrvalsdeildinni, verði hann líklega að gefa honum örlitla hvíld svo hann sprengi sig ekki. Sport 14.10.2005 06:42