Ástin á götunni

Fréttamynd

Tilboði Chelsea í S.W.P. hafnað

Tilboði Chelsea, ensku meistaranna í knattspyrnu, í sóknar-miðjumann Manchester City, Shaun Wright-Phillips sem hljóðaði upp á 20 milljónir punda hefur verið hafnað. Chelsea ætla þó ekki að gefast upp og búist er við því að þeir reyni aftur að klófesta kappann nú helgina. 

Sport
Fréttamynd

Souness aðvarar Arsenal

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að forráðamenn Arsenal muni ekki hafa efni á að kaupa Jermaine Jenas af félaginu til að leysa af Patrick Vieira, sem í gær gekk í raðir Juventus á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Viera verður okkur mikilvægur

Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að Patrick Vieira verði algjör lykilmaður í liði sínu á næstu leiktíð og hlakkar til að sjá hann spila með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Blika-úrslit kvöldsins

Topplið Landsbankadeildar kvenna, Breiðablik, gerði góða ferð suður með sjó og sigraði Keflavík 1-0 og færast því enn nær Íslandsmeistaratitlinum. Valur sigraði lið Stjörnunnar 3 -0 í Garðabæ og KR lagði Skagastúlkur af velli 3-0 í Frostaskjóli. Einnig voru tveir leikir í 1.deild karla, HK og KS unnu mikilvæga sigra í botnabaráttunni.

Sport
Fréttamynd

Jensen til Fulham

<font face="Helv"> Danski landsliðsmaðurinn Niclas Jensen er á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham, en með því leikur Heiðar Helguson. Jensen hefur ekki verið fastamaður hjá Dortmund undanfarið ár, en vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá Fulham. </font><font face="Tms Rmn"> </font>

Sport
Fréttamynd

Tilboði Arsenal hafnað

Tilboði bikarmeistara Arsenal í basilíska sóknarmanninn, Julio Baptista sem leikur með Sevilla á Spáni hefur verið hafnað. Arsenal bauð fyrr í dag 13,75 milljómnir punda í leikmanninn en forráðámenn spænska liðsins höfnuðu tilboðinu.

Sport
Fréttamynd

Kaupir Juventus Vieira í dag?

Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus er staddur í London þessa stundina, þar sem hann segist vera að ganga frá kaupum á fyrirliða Arsenal, Patrick Vieira.

Sport
Fréttamynd

Evrópukeppni félagsliða í kvöld

ÍBV og Keflavík verða í eldlínunni í dag í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Eyjamenn leika á heimavelli fyrri leik sinn gegn Færeyska liðinu B-36 og hefst leikurinn á Hásteinsvelli klukkan sex. Keflvíkingar leika gegn Etzella frá Luxembourg á útivelli og verður flautað til leiks klukkan 16.30.

Sport
Fréttamynd

Selfoss saxaði á Leikni

Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Topplið Leiknis gerði 1-1 jafntefli í nágrannaslagnum gegn ÍR og Selfoss vann Tindastól 3-0. Leiknir er efst með 22 stig eftir 10 leiki en Selfoss komst í 2. sætið með sigrinum og hafa 19 stig eftir 10 leiki. ÍR komst úr fallsæti með jafnteflisstiginu og eru í 7. sæti með 10 stig.

Sport
Fréttamynd

ÍBV náði ekki að sigra heima

ÍBV og B36 frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en leiknum var að ljúka á Hásteinsvellinum í Eyjum. Færeyska liðið skoraði strax á 7. mínútu en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði á 25. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Gerrard hvíldur í vetur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur reglulega á komandi keppnistímabili til þess að hann verði ekki ofkeyrður fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Sænska úrvalsdeildin

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad þegar liðið tapaði fyrir Gais 2-1 í sænsku bikarkeppninni í gær. Ásthildur Helgadóttir lék í 75.mínútu þegar lið hennar malmö bar sigurorð af AIK 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Malmö og Umea eru efst í deildinni með 25 stig.

Sport
Fréttamynd

Young Boys

Skagamaðurinn fyrrverandi Grétar Rafn Steinsson lék allann leikinn með Youngs Boys þegar liðið vann Neuchatel Xamax 3-1 í fyrsta leik  svissnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.

Sport
Fréttamynd

Draumur að spila með aðalliðinu

Bjarni Þór Viðarsson, knattspyrnumaðurinn ungi, lék sinn fyrsta leik með aðalliði enska liðsins Everton á miðvikudagskvöld þegar hann kom inn sem varamaður í æfingaleik gegn skoska liðinu Dundee United.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta deild karla í kvöld

Þrír leikir eru í fyrstu deild karla í fótbolta í kvöld og flautað verður til leiks klukkan 20. Fjölnir tekur á móti Víkingi Reykjavík. Haukar og Breiðablik eigast við og Völsungar mæta KA á Húsavík. Leiknir og ÍR leika í annarri deild og Selfoss og Tindastóll.

Sport
Fréttamynd

Toppliðin unnu í 1. deild

Öll toppliðin þrjú unnu leiki sína í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld en þá fóru fram þrír leikir í 11. umferð. Topplið Breiðabliks vann nauman sigur á Haukum að Ásvöllum, 0-1 og það var dramatík á Fjölnisvelli þar sem annað efsta lið deildarinnar, Víkingur tryggði sér 1-2 sigur á Fjölni á lokamínútu leiksins. KA vann 0-1 útisigur á Völsungi.

Sport
Fréttamynd

Eyjamenn standa í ströngu gegn B36

Staðan er jöfn, 1-1, í leik ÍBV og B36 frá Færeyjum en nú stendur yfir fyrri leikur liðanna í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða á Hásteinsvelli í Ejum. Leikurinn hófst kl. 18.00.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar eru 0-1 yfir í hálfleik gegn Etzella frá Luxembourg í hálfleik en nú stendur yfir ytra fyrri leikur liðanna í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Leikurinn hófst kl. 16.30. Hörður Sveinsson skoraði mark Keflavík strax á 10. mínútu leiksins. Eyjamenn leika gegn Færeyska liðinu B-36 klukkan 18.00.

Sport
Fréttamynd

Mourinho ætlar sér að fá Essien

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er ekki búinn að gefast upp á því að reyna að fá Mikael Essien, landsliðsmann Ghana og miðjumann Lyon í Frakklandi, til Chelsea þrátt fyrir að síðasta boði í leikmanninn hafi verið neitað.

Sport
Fréttamynd

Pressa á Ferdinand

Sir Alex Ferguson, framkvæmdarstjóri Manchester United, hefur sett meiri pressu á varnarmanninn Rio Ferdinand að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pini Zahavi, umboðsmaður leikmannsins, hefur sagt að viðræður um nýjan samning gangi hægt.

Sport
Fréttamynd

Heiðar ekki með Fulham í gær

Fulham lið Heiðars Helgusonar tapaði fyrir þýska liðinu Schalke 3-2. Heiðar lék ekki með Lundúnarliðinu. Þá vann WBA MK Dons 1-0.

Sport
Fréttamynd

Formaður Newcastle vill árangur

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann ítrekar ósk sína um að liðið nái betri árangri í vetur en undanfarin ár og hefur með þessum orðum sett mikla pressu á Graeme Souness knattspyrnustjóra, sem margir spá því að verði fyrsti stjórinn til að taka pokann sinn í haust.

Sport
Fréttamynd

Vieira á förum til Juventus

Arsenal hefur staðfest að félagið hefur tekið tilboði frá ítalska stórliðinu Juventus í fyrirliða sinn Patrick Vieira. Tilboðið hljóðar upp á 13,75 milljónir punda í þennan 29 ára miðjumann.

Sport
Fréttamynd

Liverpool er 2 - 0 yfir

Liverpool er 2-0 yfir í hálfleik gegn Velska liðinu TSN í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Steven Gerard gerði bæði mörk liðsins en leikurinn fer fram á Anfield.

Sport
Fréttamynd

Wright-Phillips einbeittur

Stuart Pearce, knattpyrnustjóri Manchester City, segist vera orðinn dauðleiður á orðrómi um að Shaun Wright-Phillips sé á leið frá félaginu, en segir jafnframt að leikmaðurinn ungi hafi sýnt mikinn þroska með því að láta orðróminn ekki hafa áhrif á sig við æfingar.

Sport
Fréttamynd

Gerrard með þrennu

Liverpool sigraði T.N.S. frá Wales 3-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Steven Gerrard gerði öll þrjú mörk liðsins en leikurinn fór fram á Anfield í Liverpool. Þetta var fyrsta þrennan hans fyrir félagið. Liðin mætast að nýju að viku liðinni á heimavelli T.N.S.

Sport
Fréttamynd

Beretta tekinn við Parma

Mario Beretta hefur verið ráðinn nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Beretta var rekinn frá Chievo seint á síðasta tímabili eftir að liðið var komið niður í fallsvæðið. Það stoppaði þó ekki Parma.

Sport
Fréttamynd

Liverpool bauð í Milito

Spænska liðið Real Zaragoza hefur staðfest að Liverpool hafi komið með tilboð í varnarmanninn Gabriel Milito en segja að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Sport
Fréttamynd

Forseti Barcelona strippar

Forseti spænsku meistaranna í Barcelona, Joan Laporta, reif sig úr görmunum fyrir framan flugvallarstafsmenn í Madrid í gær. Öryggishlið sem Laporta þurfti að fara í gegnum, bjallaði í þrígang og þegar forsetinn reyndi í fjórða skiptið missti hann stjórn á skapi sínu.

Sport
Fréttamynd

Simon Samuelsson til Keflavíkur

Eftir helgi kemur færeyski landsliðsmaðurinn Simon Samuelsson til reynslu hjá Keflavík. Hann hefur leikið með Vogi í Færeyjum og þykir mjög efnilegur framliggjandi miðjumaður. Móðir hans er íslensk og er úr Keflavík en Simon hefur búið í Færeyjum í ellefu ár.

Sport