Á gráa svæðinu

Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Kaup Danske Bank á bankahluta Sampo-fjármálasamsteypunnar eru liður í því að styrkja samkeppnisstöðu danska bankans gagnvart Nordea, stærsta banka Norðurlanda en báðir bankarnir vilja stækka í gegnum Eystrasaltsríkin og Rússland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Endi var bundinn á áralanga deilu Atlantsskipa og Samskipa í Hæstarétti nú í byrjun vikunnar. Atlantsskip höfðu farið fram á bætur upp á rúmlega 72 milljónir króna vegna vanefnda á samningi um flutninga sem félögin höfðu gert með sér árið 2001 og endurnýjað árið 2003.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stóri Brandur næsta máltíð

Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gott fyrir Eyjamenn

Síminn hefur tekið í notkun nýja gagnvirka þjónustu í sjónvarpi um ADSL. Nú gefst viðskiptavinum með sjónvarp um ADSL kostur á að taka þátt í kosningum og skoðanakönnunum í gegnum fjarstýringu. Þjónustan var tekin í notkun fyrir skömmu í þættinum 6 til sjö á SkjáEinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ölvaður engill

Extrablaðið danska hefur farið mikinn í sérkennilegri greiningu á íslensku viðskiptalífi. Umfjöllun blaðsins er reyndar með eindæmum þunn og ómerkileg, en getur skaðað þá sem fyrir henni verða. Ritstjóri Extrablaðsins heitir Hans Engell og er fyrrverandi formaður danskra íhaldsmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erfitt að spá um fortíðina

Á fundi Viðskiptaráðs um stjórn peningamála var mikill samhljómur meðal hagfræðinga á staðnum. Meiri en oft áður, en eitt einkenna þessarar ágætu fræðigreinar er að þar geta menn tekist á um ótal atriði á sinn kurteisa akademíska hátt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Einkaframtakið fær ekki að fara inn í Landsvirkjun sem nú er að öllu leyti í eigu ríksins. Í umræðum á Alþingi sagði formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að ekkert lægi fyrir að Landsvirkjun yrði seld og „allra síst einkaaðilum", eins kemur frá í frásögn Morgunblaðsins. Reynslan hefur sýnt sig að miklir kraftar losnuðu úr læðingi við einkavæðingu bankakerfisins en valdhafar telja best að opinberir aðilar skammti orkuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Franski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt væri um það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkelsið brenglar

Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti

Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankamenn í fullu fæði

Beðið hefur verið eftir rauntölum á markaði. Markaðurinn tók beina stefnu á hækkun, þegar afkomuspár birtust, en meira flökt hefur einkennt hann undanfarna daga. Nú hungrar menn eftir uppgjörunum. Og kannski reyndar fleiru, því gjarnan eru veitingar í boði þegar stærstu félögin kynna uppgjör sín.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rúblur rata í Mogga

Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vegasjoppu lokað

Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bænda­blaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur ekki úr Teymi

Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Myrkar miðaldir

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

On the road

KB bankamenn hafa staðið sig vel í bankakaupum, en áherslan á næstunni verður að selja banka. Ekki banka í heilu lagi, heldur mun forstjóri Kaupþingsbanka verða á fleygiferð í september að kynna bankann erlendum fjárfestum á svokölluðu "roadshowi".

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Niður með Noreg, upp með markaðinn

Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næstu skref bankanna

Á markaðnum bíða menn spenntir eftir næstu útrásarhreyfingum bankanna. Breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart var í umræðu breskra blaða vegna hugsanlegrar yfirtöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Myndgæðin sigra markaðinnn

Nýir farsímar sem eru með 1,3 megapixla myndavél eiga eftir að sigra heiminn á næsta ári að mati rannsóknarfyrirtækisins ABI. Fórnarlömb þessarar sigurgöngu eru að mati ABI núverandi myndavélasímar og einfaldari gerðir af stafrænum myndavélum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enginn gróði af lágu verði

<strong>Aurasálin hefur</strong> velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjöundi himinn

Blaðið þóttist hafa sjöunda himin höndum tekið þegar þeir ráku augun í það í birtingu Baugsákærunnar í Fréttablaðinu að engin ákæra var undir VII lið ákærunnar. Dró Blaðið þegar þá ályktun að þarna hefðu þeir nú aldeilis gripið menn í bólinu og þyrfti ekki fleiri vitna við í því hvernig sakborningar ritstýrðu birtingu ákærunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Easy does it

Ég verð sannfærðari um það með hverjum deginum að Hannes Smárason hefur bara eitt lokatakmark með eignarhlutnum í easyJet. Það er að eignast félagið að fullu. Hann má hins vegar ekkert tala um það, en hann verður alltaf skrítinn á svipinn þegar maður spyr hann út í þetta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri í útrás

Íslenskir bankar eru ekki einu norrænu bankarnir í útrásarhug. Den Danske Bank birti uppgjör í gær og skilaði hátt í 90 milljörðum í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Den Danske Bank hefur verið að hasla sér völl á Írlandi og nú boða forsvarsmenn bankans að þeir hyggist auka hlutdeild sína í Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað um kindina?

Það er ekki auðvelt að finna núverandi skrifstofur breska bankans Singer & Friedlander, sem KB banki tók yfir í sumar. Inngangurinn stendur við þrönga hliðargötu í London og sjálft húsið er ekki sjáanlegt í fyrstu. Hins vegar er hliðið að húsinu tignarlegt og nokkuð sérstakt fyrir inngang að fjármálafyrirtæki.

Viðskipti innlent