Handbolti

Fréttamynd

Lauge frá í sjö mánuði

Danski landsliðsmaðurinn Rasmus Lauge, leikmaður Kiel, spilar ekki handbolta næstu mánuðina því í dag fékkst staðfest að hann hefði slitið krossband.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Rafn með holu í hásininni

Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður í handbolta hefur misst af tveimur síðustu leikjum Guif í sænsku úrvalsdeildinni vegna meiðsla í hásin.

Handbolti
Fréttamynd

Óttast að Lauge hafi slitið krossband

Að tapa tveimur stigum gegn Melsungen í gær var ekki eina áfallið sem þýsku meistararnir í handbolta, Kiel, urðu fyrir í gær. Heimasíða félagsins hefur greint frá því að óttast sé að danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge hafi slitið krossband í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta deildartap Kiel síðan í nóvember

Alfreð Gíslason og strákarnir hans í Kiel töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta síðan í nóvember þegar þýsku meistararnir töpuðu 30-29 á útivelli á móti MT Melsungen.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu íslensk mörk hjá Ljónunum í kvöld

Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu tíu mörk saman þegar Rhein-Neckar Löwen vann 17 marka heimasigur á Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 36-19.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur með mikilvæg mörk í lokin

Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad eru með þriggja stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir tveggja marka sigur á Lugi í dag, 20-18.

Handbolti
Fréttamynd

Reyni að hugsa jákvætt

„Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla,“ segir Ólafur Bjarki Ragnarsson, landsliðsmaður í handbolta, við Fréttablaðið en hann sleit krossband í leik með Emsdetten í Íslendingaslag gegn Eisenach í þýsku 1. deildinni í handbolta um síðustu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Kristianstad heldur toppsætinu

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson hafði óvenju hægt um sig í kvöld er Kristianstad lagði botnlið sænsku úrvalsdeildarinnar, Rimbo HK Roslagen.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur Bjarki er með slitið krossband

Landsliðsmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson verður lengi frá eftir að hafa meiðst illa. Ólafur Bjarki er með slitið krossband og þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Læknar telja að hann verði frá í um níu mánuði vegna meiðslanna.

Handbolti