Lögreglumenn í veikindaleyfi vegna þungra mála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 20:56 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Arnar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn farna að nýta sér sálfræðiúrræði í auknum mæli en að verkefni undafarinna mánuða hvíli þungt á mörgum. „Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“ Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira