Handbolti

Fréttamynd

Fram í riðil með Gummersbach

Í morgun var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í handbolta þar sem Íslandsmeistarar Fram fara beint inn í riðlakeppnina. Útkoman úr drættinum var afar athyglisverð fyrir Fram sem dróst í riðil með Gummersbach sem Alfreð Gíslason mun stýra.

Handbolti
Fréttamynd

Gæti ekki verið sáttari

Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Lemgo til ársins 2010. Logi hefur verið óheppinn með meiðsli á síðustu misserum, en er nú að ná fullum styrk og er yfir sig ánægður með lífið og tilveruna eins og hans er von og vísa.

Sport
Fréttamynd

Viggó Sigurðsson tekur við liði Flensburg

Viggó Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Flensburg til bráðabirgða í kjölfar þess að þjálfari liðsins, hinn sænski Kent-Harry Andreson þarf að fara í uppskurð. Viggó þjálfaði lið Wuppertal í Þýskalandi um miðjan síðasta áratug.

Sport
Fréttamynd

Sigfús kvaddi heimavöllinn með stæl

Magdeburg komst í kvöld upp að hlið Lemgo í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar liðið lagði nýkrýnda meistara Kiel 37-36 í hörkuleik. Sigfús Sigurðsson átti sinn besta leik fyrir Magdeburg í langan tíma og skoraði 6 mörk í sínum síðasta heimaleik fyrir félagið. Tap Kiel kom í veg fyrir að liðið setti stigamet í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur fór á kostum

Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir lið sitt Gummersbach í dag þegar liðið gerði jafntefli 31-31 við Flensburg. Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach í leiknum, en liðið er í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Sport
Fréttamynd

Kiel meistari

Kiel tryggði sér í kvöld Þýskalandsmeistaratitilinn í handbolta með sannfærandi sigri á Íslendingaliði Lemgo 37-28 á heimavelli sínum. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað í markaskorun hjá Lemgo og Logi Geirsson gat ekki leikið vegna veikinda. Á sama tíma tapaði Flensburg fyrir Kronau 26-24.

Sport
Fréttamynd

Markús Máni með eitt mark i sigri Düsseldorf

Markús Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf sem lagði Großwallstadt, 26-18 í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Großwallstadt og Alexander Petersson tvö. Á Spáni skoraði Einar Örn Jónson 5 mörk fyrir Torrevieja sem vann 29-33 útisigur á Cantabria.

Sport
Fréttamynd

Ciudad tapaði úrslitaleiknum

Nýkrýndir Evrópumeistarar Ciudad Real töpuðu úrslitaleiknum í spænska bikarnum í dag fyrir liði Valladolid 35-30. Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Logi skoraði 6 mörk í sigri Lemgo

Íslendingaliðið Lemgo vann góðan 30-25 sigur á sterku liði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Lemgo, en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson Evrópumeistari í annað sinn

Ólafur Stefánsson vann í dag sigur í meistaradeildinni í handbolta í annað sinn á ferlinum þegar lið hans Ciudad Real frá Spáni vann auðveldan sigur á löndum sínum í Portland San Antonio 37-28. Staðan í hálfleik var 21-11 fyrir heimamenn og eftir sannfærandi sigur í fyrri leiknum, var titillinn þá nánast í höfn. Ólafur skoraði 7 mörk í leiknum í dag og var einn af betri mönnum Ciudad í úrslitaeinvíginu.

Sport
Fréttamynd

Lemgo Evrópumeistari

Logi Geirsson og félagar í Lemgo sigruðu Göppingen í dag í síðari leik liðanna í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta 25-22 á heimavelli sínum. Logi fór fyrir sínum mönnum og skoraði 8 mörk í leiknum og félagi hans Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 1 mark.

Sport
Fréttamynd

Ciudad Real unnu á útivelli

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, unnu öruggan sigur á Portland San Antonio í fyrri leik liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta 25-19. Ólafur Stefánsson og Miza Dzomba skoruðu fimm mörk hvor og voru markahæstir en lykillinn að sigri Ciudad var sterkur varnarleikur.

Sport
Fréttamynd

Lemgo burstaði Göppingen

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lemgo burstaði Göppingen 32-23. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu 3 mörk hvor fyrir Lemgo, en Jaliesky Garcia Padron skoraði 7 mörk fyrir Göppingen. Kiel vann auðveldan útisigur á Lubbecke 40-31, þar sem Þórir Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir Lubbecke og var markahæstur sinna manna.

Sport
Fréttamynd

Grosswallstadt burstaði Gummersbach

Íslendingaliðin Grosswallstadt og Gummersbach áttust við í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og er skemmst frá því að segja að Grosswallstadt valtaði yfir andstæðinga sína 32-20. Einar Hólmgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Grosswallstadt og Alexander Petersson skoraði 5 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk.

Sport
Fréttamynd

Hamburg bikarmeistari

Lið Hamburg varð í dag bikarmeistari í þýska handboltanum þegar liðið skellti Kronau/Östringen í úrslitaleik 26-25. Hamburg hefur komið nokkuð á óvart í keppninni og sló meðal annars Íslendingalið Magdeburg úr keppni í undanúrslitum í gær.

Sport
Fréttamynd

Hamburg og Kronau/Östringen í úrslit bikarsins

Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta í dag þegar Krönau/Östringen lagði sterkt lið Kiel 33-31 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Þar mun liðið mæta Hamburg sem sló Íslendingalið Magdeburg úr keppni 31-30. Úrslitaleikurinn fer fram strax á morgun.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach lagði Lubbecke

Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið Gummersbach lagði Lubbecke 27-21. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir heimamenn, en Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá Lubbecke.

Sport
Fréttamynd

Ólafur með fjögur mörk í sigri Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið bar sigurorð af þýska liðinu Flensborg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Flensborg sá aldrei til sólar í leiknum og Ciudad fór með öruggan níu marka sigur af hólmi, 31-22.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Lemgo

Lemgo vann í dag mikilvægan sigur á Gummersbach á útivelli 29-27 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir heimamenn og Róbert Gunnarsson 1, en Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo, sem er nú með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach á toppinn

Íslendingaliðið Gummersbach skaut sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið bar sigurorð af Delitzsch á útivelli í gær 23-22. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson skoraði 2. Gummersbach er því efst í deildinni, en Kiel og Flensburg koma þar skammt á eftir og eiga tvo og þrjá leiki til góða.

Sport
Fréttamynd

Óli Stef með fjögur í sigri Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real sem vann fimm marka sigur á Valladolid, 34-29 í spænska handboltanum í gærkvöldi. Ciudad er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur raðar inn mörkunum

Guðjón Valur Sigurðsson var maður leiksins og skoraði 13 mörk eða um helming marka sinna manna þegar lið hans Gummersbach marði eins marks sigur á Kronau/Östringen, 27-26 í þýsku Bundesligunni í handbolta í gærkvöldi. Guðjón er langmarkahæsti leikmaðurinn í deildinni með 197 mörk.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Magdeburg

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Magdeburg valtaði yfir Delitzsch 37-20 á heimavelli sínum. Línumaðurinn Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg, en Arnór Atlason kom ekki við sögu í leiknum enda meiddur.

Sport
Fréttamynd

Góð endurkoma Markúsar Mána

Markús Máni Michaelsson átti vel heppnaða endurkomu með liði sínu Dusseldorf í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Snorra Stein Guðjónsson og félaga í Minden 35-27. Markús hefur verið frá keppni í nokkra mánuði vegna meiðsla. Snorri Steinn skoraði 4 mörk fyrir Minden og Markús skoraði 3 fyrir Dusseldorf.

Sport
Fréttamynd

Lemgo hafði betur í Íslendingaslagnum

Logi Geirsson og félagar í Lemgo unnu góðan sigur á Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum í Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 28-26. Logi skoraði 1 mark fyrir Lemgo og Ásgeir Örn komst ekki á blað, en Guðjón Valur skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson var með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg lagði Lemgo

Magdeburg, lið Sigfúsar Sigurðssonar og Arnórs Atlasonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, bar í kvöld sigurorð af Lemgo 30-28. Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo í leiknum og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2, en Íslendingarnir hjá Magdeburg komust ekki á blað í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Göppingen lagði Minden

Jaliesky Garcia skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þegar liðið vann nauman sigur á Snorra Steini Guðjónssyni og félögum í Minden 30-29 á útivelli. Snorri skoraði einnig tvö mörk fyrir Minden, sem er sem fyrr í botnbaráttu í deildinni á meðan Göppingen siglir lygnan sjó um miðja deild.

Sport
Fréttamynd

Íslendingaslagur í Evrópukeppninni

Nú er búið að draga í undanúrslit Evrópukeppnanna í handbolta og þar ber hæst að Íslendingaliðin Lemgo og Gummersbach munu leika til undanúrslita í EHF keppninni, en hinn undanúrslitaleikurinn er reyndar einnig Íslendingaslagur. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mæta þýska liðinu Flensburg í Meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Creteil í undanúrslit þrátt fyrir 8 marka tap

Franska liðið Creteil komst í kvöld í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða í handbolta þrátt fyrir 8 marka tap fyrir pólska liðinu Kielce, 26-34. Creteil vann reyndar fyrri leikinn með 14 marka mun, 35-21 en athygli vekur að pólska liðið skoraði 23 mörk í seinni hálfleik í viðureign liðanna í kvöld. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Creteil.

Sport
Fréttamynd

Lemgo í undanúrslitin

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson skoruðu 4 mörk hvor þegar lið þeirra Lemgo komst í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða í handbolta í dag. Lemgo lagði rússneska liðið Dynamo Astrakhan á útivelli 33-31 en þetta var síðari leikur liðanna.

Sport