Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2024 16:01 Hvítabjörninn spókar sig fyrir utan sumarhúsið á Höfðaströnd í dag. Lögreglan á Vestfjörðum/Landhelgisgæslan Hvítabjörn sem kom á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var felldur nú fyrir skömmu. Hann fannst skammt frá sumarhúsi, þar sem konan sem tilkynnti um hann dvaldist einsömul. Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27. Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ segir Helgi. Vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar felldu dýrið. „Hættu er aflýst í bili. En við munum samt óska eftir því að þyrlusveitin leiti í Jökulfjörðum og Hornströndum til vonar og vara,“ segir Helgi, en ítrekar að aðeins sé um varúðarráðstöfun að ræða og ekki leiki grunur á að annað dýr sé á svæðinu. „Þetta afgreiddist hratt og snöggt, sem betur fer,“ segir Helgi. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dótturina Nánar var rætt við Helga um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni upp úr klukkan fjögur. Hann segir konuna sem tilkynnti um ísbjörninn hafa séð dýrið fyrir utan húsið sem hún dvaldi í. Fjölmiðlum hafa ekki borist myndir af ísbirninum sem um ræðir. Hér er mynd úr safni.Getty Images „Hún forðaði sér inn í hús, kom sér í öruggt skjól og gat haft samband. Það er ekkert símasamband, þannig að það er mjög erfitt að hafa samband á svæðinu, meira að segja í talstöðvum,“ sagði Helgi. Konan hafi haft samband við dóttur sína, sem hafi gert lögreglu viðvart. Í kjölfarið hafi lögregla farið með bát frá Bolungarvík í Jökulfirði, og Landhelgisgæslan sent menn af séraðgerðasviði sínu með þyrlu.“ Sorglegt að þurfa að aflífa dýrið Ekki hafi verið unnt að svæfa dýrið, sem talið er hafa verið nokkuð ungt, þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki haft mannskap eða búnað til þess. „Það er mjög sorglegt að þurfa að aflífa greyið en við höfum ekki aðra kosti í stöðunni ef Umhverfisstofnun getur ekki svæft hann,“ sagði Helgi. Ekki sé um sérstaklega atviksbundið mat á aðstæðum að ræða, heldur hafi stofnunin ekki bjargir til að bjarga hvítabjörnum sem ganga hér á land. „Því miður,“ segir Helgi. Konan var stödd í rauða sumarhúsinu á myndinni þegar hún tilkynnti um hvítabjörn í sjónmáli.Vísir/Hafþór Gunnarsson Nota hitamyndavélar við leitina Líkt og áður sagði mun þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leita af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, en ekki er talið líklegt að svo sé. Til þess hefur gæslan góðan búnað, meðal annars hitamyndavél. „Hættunni er afstýrt en við viljum bara vera vissir um að það séu ekki fleiri dýr. Þegar þessi dýr hafa komið í land þá hafa þau yfirleitt bara verið eitt og eitt. Við eigum ekki endilega von á því,“ segir Helgi. Fréttin var uppfærð klukkan 16:27.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent