Benedikt Sveinsson er látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 05:59 Benedikt Sveinsson kom víða við á löngum ferli. visir/hari Benedikt Sveinsson, athafnamaður, lögmaður og faðir forsætisráðherra er látinn 86 ára að aldri. Benedikt fæddist þann 31. júlí 1938. Hann var sonur Helgu Ingimundardóttur og Sveins Benediktssonar og var alnafni afa síns í föðurætt. Sá var alþingismaður frá árinu 1908 til 1931 bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Benedikt eldri var einnig faðir Bjarna Benediktssonar eldri, sem var forsætisráðherra Íslands frá 1963 til dánardags 1970. Hann gekk í Austurbæjarskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk lagaprófi og hélt síðan út í nám við Minnesota-háskólann í Minneapolis þar sem hann stundaði nám í viðskiptafræði. Benedikt giftist Guðríði Jónsdóttur árið 1960 og átti með henni þrjá syni: Svein, Jón og Bjarna. Benedikt kom víða við á löngum ferli. Hann stundaði lögmennsku og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og formaður bæjarráðs Garðabæjar á níunda og tíunda áratugnum. Hann var jafnframt áberandi í viðskiptalífinu. Árið 1994 var hann kallaður „stjórnarformaður Íslands“ í DV vegna þess að hann var stjórnarformaður Sjóvá Almennra, Festingar og Marels. Einnig sat hann þá í stjórn Eimskipa, Flugleiða og fleiri félaga. Hafði áhrif á feril sonar síns Jafnframt hafði Benedikt áhrif á pólitískan feril sonar síns Bjarna. Árið 2017 sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfi við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Það var sama dag og í ljós kom að Benedikt hefði skrifað undir meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. Sjá nánar: Nærmynd af Benedikt Sveinssyni Aftur hafði Benedikt áhrif á feril Bjarna í fyrra. Hann hafði tekið þátt í útboði á sölu Íslandsbanka árið 2022. Það kom í ljós í apríl 2023 og í kjölfarið sagðist Bjarni hafa beðið sína nánustu um að taka ekki þátt í útboðinu. Í október sama ár sagði Bjarni af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis sem sagði að hann hefði ekki verið hæfur þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda. „Hlýr og mikill vinur vina sinna“ Í áðurnefndri umfjöllun DV frá árinu 1994 hafði Haraldur Blöndal eftirfarandi orð um frænda sinn Benedikt: „Hann er mikill mannkostamaður, hlýr og mikill vinur vina sinna. Hann er mjög traustur og heiðarlegur í viðskiptum og er annt um heiðarlegt viðskiptalíf og að menn fari eftir settum reglum. Hann er fastur fyrir eins og allir mikilhæfir menn, rökfastur en ofstopi er ekki til í fari Benedikts.“ Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og frændi Benedikts heitins, lýsti frænda sínum við sama tilefni. „Það er gott að starfa með Benedikt og hann hikar ekkert við að taka ákvarðanir þótt þær geti verið' óþægilegar. Hann getur verið fastur fyrir en tekur vel rökum. Ég hef stundum leitað til hans um ráð og yfirleitt komið fróðari til baka. Hann er þægilegur, hlýr og traustur maður. Hann er mjög klókur peningamaður og hefur gott nef fyrir viðskiptum. Hann skoðar hluti mjög vandlega og flanar ekki að neinu en þegar hann er kominn með þær upplýsingar sem hann telur nægar þá er hann fljótur að segja af eða á,“ sagði Benedikt Jóhannesson og bætti við: „Hann berst ekki mikið á í einkalífinu. Hann býr ekki í neinni glæsihöll og það er ekkert sukk-lífemi í kringum hann heldur allt á venjulegum nótum. Benedikt getur verið manna skemmtilegastur í boðum og heldur oft uppi húmornum. Hann kann sögur af öllum fjáranum og þekkir óhemju af fólki. Þegar hann varð fimmtugur fékk hann margar klukkur í afmælisgjöf með orðum gefenda um að það kæmi sér vel fyrir hann því helsti ljóður á ráði hans væri að hann væri afskaplega óstundvís. Mér kemur þetta ekki á óvart því hann er afskaplega afslappaður. Hann rýkur ekki burt úr miðju samtali og segist þurfa að fara á fund. Það er margt sagt um Benedikt, bæði satt og logið. Ég held að hann sé nú ekkert hrifinn af umtali, að minnsta kosti ekki því logna. En ég hef sjaldnast séð honum sárna beint en það getur svo sem fokið í hann. Hann er skapmikill en fer ákaflega vel með það.“ Andlát Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Sjá meira
Benedikt fæddist þann 31. júlí 1938. Hann var sonur Helgu Ingimundardóttur og Sveins Benediktssonar og var alnafni afa síns í föðurætt. Sá var alþingismaður frá árinu 1908 til 1931 bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Benedikt eldri var einnig faðir Bjarna Benediktssonar eldri, sem var forsætisráðherra Íslands frá 1963 til dánardags 1970. Hann gekk í Austurbæjarskóla og síðar í Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk lagaprófi og hélt síðan út í nám við Minnesota-háskólann í Minneapolis þar sem hann stundaði nám í viðskiptafræði. Benedikt giftist Guðríði Jónsdóttur árið 1960 og átti með henni þrjá syni: Svein, Jón og Bjarna. Benedikt kom víða við á löngum ferli. Hann stundaði lögmennsku og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og formaður bæjarráðs Garðabæjar á níunda og tíunda áratugnum. Hann var jafnframt áberandi í viðskiptalífinu. Árið 1994 var hann kallaður „stjórnarformaður Íslands“ í DV vegna þess að hann var stjórnarformaður Sjóvá Almennra, Festingar og Marels. Einnig sat hann þá í stjórn Eimskipa, Flugleiða og fleiri félaga. Hafði áhrif á feril sonar síns Jafnframt hafði Benedikt áhrif á pólitískan feril sonar síns Bjarna. Árið 2017 sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfi við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk þar sem Bjarni var forsætisráðherra. Það var sama dag og í ljós kom að Benedikt hefði skrifað undir meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. Sjá nánar: Nærmynd af Benedikt Sveinssyni Aftur hafði Benedikt áhrif á feril Bjarna í fyrra. Hann hafði tekið þátt í útboði á sölu Íslandsbanka árið 2022. Það kom í ljós í apríl 2023 og í kjölfarið sagðist Bjarni hafa beðið sína nánustu um að taka ekki þátt í útboðinu. Í október sama ár sagði Bjarni af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis sem sagði að hann hefði ekki verið hæfur þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda. „Hlýr og mikill vinur vina sinna“ Í áðurnefndri umfjöllun DV frá árinu 1994 hafði Haraldur Blöndal eftirfarandi orð um frænda sinn Benedikt: „Hann er mikill mannkostamaður, hlýr og mikill vinur vina sinna. Hann er mjög traustur og heiðarlegur í viðskiptum og er annt um heiðarlegt viðskiptalíf og að menn fari eftir settum reglum. Hann er fastur fyrir eins og allir mikilhæfir menn, rökfastur en ofstopi er ekki til í fari Benedikts.“ Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og frændi Benedikts heitins, lýsti frænda sínum við sama tilefni. „Það er gott að starfa með Benedikt og hann hikar ekkert við að taka ákvarðanir þótt þær geti verið' óþægilegar. Hann getur verið fastur fyrir en tekur vel rökum. Ég hef stundum leitað til hans um ráð og yfirleitt komið fróðari til baka. Hann er þægilegur, hlýr og traustur maður. Hann er mjög klókur peningamaður og hefur gott nef fyrir viðskiptum. Hann skoðar hluti mjög vandlega og flanar ekki að neinu en þegar hann er kominn með þær upplýsingar sem hann telur nægar þá er hann fljótur að segja af eða á,“ sagði Benedikt Jóhannesson og bætti við: „Hann berst ekki mikið á í einkalífinu. Hann býr ekki í neinni glæsihöll og það er ekkert sukk-lífemi í kringum hann heldur allt á venjulegum nótum. Benedikt getur verið manna skemmtilegastur í boðum og heldur oft uppi húmornum. Hann kann sögur af öllum fjáranum og þekkir óhemju af fólki. Þegar hann varð fimmtugur fékk hann margar klukkur í afmælisgjöf með orðum gefenda um að það kæmi sér vel fyrir hann því helsti ljóður á ráði hans væri að hann væri afskaplega óstundvís. Mér kemur þetta ekki á óvart því hann er afskaplega afslappaður. Hann rýkur ekki burt úr miðju samtali og segist þurfa að fara á fund. Það er margt sagt um Benedikt, bæði satt og logið. Ég held að hann sé nú ekkert hrifinn af umtali, að minnsta kosti ekki því logna. En ég hef sjaldnast séð honum sárna beint en það getur svo sem fokið í hann. Hann er skapmikill en fer ákaflega vel með það.“
Andlát Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Sjá meira