Handbolti

Fréttamynd

Öruggur Evrópusigur Magdeburg

Íslendingaliðið Magdeburg lenti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Gorenje í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Liðið vann öruggan tíu marka sigur, 34-24.

Handbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Aðalsteins styrktu stöðu sína á toppnum

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Wacker Thun í svissnesku deildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 30-26, en Kedetten hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu.

Handbolti
Fréttamynd

Björg­vin Páll veltir borgar­stjóra­stólnum fyrir sér

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík?

Innlent
Fréttamynd

Bjarni skoraði fimm í sigri Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk fyrir Skövde er liðið tók á móti Aranas í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bjarni og félagar unnu þriggja marka sigur, 33-30.

Handbolti
Fréttamynd

Dan­mörk nældi í brons

Danmörk vann til bronsverðlauna á EM í handbolta með því að hefna fyrir tapið gegn Frakklandi í lokaleik milliriðils sem þýddi að Ísland komst ekki í undanúrslit. Lokatölur eftir framlengdan leik 35-32.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur

„Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. 

Handbolti
Fréttamynd

Spán­verjar í úr­slit eftir sætan sigur á Dönum

Evrópumeistarar Spánar gerði sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta, Íslendingum til mikillar gleði. Lokatölur 29-25 og Spánn komið í úrslit þriðja Evrópumótið í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már: Bjart­sýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag

Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði.

Handbolti