Hryðjuverk í Útey Umferðaröngþveiti bjargaði líklega lífi Gro Harlem Brundtland Umferðaröngþveiti virðist hafa bjargað lífi Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en hún var sem kunnugt er farin úr Útey þegar norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik kom þangað grár fyrir járnum og myrti tugi ungmenna, að því er norska dagblaðið Verdens Gang greinir frá. Erlent 31.7.2011 10:13 Norðmenn vekja aðdáun Skömmu eftir að sprengja sprakk í miðborg Óslóar höfðu herskáir múslimar verið útmálaðir sökudólgar þó annað hafi fljótt komið á daginn. Norðmenn sögðust frá upphafi ætla að svara með kærleika og opnara og lýðræðislegra samfélagi. Erlent 30.7.2011 19:10 Breivik sýndi engin viðbrögð Verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik segir hann ekki virðast skilja hvaða afleiðingar ódæðisverk hans hafi haft á norskt samfélag. Þá segir hann Breivik engin svipbrigði hafa sýnt þegar hann var upplýstur um fjölda þeirra sem hann myrti. Erlent 30.7.2011 18:07 Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Erlent 30.7.2011 16:42 Afnema tímabundið toll af rósum Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að afnema toll af innfluttum rósum í vikutíma; frá 26. júlí til 2. ágúst. Sigrun Pettersborg, hjá Landbúnaðarstofnun norska ríkisins, segir í samtali við ABC Nyheter að aðstæðurnar í landinu og hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum sé ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Norsk framleiðsla og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum anna ekki eftirspurninni eftir rósum. Viðskipti erlent 29.7.2011 20:10 Öryggisgæsla hert við konungshöllina Ströng öryggisgæsla er að öllu jafna í og við konungshöllina í Osló en hún aukin strax eftir að sprengja sprakk í miðborg Osló fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í dag. Norskir fjölmiðlar segja að konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins hafi verið meðal næstu skotmarka Anders Behring Breiviks. Verjandi hans sagði í gær að frekari árásir hafi staðið til en ekkert hafi orðið af þeim. Erlent 30.7.2011 11:39 Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við. Erlent 30.7.2011 10:33 Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Erlent 29.7.2011 20:10 Breivik næst yfirheyrður eftir helgi Fjöldamorðinginn Anders Breivik var færður úr einangrunarvist í öryggisfangelsinu Ila í morgun til yfirheyrslu í höfuðstöðvum lögreglunnar. Þar er ætlunin að fara yfir síðasta vitnisburð mannsins síðan á laugardag og þær upplýsingar um ódæðisverkin sem fram hafa komið síðan þá. Erlent 29.7.2011 19:31 Fyrsta af allt of mörgum jarðarförum "Þetta er fyrsta af allt of mörgum jarðarförum eftir hinar hræðilegu hörmungar á föstudaginn var,“ sagði Jonas Gahr Stoere, utanríkisráðherra Noregs, eftir að ung stúlka sem fórst í hryðjuverkaárásunum í Noregi fyrir viku var borin til grafar í dag, sú fyrsta af fórnarlömbum Anders Breiviks. Erlent 29.7.2011 19:25 Alls hafa 77 nöfn verið birt Norska lögreglan birti seinnipartinn í dag nöfn 36 þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Útey og höfuðborginni Osló fyrir viku. Áður hafði lögreglan birt 41 nafn en í heildina hafa verið birt 77 nöfn. Fyrstu jarðarfarir fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik fóru fram í dag. Innlent 29.7.2011 17:23 Stoltenberg sagði fórnarlömbin hetjur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að fórnarlömb fjöldamorðingjans Anders Breivik væru hetjur, þegar hann ávarpaði minningarsamkomu sem haldin var í Osló í dag á vegum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey. Erlent 29.7.2011 15:36 Fyrstu jarðarfarirnar fóru fram í dag Hundruðir fylgdu í dag til grafar hinni norsku Bano Rashid sem var aðeins átján ára þegar fjöldamorðinginn Anders Breivik myrti hana í Útey á dögunum. Þetta var fyrsta fórnarlamb hans sem er jarðsett. Erlent 29.7.2011 15:17 Lögmaður Breivik: Þetta er ekki spurning um sýknu eða sakfellingu Geir Lippestad, verjandi Anders Behring Breivik, segir í viðtali við norska miðilinn Verdens Gang að það hefði ekki verið auðvelt að taka ákvörðunina um að verja hryðjuverkamanninn, sem varð valdur að dauða 76 manns þann 22. júlí síðastliðinn. Erlent 29.7.2011 11:20 Glæpamenn setja fé til höfuðs Breivik Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik mun ekki kemba hærurnar lengi í norsku fangelsi. Hann er svo gott sem dauður. Þetta eru skilaboðin sem glæpaheimur Noregs hefur komið áleiðis til Verdens Gang stærsta dagblaðs landsins. Erlent 29.7.2011 09:23 Norska lögreglan ræðir við yfir 700 vitni Rannsókn lögreglu á hryðjuverkunum á Útey og í Osló síðastliðinn föstudag nær til sjö hundruð vitna af eyjunni og óþekkts fjölda fólks frá sprengingunni í miðborg Oslóar, auk samansafns einstaklinga sem einhver tengsl eiga við manninn sem framdi ódæðisverkin. Erlent 28.7.2011 21:19 Verður látinn svara fyrir lát hvers einasta manns sem féll Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik verður látinn svara fyrir lát hvers einasta manns sem féll á föstudag í síðustu viku, en norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch sagði í samtali við norska ríkissjónvarpið að ljóst væri að ákæran gegn Breivik verði ekki tilbúin fyrir áramót. Erlent 28.7.2011 18:43 Fullbúin ákæra í fyrsta lagi tilbúin um áramót Fullbúin ákæra gegn norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik verður í fyrsta lagi tilbúin um áramót. Þetta segir norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch í samtali við norska ríkissjónvarpið. Erlent 28.7.2011 16:31 Norðmenn skipa sérstaka rannsóknarnefnd Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót sérstakri sjálfstæðri rannsóknarnefnd sem á að fara í saumana á því sem gerðist s.l. föstudag þegar a.m.k. 76 létu lífið í hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik. Erlent 28.7.2011 07:42 Viðbragðskerfi norsku lögreglunnar endurskoðað Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að viðbragðskerfi norsku lögreglunnar verði endurskoðað. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að handtaka árásarmanninn Breivik klukkutíma eftir að henni barst tilkynning um árásina. Boðað var til samverustundar í norræna húsinu til að minnast þeirra sem létust í voðaverkunum í síðustu viku. Erlent 27.7.2011 18:42 Pólverji ákærður fyrir að selja Breivik hættuleg efni Pólskur maður hefur verið ákærður í heimalandi sínu fyrir að selja fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik efni í sprengju. Norska Dagbladet segir að hann sé ákærður fyrir brot gegn almannaheil. Erlent 27.7.2011 13:29 Múslima grunaði múslima Múslimar eru margir slegnir yfir því að það fyrsta sem þeim datt í hug þegar þeir fréttu af morðárásunum í Noregi var að þar væru múslimar að verki. Múslimarnir voru ekki einir um það því fréttir hafa borist af því að áður en lá fyrir að árásarmaðurinn væri ljóshærður Norðmaður urðu múslimar fyrir aðkasti á götum úti í Noregi. Erlent 27.7.2011 12:27 Viðbrögð Norðmanna vekja aðdáun Óteljandi fjölmiðlar hafa vitnað í orð Hákonar krónprins sem sagði: "Við höfum kosið að mæta illmensku með kærleika. Við höfum kosið að mæta hatri með samstöðu . Við höfum kosið að sýna fyrir hvað við stöndum". Stjórnmálamenn hafa sömuleiðis lagt megináherslu á að þessi atburður muni í engu hafa áhrif á þau gildi sem Norðmenn hafa mest í heiðri. Erlent 27.7.2011 11:18 Breivik óttast kvenfrelsi Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu Erlent 27.7.2011 10:43 Hættuástandi aflýst í Osló, lestarferðir að hefjast Hættuástandi hefur verið aflýst við aðaljárnbrautastöðina í Osló og reiknað er með að lestarkerfi borgarinnar komist í eðlilegt horf á næsta hálftímanum eða svo. Erlent 27.7.2011 08:23 Breivik undirbjó aðra hryðjuverkaárás Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði skipulagt aðra hryðjuverkaárás og ætlaði sér að framkvæma hana ef hann slyppi úr fangelsi eftir árásina á Útey og sprenginguna í miðborg Óslóar sem kostaði a.m.k. 76 lífið. Erlent 27.7.2011 07:22 Lestakerfi Osló stöðvað, sprengjusveit á staðnum Búið er að stöðva alla umferð um stóran hluta af lestakerfi Oslóar og flytja farþega úr lestunum á brott. Búið er að rýma aðaljárnbrautarstöðina. Einnig er búið að flytja fólk úr nærliggjandi húsum. Erlent 27.7.2011 07:19 Var tvisvar næstum flúinn Með stefnuyfirlýsingu sinni birti Anders Behring Breivik dagbók um athæfi sitt vikurnar fyrir hryðjuverkin. Þar lýsir Breivik vinnu sinni og frístundum meðan á smíði sprengjunnar stóð. Erlent 26.7.2011 21:56 Aðgerðasinnar ólíkir Breivik Sören Pind, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, baðst í gær afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann öfgahyggju vera að aukast og nefndi hópa danskra aðgerðasinna í sömu andrá og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Noregi, sem hann sagði "djöfullegustu ásjónu“ öfgahyggjunnar. Erlent 26.7.2011 21:56 Sprengingar á búgarði Breiviks Norska lögreglan framkallaði í kvöld sprengingu á búgarði Anders Behring Breivik eftir að sprengiefni fundust á staðnum sem óæskilegt þótti að setja í geymslu. Erlent 26.7.2011 21:09 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 … 11 ›
Umferðaröngþveiti bjargaði líklega lífi Gro Harlem Brundtland Umferðaröngþveiti virðist hafa bjargað lífi Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en hún var sem kunnugt er farin úr Útey þegar norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik kom þangað grár fyrir járnum og myrti tugi ungmenna, að því er norska dagblaðið Verdens Gang greinir frá. Erlent 31.7.2011 10:13
Norðmenn vekja aðdáun Skömmu eftir að sprengja sprakk í miðborg Óslóar höfðu herskáir múslimar verið útmálaðir sökudólgar þó annað hafi fljótt komið á daginn. Norðmenn sögðust frá upphafi ætla að svara með kærleika og opnara og lýðræðislegra samfélagi. Erlent 30.7.2011 19:10
Breivik sýndi engin viðbrögð Verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik segir hann ekki virðast skilja hvaða afleiðingar ódæðisverk hans hafi haft á norskt samfélag. Þá segir hann Breivik engin svipbrigði hafa sýnt þegar hann var upplýstur um fjölda þeirra sem hann myrti. Erlent 30.7.2011 18:07
Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Erlent 30.7.2011 16:42
Afnema tímabundið toll af rósum Norsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að afnema toll af innfluttum rósum í vikutíma; frá 26. júlí til 2. ágúst. Sigrun Pettersborg, hjá Landbúnaðarstofnun norska ríkisins, segir í samtali við ABC Nyheter að aðstæðurnar í landinu og hin gríðarlega eftirspurn eftir rósum sé ástæða þess að þessi ákvörðun var tekin. Norsk framleiðsla og innflutningur frá tollfrjálsum svæðum anna ekki eftirspurninni eftir rósum. Viðskipti erlent 29.7.2011 20:10
Öryggisgæsla hert við konungshöllina Ströng öryggisgæsla er að öllu jafna í og við konungshöllina í Osló en hún aukin strax eftir að sprengja sprakk í miðborg Osló fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í dag. Norskir fjölmiðlar segja að konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins hafi verið meðal næstu skotmarka Anders Behring Breiviks. Verjandi hans sagði í gær að frekari árásir hafi staðið til en ekkert hafi orðið af þeim. Erlent 30.7.2011 11:39
Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við. Erlent 30.7.2011 10:33
Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Erlent 29.7.2011 20:10
Breivik næst yfirheyrður eftir helgi Fjöldamorðinginn Anders Breivik var færður úr einangrunarvist í öryggisfangelsinu Ila í morgun til yfirheyrslu í höfuðstöðvum lögreglunnar. Þar er ætlunin að fara yfir síðasta vitnisburð mannsins síðan á laugardag og þær upplýsingar um ódæðisverkin sem fram hafa komið síðan þá. Erlent 29.7.2011 19:31
Fyrsta af allt of mörgum jarðarförum "Þetta er fyrsta af allt of mörgum jarðarförum eftir hinar hræðilegu hörmungar á föstudaginn var,“ sagði Jonas Gahr Stoere, utanríkisráðherra Noregs, eftir að ung stúlka sem fórst í hryðjuverkaárásunum í Noregi fyrir viku var borin til grafar í dag, sú fyrsta af fórnarlömbum Anders Breiviks. Erlent 29.7.2011 19:25
Alls hafa 77 nöfn verið birt Norska lögreglan birti seinnipartinn í dag nöfn 36 þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Útey og höfuðborginni Osló fyrir viku. Áður hafði lögreglan birt 41 nafn en í heildina hafa verið birt 77 nöfn. Fyrstu jarðarfarir fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik fóru fram í dag. Innlent 29.7.2011 17:23
Stoltenberg sagði fórnarlömbin hetjur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að fórnarlömb fjöldamorðingjans Anders Breivik væru hetjur, þegar hann ávarpaði minningarsamkomu sem haldin var í Osló í dag á vegum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey. Erlent 29.7.2011 15:36
Fyrstu jarðarfarirnar fóru fram í dag Hundruðir fylgdu í dag til grafar hinni norsku Bano Rashid sem var aðeins átján ára þegar fjöldamorðinginn Anders Breivik myrti hana í Útey á dögunum. Þetta var fyrsta fórnarlamb hans sem er jarðsett. Erlent 29.7.2011 15:17
Lögmaður Breivik: Þetta er ekki spurning um sýknu eða sakfellingu Geir Lippestad, verjandi Anders Behring Breivik, segir í viðtali við norska miðilinn Verdens Gang að það hefði ekki verið auðvelt að taka ákvörðunina um að verja hryðjuverkamanninn, sem varð valdur að dauða 76 manns þann 22. júlí síðastliðinn. Erlent 29.7.2011 11:20
Glæpamenn setja fé til höfuðs Breivik Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik mun ekki kemba hærurnar lengi í norsku fangelsi. Hann er svo gott sem dauður. Þetta eru skilaboðin sem glæpaheimur Noregs hefur komið áleiðis til Verdens Gang stærsta dagblaðs landsins. Erlent 29.7.2011 09:23
Norska lögreglan ræðir við yfir 700 vitni Rannsókn lögreglu á hryðjuverkunum á Útey og í Osló síðastliðinn föstudag nær til sjö hundruð vitna af eyjunni og óþekkts fjölda fólks frá sprengingunni í miðborg Oslóar, auk samansafns einstaklinga sem einhver tengsl eiga við manninn sem framdi ódæðisverkin. Erlent 28.7.2011 21:19
Verður látinn svara fyrir lát hvers einasta manns sem féll Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik verður látinn svara fyrir lát hvers einasta manns sem féll á föstudag í síðustu viku, en norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch sagði í samtali við norska ríkissjónvarpið að ljóst væri að ákæran gegn Breivik verði ekki tilbúin fyrir áramót. Erlent 28.7.2011 18:43
Fullbúin ákæra í fyrsta lagi tilbúin um áramót Fullbúin ákæra gegn norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik verður í fyrsta lagi tilbúin um áramót. Þetta segir norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch í samtali við norska ríkissjónvarpið. Erlent 28.7.2011 16:31
Norðmenn skipa sérstaka rannsóknarnefnd Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót sérstakri sjálfstæðri rannsóknarnefnd sem á að fara í saumana á því sem gerðist s.l. föstudag þegar a.m.k. 76 létu lífið í hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik. Erlent 28.7.2011 07:42
Viðbragðskerfi norsku lögreglunnar endurskoðað Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að viðbragðskerfi norsku lögreglunnar verði endurskoðað. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að handtaka árásarmanninn Breivik klukkutíma eftir að henni barst tilkynning um árásina. Boðað var til samverustundar í norræna húsinu til að minnast þeirra sem létust í voðaverkunum í síðustu viku. Erlent 27.7.2011 18:42
Pólverji ákærður fyrir að selja Breivik hættuleg efni Pólskur maður hefur verið ákærður í heimalandi sínu fyrir að selja fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik efni í sprengju. Norska Dagbladet segir að hann sé ákærður fyrir brot gegn almannaheil. Erlent 27.7.2011 13:29
Múslima grunaði múslima Múslimar eru margir slegnir yfir því að það fyrsta sem þeim datt í hug þegar þeir fréttu af morðárásunum í Noregi var að þar væru múslimar að verki. Múslimarnir voru ekki einir um það því fréttir hafa borist af því að áður en lá fyrir að árásarmaðurinn væri ljóshærður Norðmaður urðu múslimar fyrir aðkasti á götum úti í Noregi. Erlent 27.7.2011 12:27
Viðbrögð Norðmanna vekja aðdáun Óteljandi fjölmiðlar hafa vitnað í orð Hákonar krónprins sem sagði: "Við höfum kosið að mæta illmensku með kærleika. Við höfum kosið að mæta hatri með samstöðu . Við höfum kosið að sýna fyrir hvað við stöndum". Stjórnmálamenn hafa sömuleiðis lagt megináherslu á að þessi atburður muni í engu hafa áhrif á þau gildi sem Norðmenn hafa mest í heiðri. Erlent 27.7.2011 11:18
Breivik óttast kvenfrelsi Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu Erlent 27.7.2011 10:43
Hættuástandi aflýst í Osló, lestarferðir að hefjast Hættuástandi hefur verið aflýst við aðaljárnbrautastöðina í Osló og reiknað er með að lestarkerfi borgarinnar komist í eðlilegt horf á næsta hálftímanum eða svo. Erlent 27.7.2011 08:23
Breivik undirbjó aðra hryðjuverkaárás Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði skipulagt aðra hryðjuverkaárás og ætlaði sér að framkvæma hana ef hann slyppi úr fangelsi eftir árásina á Útey og sprenginguna í miðborg Óslóar sem kostaði a.m.k. 76 lífið. Erlent 27.7.2011 07:22
Lestakerfi Osló stöðvað, sprengjusveit á staðnum Búið er að stöðva alla umferð um stóran hluta af lestakerfi Oslóar og flytja farþega úr lestunum á brott. Búið er að rýma aðaljárnbrautarstöðina. Einnig er búið að flytja fólk úr nærliggjandi húsum. Erlent 27.7.2011 07:19
Var tvisvar næstum flúinn Með stefnuyfirlýsingu sinni birti Anders Behring Breivik dagbók um athæfi sitt vikurnar fyrir hryðjuverkin. Þar lýsir Breivik vinnu sinni og frístundum meðan á smíði sprengjunnar stóð. Erlent 26.7.2011 21:56
Aðgerðasinnar ólíkir Breivik Sören Pind, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, baðst í gær afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hann öfgahyggju vera að aukast og nefndi hópa danskra aðgerðasinna í sömu andrá og fjöldamorð Anders Behring Breivik í Noregi, sem hann sagði "djöfullegustu ásjónu“ öfgahyggjunnar. Erlent 26.7.2011 21:56
Sprengingar á búgarði Breiviks Norska lögreglan framkallaði í kvöld sprengingu á búgarði Anders Behring Breivik eftir að sprengiefni fundust á staðnum sem óæskilegt þótti að setja í geymslu. Erlent 26.7.2011 21:09
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent