Flugslys í Hlíðarfjalli

„Það stóð allt í ljósum logum“
Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu.


Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu
Páll Steindór Steindórsson, 46 ára, og Pétur Róbert Tryggvason, 35 ára.

Þriðji maðurinn er ekki í lífshættu
Maðurinn sem lifði flugslysið af er ekki talinn vera í lífshættu. Hann var flugmaður vélarinnar.

60-70 manns leituðu áfallahjálpar
Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag

Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast
Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast þegar flugvélin brotlenti á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö.

„Tók krappa beygju, svo kom mikill hávaði og stórt svart ský“
"Ég var ekki það nálægt þegar flugvélin fór niður en ég sá í hana yfir trén. Hún flaug í norður og var lágt á lofti. Svo tók hún krappa beygju og hvarf bak við trén. Svo kom mikill hávaði og það birtist stórt svart ský bara nánast um leið,"

Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið
Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.