Dómsmál

Fréttamynd

Þyngdu nauðgunar­dóm yfir Finni

Landsréttur hefur með dómi sínum í dag þyngt fangelsisdóm yfir Finni Þ. Gunnþórssyni um sex mánuði fyrir að hafa nauðgað konu í nóvember 2019. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi og taldi að seinagangur hjá lögreglu við skýrslutökur hafi ekki spillt vörn hans. 

Innlent
Fréttamynd

Dómar í salt­dreifara­málinu mildaðir um tvö ár

Dómar þeirra Halldórs Margeirs Ólafssonar og Ólafs Ágústs Hraundal fyrir hlut þeirra í saltdreifaramálinu svokallaða voru mildaðir um tvö ár í Landsrétti í dag. Í héraði voru þeir dæmdir til þyngstu mögulegu refsingar, tólf ára fangelsisvistar. Aðrir dómar í málinu voru einnig mildaðir um tvö ár og einn var skilorðsbundinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir brýnt að Land­spítalinn dragi lær­dóm af málinu

Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri.

Innlent
Fréttamynd

Dómar í Rauða­gerðis­málinu mildaðir veru­lega

Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn sýkn­að­ur af ákæru um manndráp

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur mál Brynjars fyrir

Hæstiréttur samþykkti á dögunum málskotsbeiðni Brynjar Joensen Creed, sem dæmdur var til sjö ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum í Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Par vildi ekki kannast við að eiga mikið magn fíkni­efna

Par var á dögunum dæmt til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum á heimili þeirra. Auk fíkniefna fannst hálfsjálfvirk haglabyssa og 1,5 milljón króna í reiðufé. Konan þarf að þola upptöku fjárins, þrátt fyrir segjast hafa aflað þess með barnapössun og kökusölu.

Innlent
Fréttamynd

Vísað rang­lega á sjúkra­bíl þegar kona á geð­deild lést

Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Gekk ber­serks­gang í sumar­bú­stað

Selfyssingur á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fimm líkamsárásir, brot gegn valdstjórninni og umferðarlagabrot. Meðal brotanna eru fjórar líkamsárásir framdar í sumarbústað sama kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Lumbraði á löggu í öl­æði

Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón.

Innlent
Fréttamynd

„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“

„Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk.

Innlent
Fréttamynd

„Ég buffa þig og þennan drulludela“

Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hótanir, umferðalagabrot og fjársvik, meðal ann­ars með því að hafa stolið bens­ín­lykli og notað hann án heim­ild­ar. Maðurinn rauf reynslulausn en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir ýmis hegningarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hryðju­verka­draum­órar raktir ítar­lega í nýrri á­kæru

Órum tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svonefnda um að myrða nafngreint fólk og fremja hryðjuverk er lýst ítarlega í nýrri ákæru sem þingfest var í málinu í dag. Mennirnir tveir sóttu sér einnig efni um þekkta hryðjuverkamenn eins og Anders Behring Breivik.

Innlent
Fréttamynd

Keypti eftir­líkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur

Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum.

Innlent