Guðmundur Reynir spilar með Ólsurum í sumar: Verður að vera flygill á staðnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 12:17 Guðmundur Reynir Gunnarsson verður mikill liðsstyrkur fyrir Ólsara. vísir/daníel „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar. Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt í sumar,“ segir knattspyrnumaðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson sem hefur fengið lánssamning hjá Víkingi Ólafsvík frá KR. Hann spilar með Ólsurum í 1. deildinni í sumar. Guðmundur Reynir hefur spilað allan sinn meistaraflokksferil með KR fyrir utan stutta dvöl í Svíþjóð en sagðist eftir síðasta tímabil leggja skóna á hilluna. „Ég ætlaði að gera það en síðan eru nokkrir strákar sem ég þekki mættir í Ólafsvík og það kveikti aðeins í mér. Ég hef pælt síðustu vikuna hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt og ákvað á endanum að taka slaginn,“ segir Guðmundur Reynir við Vísi. Hann segir óvíst hvort skórnir séu komnir endanlega af hillunni, en hann er með samning við út tímabilið 2016. „KR-ingarnir voru mjög liðlegir að leyfa mér þetta og kann ég þeim bestu þakkir. Ég ætlaði aldrei að spila í úrvalsdeildinni í sumar, en ég gæti spilað aftur fyrir KR næsta sumar. Það er bara óvíst hvað gerist,“ segir bakvörðurinn öflugi. Guðmundur Reynir verður á flakki milli Ólafsvíkur og Reykjavíkur í sumar og gæti búið eitthvað fyrir vestan. „Ég verð mögulega eitthvað í Ólafsvík en það er ekki alveg komið á hreint. Ég verð líka eitthvað í bænum,“ segir hann. Aðspurður hvort ekki verði að vera píanó þar sem hann gistir fyrir vestan hlær þessi mikli tónlistarsnillingur og svarar: „Að sjálfsögðu. Það verður að vera flygill á staðnum.“ Guðmundur kveðst ætla að hefja leik strax með Ólsurum í Lengjubikarnum, en ljóst er að Ólafsvíkurliðið er ansi líklegt til afreka í sumar með hann og annan KR-ing, Egil Jónsson, innan sinna raða í sumar.
Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira