Körfubolti

Mirko í þriðja liðið á þremur árum | Samdi við Hött

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mirko Stefán Virijevic.
Mirko Stefán Virijevic. Vísir/Vilhelm
Mirko Stefán Virijevic verður áfram í Dominos-deildinni en mun þó ekki spila áfram með Njarðvík. Mirko samdi við nýliða Hött. Þetta kemur fram á heimasíðu Hattar.  

Mirko Stefán Virijevic er 34 ára og 201 sentímetra miðherji sem hefur verið með íslenskt vegabréf frá júní 2004.

Mirko Stefán spilaði með Breiðablik og Haukum áður en hann fór til Þýskalands þar sem hann lék í sex tímabil.

Mirko Stefán kom til Íslands aftur 2012 og lék í tvö ár með KFÍ. Hann var síðan með Njarðvík á síðustu leiktíð en hefur nú aftur skipt um lið og samið við Hött.

„Höttur hefur komist að samkomulagi við Mirko Stefán Virijevic um að hann leiki með liðinu í Dominosdeildinni á næstu leiktíð. Mirko lék á síðasta tímabili með Njarðvík og þar á undan KFÍ. Mirko á eftir að koma með mikla reynslu og gæði í ungt Hattarliðið," segir í frétt á heimasíðu Hattar.

Mirko Stefán var með 10,7 stig og 10,5 fráköst að meðaltali með Njarðvík í Dominos-deildinni síðasta vetur en tímabilið á undan var hann með 19,5 stig og 11,3 fráköst að meðaltali með liði KFÍ í Domios-deildinni.

Eysteinn Bjarni Ævarsson snýr einnig aftur til Hattar eftir eitt ár í Keflavík en hann er alinn upp fyrir austan. Eysteinn Bjarni er þessa dagana staddur í Finnlandi þar sem hann vann silfur með 20 ára landsliði Íslands í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×