Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2016 21:00 Það trylltist allt á Anfield eftir sigurmark Dejans Lovren. vísir/getty Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. Fyrri leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en Dortmund byrjaði leikinn í kvöld af gríðarlegum krafti og og eftir níu mínútur var staðan orðin 0-2. Henrikh Mkhitaryan kom Þjóðverjunum yfir strax á 5. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Pierre-Emerick Aubameyang sem Simon Mignolet varði. Aðeins fjórum mínútum síðar bætti Aubameyang svo öðru marki við eftir frábæra sendingu frá Marco Reus. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 48. mínútu minnkaði Divock Origi muninn eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Dortmund. Reus kom Dortmund aftur í lykilstöðu þegar hann skoraði á 57. mínútu og öll sund virtust vera lokuð fyrir Liverpool. En skömmu síðar gerði Jürgen Klopp tvöfalda skiptingu, setti Daniel Sturridge og Joe Allen inn á í staðinn fyrir Roberto Firmino og Adam Lallana, það hleypti nýju lífi í lið Liverpool. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 2-3 með góðu skoti á 66. mínútu og 12 mínútum síðar skallaði Mahmadou Sakho, sem leit illa út í mörkunum sem Dortmund skoraði, boltann í netið. Liverpool þurfti því aðeins eitt mark til að komast áfram og sótti stíft. Og pressan bar árangur á fyrstu mínútu í uppbótartíma þegar Dejan Lovren stangaði boltann í netið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik og Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar.Mörkin úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni Evrópudeild UEFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. Fyrri leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en Dortmund byrjaði leikinn í kvöld af gríðarlegum krafti og og eftir níu mínútur var staðan orðin 0-2. Henrikh Mkhitaryan kom Þjóðverjunum yfir strax á 5. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Pierre-Emerick Aubameyang sem Simon Mignolet varði. Aðeins fjórum mínútum síðar bætti Aubameyang svo öðru marki við eftir frábæra sendingu frá Marco Reus. Staðan var 0-2 í hálfleik en á 48. mínútu minnkaði Divock Origi muninn eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Dortmund. Reus kom Dortmund aftur í lykilstöðu þegar hann skoraði á 57. mínútu og öll sund virtust vera lokuð fyrir Liverpool. En skömmu síðar gerði Jürgen Klopp tvöfalda skiptingu, setti Daniel Sturridge og Joe Allen inn á í staðinn fyrir Roberto Firmino og Adam Lallana, það hleypti nýju lífi í lið Liverpool. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 2-3 með góðu skoti á 66. mínútu og 12 mínútum síðar skallaði Mahmadou Sakho, sem leit illa út í mörkunum sem Dortmund skoraði, boltann í netið. Liverpool þurfti því aðeins eitt mark til að komast áfram og sótti stíft. Og pressan bar árangur á fyrstu mínútu í uppbótartíma þegar Dejan Lovren stangaði boltann í netið. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik og Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar.Mörkin úr leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni
Evrópudeild UEFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira