Víkingadrunur Íslendinga bárust frá Skotlandi með viðkomu í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2016 14:37 Strákarnir taka fagnið með stuðningsmönnunum eftir leikinn í gær. vísir Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Víkingadrunur stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu sem núna fer fram í Frakklandi. Margir hafa velt fyrir sér uppruna þessa söngs sem hefur meðal annars verið kallaður stríðsöskur í erlendum fjölmiðlum en upphafið hér á landi má rekja til Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar. „Þetta kemur þannig til að árið 2014 spilaði Stjarnan á móti Motherwell frá Skotlandi í Evrópukeppninni. Við vorum nokkrir úr Silfurskeiðinni sem fórum til Skotlands og þar sáum við þetta með berum augum og urðum alveg dolfallnir. Þeir voru með bestu trommur sem við höfðum séð og hluti stuðningsmannanna sungu þetta lag endalaust. Þetta var algjörlega magnað,“ segir Andri Heiðar Sigurþórsson einn af forsprökkum Silfurskeiðarinnar. Drunurnar eru í raun klapp í takt við trommuslátt og eru intro að stuðningsmannalagi Stjörnunnar „Frá Stjörnunni ég aldrei vík, sú tilfinning er engu lík.“ Eftir ferðina til Skotlands tók einn meðlimur Silfurskeiðarinnar, Elías Karl Guðmundsson, sig til og gerði íslenskan texta við lagið sem stuðningsmenn Motherwell höfðu sungið og útkoman varð stuðningsmannalag Garðbæinga.Hér fyrir neðan má heyra lagið.„Tólfustrákarnir fengu þetta svo lánað sem er bara mjög skemmtilegt. Þeir tóku reyndar ekki lagið heldur bara introið, klappið,“ segir Andri og bætir við að það sé alþekkt að söngvar og fögn stuðningsmanna íþróttaliða ferðist um heiminn og á milli liða. Þannig hafi hann ekki hugmynd um það hvort þetta fagn sé upphaflega komið til Motherwell frá einhverjum öðrum stuðningsmönnum. Víkingadrunurnar hafa vakið mikla athygli, eins og reyndar flest það sem tengist á einhvern hátt íslenska landsliðinu enda er árangur þeirra á EM stórbrotinn. Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslit mótsins þar sem þeir munu mæta gestgjöfum Frakka á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France, í París á sunnudag.Hér fyrir neðan má sjá mannfjöldann á Arnarhóli taka fagnið eftir leikinn í gær.Hér fyrir neðan má svo heyra söng áhangenda Motherwell.Það var rafmagnað andrúmsloft við Arnarhól. Sjáið víkingafagnið í bláa hafinu hérna heima. #EMÍsland https://t.co/dDYhDYAfyB— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54 Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Magnað augnablik í leikslok: Aron Einar stýrði stríðssöng bláa hafsins Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekki aðeins vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta stórmóti heldur hafa augu heimsins einnig beinst að íslensku stuðningsmönnunum vegna stríðssöngva þeirra og siguröskra. 28. júní 2016 10:54
Sjáðu strákana fagna með vinum og fjölskyldu í leikslok Gleðin var skiljanlega gríðarlega mikil. 28. júní 2016 12:15