Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2016 14:30 Íslensku stelpurnar fengu silfur. vísir/ernir Kvennalið Íslands varð að sætta sig við silfrið á öðru Evrópumótinu í hópfimleikum í röð. Íslensku stelpurnar, sem urðu efstar í undankeppninni, fengu 56,966 í heildareinkunn í úrslitunum í dag. Þær bættu sig um 0,95 í heildareinkunn en Svíar gerðu gott betur og hækkuðu sína einkunn um 2,05 og tryggðu sér gullið annað Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar byrjuðu á trampólíni og bættu sig örlítið frá undankeppninni. Ísland fékk 17,550 í einkunn, 0,15 hærri en á fimmtudaginn. Eftir 1. umferðina var Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. Gólfæfingarnar voru næstar og þær heppnuðust afar vel og skiluðu 21,916 í einkunn. Það er nákvæmlega sama einkunn og Ísland fékk fyrir dansinn í undankeppninni. Með því tók íslenska liðið forystuna með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Ísland var síðast á svið en áður að stelpurnar framkvæmdu stökkin sín á dýnu buðu Svíarnir upp á dans sem skilaði þeim risaeinkunn, 22,650. Hún var lesin upp eftir að íslenska liðið lauk sínum stökkum. Þá var ljóst að Ísland þyrfti að fá nokkuð háa einkunn til að endurheimta efsta sætið. Því miður fékkst hún ekki og niðurstaðan var því 2. sætið. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex Evrópumótum sem Ísland vinnur til silfurverðlauna. Í hin tvö skiptin (2010 og 2012) vann íslenska liðið gull.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 14:27 Annað sætið er niðurstaðan! Ísland fékk 17,500 í einkunn fyrir dýnustökkin en það dugði ekki til. Þessi rosalega einkunn sem Svíarnir fengu fyrir dansinn gerði útslagið. 14:25 Svíar fengu rosalega einkunn fyrir dansinn, 22,650. Ísland þarf því að fá ansi góða einkunn til að taka þetta. 14:23 Íslensku stelpurnar voru að klára stökkin á dýnu. Þá er keppni í kvennaflokki lokið og við tekur taugastrekkjandi bið. 14:18 Sænsku stelpurnar voru að klára dansinn og nú er komið að íslenska liðinu á dýnu. Ísland er sem stendur í 4. sæti en öll þrjú liðin fyrir ofan hafa fengið sína lokaeinkunn. 14:03 Ísland fær 21,916 í einkunn fyrir dansinn! Þetta er nákvæmlega sama einkunn og stelpurnar fengu í undankeppninni. Eins og sakir standa er Ísland á toppnum með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Norsku stelpurnar eru svo í 3. sætinu og þær sænsku í því fjórða. 13:54 Stelpurnar voru að klára dansinn. Hann skilaði 21,916 í einkunn í undankeppninni. Við þurfum á einhverju svipuðu að halda í dag. 13:28 Ísland fékk 17,550 í einkunn fyrir trampólínstökkin sem er örlítil bæting frá undankeppninni þar sem íslensku stelpurnar fengu 17,400 í einkunn. Eftir 1. umferðina er Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. 13:25 Íslensku stelpurnar voru að klára trampólínið. Ekki fengum við að sjá ofurstökkin hjá Kolbrúnu Þöll. Það var ákveðið að spila þetta öruggt. Nú bíðum við bara eftir einkuninni. 13:15 Keppni í kvennaflokki er hafin. Íslensku stelpurnar eru síðastar í röðinni og byrja á trampólíni. Svo kemur dansinn og loks dýnan. 11:55 Ísland endar í 3. sæti og tekur bronsið. Svíar fengu 18,550 fyrir dýnuna og skutust þar með upp fyrir Dani. Það eru því þrenn verðlaun komin í hús hjá íslenska liðinu. Blönduðu liðin tóku bæði brons og stúlknaliðið vann til gullverðlauna í gær. 11:50 Það stefnir allt í að íslenska liðið fái brons. Ísland er sem stendur í 2. sæti á eftir Dönum. Svíar fara væntanlega yfir Íslendinga en það er ólíklegt að Norðmenn geri það líka. 11:37 Íslensku krakkarnir fá 17,200 í einkunn fyrir trampólínið og ljúka því leik með 56,066 í heildareinkunn. Það er mikil bæting frá því í undankeppninni. Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum og getur gengið sátt frá borði. Vonandi nær liðið á pall. 11:33 Íslenska liðið var að enda við að klára stökk á trampólíni. Þau gengu að mestu vel fyrir utan smá hnökra í lendingum í annarri umferð. Nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður. 11:29 Svíar fengu heila 22,766 í einkunn fyrir dansinn og eru komnir upp í 1. sætið. Danir stoppuðu stutt við í toppsætinu og eru komnir niður í 2. sætið. Ísland er svo í því þriðja. Næst er það trampólínið. 11:25Danir voru að fá 18,200 í einkunn fyrir dýnustökk og hafa því tekið forystuna. Danir eru með slétt 40,000 í einkunn en Íslendingar koma fast á hæla þeirra með 38,866 í einkunn. 11:22 Ísland hækkaði sig verulega í dýnustökkunum frá því í undankeppninni. Í fyrradag fékk liðið 15,950 í einkunn en 17,800 í dag sem gerir bætingu upp á 1,85. Ísland er því búið að bæta sig í báðum greinunum hingað til. 11:13 Íslenska liðið fékk 17,800 í einkunn fyrir dýnuna og er því komið með 38,866 í heildareinkunn. Þetta fer vel af stað. 11:05 Glæsileg stökk á dýnu að baki. Íslensku krakkarnir framkvæmdu stökkin nær óaðfinnanlega og lendingarnar virtust langflestar vera í fínu lagi. Ísland er sem stendur í 2. sæti þegar öll liðin hafa fengið einkunn fyrir 1. umferðina. 10:48 Einkuninn fyrir dansinn er komin og er svona líka ljómandi góð: 21,066. Í undankeppninni fékk Ísland 20,566 í einkunn og því er um talsverða bætingu að ræða. Þetta er góð byrjun, nú þarf bara að negla hinar greinarnar eins og fimleikafólki er tamt að segja. 10:35 Dansinn var að klárast. Hann gaf blandaða liðinu sína hæstu einkunn í undankeppninni og vonandi sjáum við háa einkunn núna líka. 10:20 Blandaða liðið lenti í 5. sæti í undankeppninni. Liðið fékk góða einkunn fyrir dansinn (20,566) en dýnustökkin gengu ekki jafn vel. Svíar fengu 60,000 í einkunn í blönduðum flokki og eru mjög sigurstranglegir. 10:10 Það gengur vonandi jafn vel í dag og í gær þegar bæði íslensku liðin fóru á pall. Blandaða liðið vann til bronsverðlauna og stúlknaliðið tók gullið. 10:05 Stelpurnar eru mjög sigurstranglegar enda urðu þær efstar í undankeppninni með 56,016 í heildareinkunn. Danir og Svíar komu þar á eftir. Auk þeirra komust Finnar, Norðmenn og Bretar í úrslitin.10:00 Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá lokadegi EM í hópfimleikum. Tvö íslensk lið stíga á svið í dag; blandaða liðið og kvennaliðið. Fimleikar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
Kvennalið Íslands varð að sætta sig við silfrið á öðru Evrópumótinu í hópfimleikum í röð. Íslensku stelpurnar, sem urðu efstar í undankeppninni, fengu 56,966 í heildareinkunn í úrslitunum í dag. Þær bættu sig um 0,95 í heildareinkunn en Svíar gerðu gott betur og hækkuðu sína einkunn um 2,05 og tryggðu sér gullið annað Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar byrjuðu á trampólíni og bættu sig örlítið frá undankeppninni. Ísland fékk 17,550 í einkunn, 0,15 hærri en á fimmtudaginn. Eftir 1. umferðina var Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. Gólfæfingarnar voru næstar og þær heppnuðust afar vel og skiluðu 21,916 í einkunn. Það er nákvæmlega sama einkunn og Ísland fékk fyrir dansinn í undankeppninni. Með því tók íslenska liðið forystuna með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Ísland var síðast á svið en áður að stelpurnar framkvæmdu stökkin sín á dýnu buðu Svíarnir upp á dans sem skilaði þeim risaeinkunn, 22,650. Hún var lesin upp eftir að íslenska liðið lauk sínum stökkum. Þá var ljóst að Ísland þyrfti að fá nokkuð háa einkunn til að endurheimta efsta sætið. Því miður fékkst hún ekki og niðurstaðan var því 2. sætið. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex Evrópumótum sem Ísland vinnur til silfurverðlauna. Í hin tvö skiptin (2010 og 2012) vann íslenska liðið gull.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 14:27 Annað sætið er niðurstaðan! Ísland fékk 17,500 í einkunn fyrir dýnustökkin en það dugði ekki til. Þessi rosalega einkunn sem Svíarnir fengu fyrir dansinn gerði útslagið. 14:25 Svíar fengu rosalega einkunn fyrir dansinn, 22,650. Ísland þarf því að fá ansi góða einkunn til að taka þetta. 14:23 Íslensku stelpurnar voru að klára stökkin á dýnu. Þá er keppni í kvennaflokki lokið og við tekur taugastrekkjandi bið. 14:18 Sænsku stelpurnar voru að klára dansinn og nú er komið að íslenska liðinu á dýnu. Ísland er sem stendur í 4. sæti en öll þrjú liðin fyrir ofan hafa fengið sína lokaeinkunn. 14:03 Ísland fær 21,916 í einkunn fyrir dansinn! Þetta er nákvæmlega sama einkunn og stelpurnar fengu í undankeppninni. Eins og sakir standa er Ísland á toppnum með 39,466 í heildareinkunn, 0,95 á undan Dönum. Norsku stelpurnar eru svo í 3. sætinu og þær sænsku í því fjórða. 13:54 Stelpurnar voru að klára dansinn. Hann skilaði 21,916 í einkunn í undankeppninni. Við þurfum á einhverju svipuðu að halda í dag. 13:28 Ísland fékk 17,550 í einkunn fyrir trampólínstökkin sem er örlítil bæting frá undankeppninni þar sem íslensku stelpurnar fengu 17,400 í einkunn. Eftir 1. umferðina er Ísland í 3. sæti á eftir Danmörku og Noregi. 13:25 Íslensku stelpurnar voru að klára trampólínið. Ekki fengum við að sjá ofurstökkin hjá Kolbrúnu Þöll. Það var ákveðið að spila þetta öruggt. Nú bíðum við bara eftir einkuninni. 13:15 Keppni í kvennaflokki er hafin. Íslensku stelpurnar eru síðastar í röðinni og byrja á trampólíni. Svo kemur dansinn og loks dýnan. 11:55 Ísland endar í 3. sæti og tekur bronsið. Svíar fengu 18,550 fyrir dýnuna og skutust þar með upp fyrir Dani. Það eru því þrenn verðlaun komin í hús hjá íslenska liðinu. Blönduðu liðin tóku bæði brons og stúlknaliðið vann til gullverðlauna í gær. 11:50 Það stefnir allt í að íslenska liðið fái brons. Ísland er sem stendur í 2. sæti á eftir Dönum. Svíar fara væntanlega yfir Íslendinga en það er ólíklegt að Norðmenn geri það líka. 11:37 Íslensku krakkarnir fá 17,200 í einkunn fyrir trampólínið og ljúka því leik með 56,066 í heildareinkunn. Það er mikil bæting frá því í undankeppninni. Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum og getur gengið sátt frá borði. Vonandi nær liðið á pall. 11:33 Íslenska liðið var að enda við að klára stökk á trampólíni. Þau gengu að mestu vel fyrir utan smá hnökra í lendingum í annarri umferð. Nú er bara að bíða og sjá hver einkuninn verður. 11:29 Svíar fengu heila 22,766 í einkunn fyrir dansinn og eru komnir upp í 1. sætið. Danir stoppuðu stutt við í toppsætinu og eru komnir niður í 2. sætið. Ísland er svo í því þriðja. Næst er það trampólínið. 11:25Danir voru að fá 18,200 í einkunn fyrir dýnustökk og hafa því tekið forystuna. Danir eru með slétt 40,000 í einkunn en Íslendingar koma fast á hæla þeirra með 38,866 í einkunn. 11:22 Ísland hækkaði sig verulega í dýnustökkunum frá því í undankeppninni. Í fyrradag fékk liðið 15,950 í einkunn en 17,800 í dag sem gerir bætingu upp á 1,85. Ísland er því búið að bæta sig í báðum greinunum hingað til. 11:13 Íslenska liðið fékk 17,800 í einkunn fyrir dýnuna og er því komið með 38,866 í heildareinkunn. Þetta fer vel af stað. 11:05 Glæsileg stökk á dýnu að baki. Íslensku krakkarnir framkvæmdu stökkin nær óaðfinnanlega og lendingarnar virtust langflestar vera í fínu lagi. Ísland er sem stendur í 2. sæti þegar öll liðin hafa fengið einkunn fyrir 1. umferðina. 10:48 Einkuninn fyrir dansinn er komin og er svona líka ljómandi góð: 21,066. Í undankeppninni fékk Ísland 20,566 í einkunn og því er um talsverða bætingu að ræða. Þetta er góð byrjun, nú þarf bara að negla hinar greinarnar eins og fimleikafólki er tamt að segja. 10:35 Dansinn var að klárast. Hann gaf blandaða liðinu sína hæstu einkunn í undankeppninni og vonandi sjáum við háa einkunn núna líka. 10:20 Blandaða liðið lenti í 5. sæti í undankeppninni. Liðið fékk góða einkunn fyrir dansinn (20,566) en dýnustökkin gengu ekki jafn vel. Svíar fengu 60,000 í einkunn í blönduðum flokki og eru mjög sigurstranglegir. 10:10 Það gengur vonandi jafn vel í dag og í gær þegar bæði íslensku liðin fóru á pall. Blandaða liðið vann til bronsverðlauna og stúlknaliðið tók gullið. 10:05 Stelpurnar eru mjög sigurstranglegar enda urðu þær efstar í undankeppninni með 56,016 í heildareinkunn. Danir og Svíar komu þar á eftir. Auk þeirra komust Finnar, Norðmenn og Bretar í úrslitin.10:00 Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá lokadegi EM í hópfimleikum. Tvö íslensk lið stíga á svið í dag; blandaða liðið og kvennaliðið.
Fimleikar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira