Messi dæmdur í fjögurra leikja bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 14:57 Lionel Messi lét þennan aðstoðardómara heyra það. Vísir/Getty Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. Messi var auk þess sektaður um tíu þúsund svissneska franka. Hann fær bannið og sektina fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM síðasta fimmtudag. Messi skoraði eina mark leiksins og tryggði Argentínu lífsnauðsynlegan sigur. FIFA segir frá. Messi þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari sekt sem eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna en Argentína gæti lent í miklum vandræðum án hans í undankeppninni. Argentínska landsliðið er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM. Liðið er í þriðja sæti í Suður-Ameríkuriðlinum en fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Argentína hefur aðeins unnið 6 af 13 leikjum sínum og er bara tveimur stigum á undan Síle sem er í sjötta sæti riðilsins. Fyrsti leikurinn sem Messi missir af er á móti Bólivíu í kvöld. Fimm leikir eru eftir í riðlinum og missir Messi því af öllum leikjum nema lokaleiknum sem er á móti Ekvador á útivelli. Sá leikur fer þó ekki fram fyrr en 10. október og Messi spilar því ekki keppnislandsleik næstu sex mánuði. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur argentínska landsliðinu gengið mjög illa án Messi í undankeppninni til þessa en hann hefur misst af sjö leikjum. Með hann innanborðs hafa Argentínumenn unnið 5 af 6 leikjum en aðeins 1 af 7 án hans.Lionel Messi has been suspended for 4 official matches by FIFA. Argentina has been better in World Cup Qualifying with Messi in the lineup. pic.twitter.com/xSTkI9pBId— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 28, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Argentínumenn verða án Lionel Messi í næstu fjórum leikjum sínum í undankeppni HM 2018. Messi var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann. Messi var auk þess sektaður um tíu þúsund svissneska franka. Hann fær bannið og sektina fyrir að láta aðstoðardómara heyra það í leik Argentínu og Síle í undankeppni HM síðasta fimmtudag. Messi skoraði eina mark leiksins og tryggði Argentínu lífsnauðsynlegan sigur. FIFA segir frá. Messi þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af þessari sekt sem eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna en Argentína gæti lent í miklum vandræðum án hans í undankeppninni. Argentínska landsliðið er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM. Liðið er í þriðja sæti í Suður-Ameríkuriðlinum en fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Argentína hefur aðeins unnið 6 af 13 leikjum sínum og er bara tveimur stigum á undan Síle sem er í sjötta sæti riðilsins. Fyrsti leikurinn sem Messi missir af er á móti Bólivíu í kvöld. Fimm leikir eru eftir í riðlinum og missir Messi því af öllum leikjum nema lokaleiknum sem er á móti Ekvador á útivelli. Sá leikur fer þó ekki fram fyrr en 10. október og Messi spilar því ekki keppnislandsleik næstu sex mánuði. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá hefur argentínska landsliðinu gengið mjög illa án Messi í undankeppninni til þessa en hann hefur misst af sjö leikjum. Með hann innanborðs hafa Argentínumenn unnið 5 af 6 leikjum en aðeins 1 af 7 án hans.Lionel Messi has been suspended for 4 official matches by FIFA. Argentina has been better in World Cup Qualifying with Messi in the lineup. pic.twitter.com/xSTkI9pBId— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 28, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira