Rúnar Alex: Viðurkenni að ég var svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson heldur einum af landsliðsmarkvörðum Svía á bekknum hjá Nordsjælland. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira